Teikn á lofti um að markmið rammasamnings fyrir árið náist ekki Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. apríl 2023 21:26 Sigurður Ingi tekur fyrir fullyrðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendubrest. Vísir/Ívar Fannar Innviðaráðherra segir það ekki rétt að forsendur rammasamnings um uppbyggingu íbúða séu brostnar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram. Ef þörf verður á auknu fjármagni verði brugðist við en teikn eru á lofti um að markmið samningsins náist ekki strax. Ríkið og sveitarfélög undirrituðu í júlí í fyrra rammasamning um uppbyggingu 35 þúsund íbúða til ársins 2032, fjögur þúsund á ári fyrstu fimm árin og 3500 á ári síðari fimm. Samband íslenskra sveitarfélaga telur nú að samningurinn sé vanfjármagnaður. í fjármálaáætlun næstu fimm ára sé gert ráð fyrir að stofnframlög nemi 18,7 milljörðum króna í heild og lánveitingar 20 milljörðum á ári. Til að efna samninginn þyrftu þó stofnframlög að nema 44 milljörðum króna á tímabilinu og lánveitingar 188 milljörðum. Um sé að ræða fullkominn forsendubrest. Innviðaráðherra er ekki sammála „Við erum ágætlega fjármögnuð til þess að leggja af stað í ár. Rammasamkomulagið, þá er verið að tala um tíu ár. Hvenær við nákvæmlega náum hæsta markmiðinu, það getur vel verið að það taki einhvern tíma. Í fjármálaáætlun erum við að leggja af stað og segjum jafnframt ef að það verður þörf á frekara fjármagni til þess að fjármagna fleiri stofnframlagaíbúðir og þá munum við gera það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þó ljóst að kostnaður sé að aukast en verið sé að bregðast við með breyttum viðmiðum í hlutdeildarlánum og auknu framboði. Markmiðum um fjölda virðist þó ekki náð. „Ég held að það megi áætla að það verði sirka þrjú þúsund íbúðir byggðar á þessu ári. Við höfum áhyggjur af því að húsnæðismarkaðurinn sé að kólna og þess vegna teljum við mikilvægt að hið opinbera, ríkið, stígi sterkar inn á þessum næstu misserum. En það eru ákveðin teikn á lofti um að við náum ekki að byggja nóg árið 2024.“ Vonast til þess að fleiri sveitarfélög slái til Stjörnvöld séu engu að síður tilbúin til að mæta sveitarfélögunum með fjármagni. „Við erum sem sagt búin að skrifa undir samning við Reykjavíkurborg sem lofar mjög góðu en við erum líka með alveg á lokametrunum samningsdrög við fjölmörg önnur, og ég vonast satt best að segja til að öll sveitarfélög landsins komi með okkur í þetta verkefni,“ segir Sigurðu Ingi að lokum. Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Ríkið og sveitarfélög undirrituðu í júlí í fyrra rammasamning um uppbyggingu 35 þúsund íbúða til ársins 2032, fjögur þúsund á ári fyrstu fimm árin og 3500 á ári síðari fimm. Samband íslenskra sveitarfélaga telur nú að samningurinn sé vanfjármagnaður. í fjármálaáætlun næstu fimm ára sé gert ráð fyrir að stofnframlög nemi 18,7 milljörðum króna í heild og lánveitingar 20 milljörðum á ári. Til að efna samninginn þyrftu þó stofnframlög að nema 44 milljörðum króna á tímabilinu og lánveitingar 188 milljörðum. Um sé að ræða fullkominn forsendubrest. Innviðaráðherra er ekki sammála „Við erum ágætlega fjármögnuð til þess að leggja af stað í ár. Rammasamkomulagið, þá er verið að tala um tíu ár. Hvenær við nákvæmlega náum hæsta markmiðinu, það getur vel verið að það taki einhvern tíma. Í fjármálaáætlun erum við að leggja af stað og segjum jafnframt ef að það verður þörf á frekara fjármagni til þess að fjármagna fleiri stofnframlagaíbúðir og þá munum við gera það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þó ljóst að kostnaður sé að aukast en verið sé að bregðast við með breyttum viðmiðum í hlutdeildarlánum og auknu framboði. Markmiðum um fjölda virðist þó ekki náð. „Ég held að það megi áætla að það verði sirka þrjú þúsund íbúðir byggðar á þessu ári. Við höfum áhyggjur af því að húsnæðismarkaðurinn sé að kólna og þess vegna teljum við mikilvægt að hið opinbera, ríkið, stígi sterkar inn á þessum næstu misserum. En það eru ákveðin teikn á lofti um að við náum ekki að byggja nóg árið 2024.“ Vonast til þess að fleiri sveitarfélög slái til Stjörnvöld séu engu að síður tilbúin til að mæta sveitarfélögunum með fjármagni. „Við erum sem sagt búin að skrifa undir samning við Reykjavíkurborg sem lofar mjög góðu en við erum líka með alveg á lokametrunum samningsdrög við fjölmörg önnur, og ég vonast satt best að segja til að öll sveitarfélög landsins komi með okkur í þetta verkefni,“ segir Sigurðu Ingi að lokum.
Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira