Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Kristján Már Unnarsson skrifar 1. maí 2023 07:55 Teikning af fyrirhugaðri brú yfir Þjórsá. Horft er til norðurs, frá Rangárvallasýslu yfir í Árnessýslu. Vegagerðin Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. „Þó þessi vegur tengist framkvæmdum Landsvirkjunar á svæðinu þá verður það Vegagerðin sem kemur til með að bjóða verkið út og hafa með því umsjón,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnastjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar. Horft niður Þjórsá.Vegagerðin Brúin verður rúmlega tvöhundruð metra löng og byggð skammt ofan við fossinn Búða. Til að tengja hana við þjóðvegakerfið verður lagður 7,4 kílómetra langur vegur, sem kemur til með að heita „Búðafossvegur“. Norðanmegin tengist hann Þjórsárdalsvegi skammt vestan við félagsheimilið Árnes og sunnanmegin tengist hann við Landveg skammt frá bænum Minni-Völlum. Fyrirhugaður Búðafossvegur mun tengjast Þjórsárdalsvegi á móts við þorpið Árnes lengst til vinstri. Hægra megin mun nýi vegurinn tengjast Landvegi milli bæjanna Minni-Valla og Flagbjarnarholts. Vegagerðin „Við reiknum með að bjóða út vegagerðina og brúarsmíðina í einu útboði sem verður sennilega haustið eða veturinn 2023,“ segir Einar Már. Vegagerðin vonast til að hönnun brúarinnar ljúki núna í maímánuði og eru meðfylgjandi teikningar birtar með fyrirvara um að þær gætu breyst, til dæmis við athuganir á straumhraða og byggingaraðferð. Vegagerðin stefnir þó að því að sækja um framkvæmdaleyfi í sumar þegar endanleg gögn eru tilbúin og búið að yfirfara þau, að sögn Einars Más. Svona er áætlað að brúin líti út þegar horft er upp eftir ánni.Vegagerðin Landsvirkjun fékk virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun frá Orkustofnun í nóvember og sótti í framhaldinu um framkvæmdaleyfi til viðkomandi sveitarstjórna, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ráðamenn beggja sveitarfélaga hafa gefið það út að stefnt sé að ákvörðun um framkvæmdaleyfi núna í maímánuði. Horft til suðurs, úr Árnessýslu yfir í Rangárvallasýslu.Vegagerðin Það hefur lengi verið draumur Sunnlendinga að fá brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes. Með slíkri brú yrði aðeins sjö kílómetra leið fyrir íbúana þar til að heilsa upp á næstu nágranna sína handan ár í Rangárvallasýslu, í stað þess að aka sextíu kílómetra leið. Brúin gæti þannig haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Nýja Þjórsárbrúin kæmi fyrir ofan eyjuna Árnes og fossinn Búða.GRAFÍK/HAFSTEINN ÞÓRÐARSON Vonir voru raunar bundnar við það sumarið 2009, þegar þá stefndi í virkjanaframkvæmdir, að brúarsmíðin hæfist þá um haustið, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fjórtán árum: Landsvirkjun hefur á starfstíma sínum lagt vegi á landinu sem samsvarar hálfum hringveginum, eins og fjallað var um í þessari frétt fyrir fjórum árum: Vegagerð Landsvirkjun Samgöngur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52 Vegir Landsvirkjunar á við hálfan hringveginn í lengd Landsvirkjun hefur á rúmlega hálfrar aldar starfstíma sínum lagt vegi á landinu sem samsvarar vegalengdinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Fjárfesting orkufyrirtækisins í vegagerð nemur yfir tíu milljörðum króna. 12. maí 2019 21:15 Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja. 29. júlí 2020 22:24 Vonast til að smíði nýrrar Þjórsárbrúar hefjist í haust Ný stórbrú yfir Þjórsá við Árnes mun ásamt Hvítárbrú, Landeyjahöfn og Lyngdalsheiðarvegi skapar nýtt samgöngumynstur um mestu landbúnaðarhéruð Íslands og styrkja þau verulega, að mati ráðamanna á svæðinu. Þeir vonast til að smíði nýju Þjórsárbrúarinnar hefjist í haust. 19. júlí 2009 19:20 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Þó þessi vegur tengist framkvæmdum Landsvirkjunar á svæðinu þá verður það Vegagerðin sem kemur til með að bjóða verkið út og hafa með því umsjón,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnastjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar. Horft niður Þjórsá.Vegagerðin Brúin verður rúmlega tvöhundruð metra löng og byggð skammt ofan við fossinn Búða. Til að tengja hana við þjóðvegakerfið verður lagður 7,4 kílómetra langur vegur, sem kemur til með að heita „Búðafossvegur“. Norðanmegin tengist hann Þjórsárdalsvegi skammt vestan við félagsheimilið Árnes og sunnanmegin tengist hann við Landveg skammt frá bænum Minni-Völlum. Fyrirhugaður Búðafossvegur mun tengjast Þjórsárdalsvegi á móts við þorpið Árnes lengst til vinstri. Hægra megin mun nýi vegurinn tengjast Landvegi milli bæjanna Minni-Valla og Flagbjarnarholts. Vegagerðin „Við reiknum með að bjóða út vegagerðina og brúarsmíðina í einu útboði sem verður sennilega haustið eða veturinn 2023,“ segir Einar Már. Vegagerðin vonast til að hönnun brúarinnar ljúki núna í maímánuði og eru meðfylgjandi teikningar birtar með fyrirvara um að þær gætu breyst, til dæmis við athuganir á straumhraða og byggingaraðferð. Vegagerðin stefnir þó að því að sækja um framkvæmdaleyfi í sumar þegar endanleg gögn eru tilbúin og búið að yfirfara þau, að sögn Einars Más. Svona er áætlað að brúin líti út þegar horft er upp eftir ánni.Vegagerðin Landsvirkjun fékk virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun frá Orkustofnun í nóvember og sótti í framhaldinu um framkvæmdaleyfi til viðkomandi sveitarstjórna, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ráðamenn beggja sveitarfélaga hafa gefið það út að stefnt sé að ákvörðun um framkvæmdaleyfi núna í maímánuði. Horft til suðurs, úr Árnessýslu yfir í Rangárvallasýslu.Vegagerðin Það hefur lengi verið draumur Sunnlendinga að fá brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes. Með slíkri brú yrði aðeins sjö kílómetra leið fyrir íbúana þar til að heilsa upp á næstu nágranna sína handan ár í Rangárvallasýslu, í stað þess að aka sextíu kílómetra leið. Brúin gæti þannig haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Nýja Þjórsárbrúin kæmi fyrir ofan eyjuna Árnes og fossinn Búða.GRAFÍK/HAFSTEINN ÞÓRÐARSON Vonir voru raunar bundnar við það sumarið 2009, þegar þá stefndi í virkjanaframkvæmdir, að brúarsmíðin hæfist þá um haustið, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fjórtán árum: Landsvirkjun hefur á starfstíma sínum lagt vegi á landinu sem samsvarar hálfum hringveginum, eins og fjallað var um í þessari frétt fyrir fjórum árum:
Vegagerð Landsvirkjun Samgöngur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52 Vegir Landsvirkjunar á við hálfan hringveginn í lengd Landsvirkjun hefur á rúmlega hálfrar aldar starfstíma sínum lagt vegi á landinu sem samsvarar vegalengdinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Fjárfesting orkufyrirtækisins í vegagerð nemur yfir tíu milljörðum króna. 12. maí 2019 21:15 Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja. 29. júlí 2020 22:24 Vonast til að smíði nýrrar Þjórsárbrúar hefjist í haust Ný stórbrú yfir Þjórsá við Árnes mun ásamt Hvítárbrú, Landeyjahöfn og Lyngdalsheiðarvegi skapar nýtt samgöngumynstur um mestu landbúnaðarhéruð Íslands og styrkja þau verulega, að mati ráðamanna á svæðinu. Þeir vonast til að smíði nýju Þjórsárbrúarinnar hefjist í haust. 19. júlí 2009 19:20 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14
Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52
Vegir Landsvirkjunar á við hálfan hringveginn í lengd Landsvirkjun hefur á rúmlega hálfrar aldar starfstíma sínum lagt vegi á landinu sem samsvarar vegalengdinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Fjárfesting orkufyrirtækisins í vegagerð nemur yfir tíu milljörðum króna. 12. maí 2019 21:15
Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja. 29. júlí 2020 22:24
Vonast til að smíði nýrrar Þjórsárbrúar hefjist í haust Ný stórbrú yfir Þjórsá við Árnes mun ásamt Hvítárbrú, Landeyjahöfn og Lyngdalsheiðarvegi skapar nýtt samgöngumynstur um mestu landbúnaðarhéruð Íslands og styrkja þau verulega, að mati ráðamanna á svæðinu. Þeir vonast til að smíði nýju Þjórsárbrúarinnar hefjist í haust. 19. júlí 2009 19:20