Samstaðan sé mikilvæg í baráttunni gegn ójöfnuði Máni Snær Þorláksson skrifar 1. maí 2023 16:32 Kristján Þórður Snæbjarnarson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir héldu bæði ávörp á Ingólfstorgi í tilefni dagsins. Vísir/Steingrímur Dúi Formenn Rafiðnaðarsambandsins og BSRB héldu bæði ávörp á Ingólfstorgi í tilefni verkalýðsdagsins í dag. Þau vöktu bæði athygli á vaxandi ójöfnuði í samfélaginu og mikilvægi samstöðu hjá launafólki, sérstaklega í ljósi komandi kjarabaráttu. „Við búum við efnahagslegan óstöðugleika. Mikil verðbólga bitnar verst á þeim tekjulægstu, þar sem ekkert svigrúm er fyrir aukin útgjöld,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, í sinni ræðu á Ingólfstorgi í dag. Kristján sagði þá að ríkisstjórn Íslands hafi ekki mildað áhrif kreppunnar eins og stjórnvöld í nágrannaríkjum hafa gert, þvert á móti. „Já, beinlínis dýpkað hana með skatta- og gjaldahækkunum,“ sagði hann. „Hálaunafólkið í pólitíkinni - sem nýtur sérkjara í mörgum efnum - finnur hins vegar ekkert fyrir þessum auknu álögum. Hefur eitthvað verið sótt í vasa þeirra ríku? Nei, þunginn leggst á launafólk og bitnar verst á þeim sem við minnstu efnin búa.“ „Við stöndum andspænis gríðarlegum ójöfnuði“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, greip í svipaða strengi í sínu ávarpi. Þrátt fyrir að Ísland sé ríkt land séu stórir hópar láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og eldra fólks að berjast í bökkum. Alltof mörg búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað á húsnæðismarkaði sem sé byggður upp á markaðsforsendum. „Einhver húka í kolakjöllurum, jafnvel fjölskyldur, og svo eru sum sem komast ekki í öruggt skjól. Á sama tíma er ekkert lát á verðbólgunni og vaxtahækkanir bíta fast. Á meðan gerir ríkisstjórnin ekkert til að bregðast við og auka jöfnuð, jafnvel þó hún hafi öll tækin til þess að koma fólki til aðstoðar með húsnæðisstuðningi, vaxta- og barnabótum. Við stöndum andspænis gríðarlegum ójöfnuði hvort heldur sem er í tekjum, eignum, stöðu á húsnæðismarkaði eða heilsu – og við stöndum líka frammi fyrir bakslagi í jafnréttisbaráttunni, þar sem þrengt er að réttindum og lífsskilyrðum kvenna, hinsegin fólks og fleiri minnihlutahópa.“ Samstaðan sé mikilvæg Bæði tóku þau fram mikilvægi þess að standa saman í komandi kjaraviðræðu. Kristján sagði fólk ætta að strengja þess heit að standa saman um réttlæti, jöfnuð og velferð, samfélagi og framtíðinni til heilla. „Ég hef öðlast vissu fyrir því að við stöndum á krossgötum í baráttunni og að okkar bíði miklar áskoranir og risavaxin verkefni. Ég hef skynjað það sterkt síðustu daga að fólkið í landinu hefur fengið nóg af því fálæti og sinnuleysi um kjör almennings sem einkennir afstöðu svo margra í stjórnmálunum og ríkisstjórnarinnar sérstaklega.“ Sonja sagði að það væri aðeins sé hægt að ná stórum áföngum fyrir velferð almennings með samstöðunni. „Sama hvað andstæðingar okkar kunna að segja þá stendur verkalýðshreyfingin sterk og það munu þau finna í kjarasamningslotunni framundan,“ sagði hún. „Þar sem við munum sækja réttlátar kjarabætur fyrir launafólk. Ekki einungis þær sem birtast í launaumslaginu heldur einnig þær sem birtast í mikilvægum samfélagsbreytingum sem varða okkur öll.“ Verkalýðsdagurinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Bráðavandi blasi við heimilum landsins Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi. 1. maí 2023 10:14 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Við búum við efnahagslegan óstöðugleika. Mikil verðbólga bitnar verst á þeim tekjulægstu, þar sem ekkert svigrúm er fyrir aukin útgjöld,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, í sinni ræðu á Ingólfstorgi í dag. Kristján sagði þá að ríkisstjórn Íslands hafi ekki mildað áhrif kreppunnar eins og stjórnvöld í nágrannaríkjum hafa gert, þvert á móti. „Já, beinlínis dýpkað hana með skatta- og gjaldahækkunum,“ sagði hann. „Hálaunafólkið í pólitíkinni - sem nýtur sérkjara í mörgum efnum - finnur hins vegar ekkert fyrir þessum auknu álögum. Hefur eitthvað verið sótt í vasa þeirra ríku? Nei, þunginn leggst á launafólk og bitnar verst á þeim sem við minnstu efnin búa.“ „Við stöndum andspænis gríðarlegum ójöfnuði“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, greip í svipaða strengi í sínu ávarpi. Þrátt fyrir að Ísland sé ríkt land séu stórir hópar láglaunafólks, atvinnulausra, öryrkja og eldra fólks að berjast í bökkum. Alltof mörg búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað á húsnæðismarkaði sem sé byggður upp á markaðsforsendum. „Einhver húka í kolakjöllurum, jafnvel fjölskyldur, og svo eru sum sem komast ekki í öruggt skjól. Á sama tíma er ekkert lát á verðbólgunni og vaxtahækkanir bíta fast. Á meðan gerir ríkisstjórnin ekkert til að bregðast við og auka jöfnuð, jafnvel þó hún hafi öll tækin til þess að koma fólki til aðstoðar með húsnæðisstuðningi, vaxta- og barnabótum. Við stöndum andspænis gríðarlegum ójöfnuði hvort heldur sem er í tekjum, eignum, stöðu á húsnæðismarkaði eða heilsu – og við stöndum líka frammi fyrir bakslagi í jafnréttisbaráttunni, þar sem þrengt er að réttindum og lífsskilyrðum kvenna, hinsegin fólks og fleiri minnihlutahópa.“ Samstaðan sé mikilvæg Bæði tóku þau fram mikilvægi þess að standa saman í komandi kjaraviðræðu. Kristján sagði fólk ætta að strengja þess heit að standa saman um réttlæti, jöfnuð og velferð, samfélagi og framtíðinni til heilla. „Ég hef öðlast vissu fyrir því að við stöndum á krossgötum í baráttunni og að okkar bíði miklar áskoranir og risavaxin verkefni. Ég hef skynjað það sterkt síðustu daga að fólkið í landinu hefur fengið nóg af því fálæti og sinnuleysi um kjör almennings sem einkennir afstöðu svo margra í stjórnmálunum og ríkisstjórnarinnar sérstaklega.“ Sonja sagði að það væri aðeins sé hægt að ná stórum áföngum fyrir velferð almennings með samstöðunni. „Sama hvað andstæðingar okkar kunna að segja þá stendur verkalýðshreyfingin sterk og það munu þau finna í kjarasamningslotunni framundan,“ sagði hún. „Þar sem við munum sækja réttlátar kjarabætur fyrir launafólk. Ekki einungis þær sem birtast í launaumslaginu heldur einnig þær sem birtast í mikilvægum samfélagsbreytingum sem varða okkur öll.“
Verkalýðsdagurinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Bráðavandi blasi við heimilum landsins Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi. 1. maí 2023 10:14 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Bráðavandi blasi við heimilum landsins Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi. 1. maí 2023 10:14