Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 1. maí 2023 22:23 Eins og sjá má er um mikinn eld að ræða. Í myndbandi að neðan má sjá þakplötur hrynja. Vísir/Vilhelm Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. „Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum,“ segir Gunnlaugur í samtali við fréttastofu. Þegar slökkvilið hafi mætt á vettvang hafi húsið þegar verið alelda. „Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum.“ Húsið sé að mestu brunnið og verði rifið um leið og slökkvistörfum ljúki. „Það er lítið sem hægt er að bjarga hér.“ Húsið var að hruni komið vegna eldsins og hrundu þakplötur af því, eins og sjá má á myndbandi sem ljósmyndari Vísis tók. Liggur fyrir að húsið hafi verið mannlaust? „Við höfum engar heimildir um það. Það var einhver takmörkuð starfsemi í því. Við vitum ekki meira.“ Aðgerðir langt fram á nótt Hann segir ekkert vitað um eldsupptök að svo stöddu. Aðgerðirnar muni standa yfir fram á nótt. „Það eru glæður í húsinu sem enn á eftir að slökkva í en mesti eldurinn hefur verið slökktur. Þetta verður eitthvað fram eftir nóttu.“ Hann segir útilokað að slökkviliðsmenn verði sendir inn í húsið. „Þetta er bara að hruni komið og hangir á lyginni og járnplötunum, þannig að það verður ekki gert.“ Slökkviliðið hætti engum manni inn í hús. Vísir/Vilhelm Létu færa áhorfendur vegna springandi gaskúta Töluverður fjöldi fólks var samankominn við húsið til þess að fylgjast með slökkvistörfum. Gunnlaugur segir að slökkvilið hafi beðið lögreglu um að ýta fólki fjær svæðinu. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar.“ Lögregla fékk íbúa til þess að færa sig fjær húsinu vegna springandi gaskúta.Vísir/Vilhelm Gunnlaugur segir að neðri hluti byggingarinnar geti hrunið hvenær sem er. Stálgrind hússins krullist saman eins og spagettí þegar kalt vatn mætir heita stálinu. „En eldurinn var sem betur fer bundinn við þetta eina hús og gott bil í það næsta, sem er íshúsið og ekkert við húsið hinumegin. Fólk loki gluggum vegna reyksins Mikinn reyk lagði upp frá húsinu. Reykurinn sást víða og fékk fréttastofa fjölmargar ábendingar þess efnis. Spurður hvort íbúar í Hafnarfirði eigi að loka gluggum í nótt vegna mögulegrar mengunar, segir Guðlaugur: „Já ef það stendur reykur yfir húsinu, er um að gera að loka gluggum og hækka aðeins í ofninum til þess að halda reyknum úti. Það er ekki gott að anda of miklu af þessum reyk að sér.“ Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði: „Engu bjargað sem hægt er að bjarga þarna“ Mikill eldur er nú í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn í Skipalóni. Sést reykmökkurinn vel úr fjarlægð meðal annars úr Urriðaholti í Garðabænum. Húsið hefur staðið autt í þó nokkurn tíma og stóð til að rífa það. 1. maí 2023 20:41 Myndasyrpa: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkvistarf stendur enn yfir í húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir að upp kom mikill eldur fyrr í kvöld. 1. maí 2023 23:13 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum,“ segir Gunnlaugur í samtali við fréttastofu. Þegar slökkvilið hafi mætt á vettvang hafi húsið þegar verið alelda. „Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum.“ Húsið sé að mestu brunnið og verði rifið um leið og slökkvistörfum ljúki. „Það er lítið sem hægt er að bjarga hér.“ Húsið var að hruni komið vegna eldsins og hrundu þakplötur af því, eins og sjá má á myndbandi sem ljósmyndari Vísis tók. Liggur fyrir að húsið hafi verið mannlaust? „Við höfum engar heimildir um það. Það var einhver takmörkuð starfsemi í því. Við vitum ekki meira.“ Aðgerðir langt fram á nótt Hann segir ekkert vitað um eldsupptök að svo stöddu. Aðgerðirnar muni standa yfir fram á nótt. „Það eru glæður í húsinu sem enn á eftir að slökkva í en mesti eldurinn hefur verið slökktur. Þetta verður eitthvað fram eftir nóttu.“ Hann segir útilokað að slökkviliðsmenn verði sendir inn í húsið. „Þetta er bara að hruni komið og hangir á lyginni og járnplötunum, þannig að það verður ekki gert.“ Slökkviliðið hætti engum manni inn í hús. Vísir/Vilhelm Létu færa áhorfendur vegna springandi gaskúta Töluverður fjöldi fólks var samankominn við húsið til þess að fylgjast með slökkvistörfum. Gunnlaugur segir að slökkvilið hafi beðið lögreglu um að ýta fólki fjær svæðinu. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar.“ Lögregla fékk íbúa til þess að færa sig fjær húsinu vegna springandi gaskúta.Vísir/Vilhelm Gunnlaugur segir að neðri hluti byggingarinnar geti hrunið hvenær sem er. Stálgrind hússins krullist saman eins og spagettí þegar kalt vatn mætir heita stálinu. „En eldurinn var sem betur fer bundinn við þetta eina hús og gott bil í það næsta, sem er íshúsið og ekkert við húsið hinumegin. Fólk loki gluggum vegna reyksins Mikinn reyk lagði upp frá húsinu. Reykurinn sást víða og fékk fréttastofa fjölmargar ábendingar þess efnis. Spurður hvort íbúar í Hafnarfirði eigi að loka gluggum í nótt vegna mögulegrar mengunar, segir Guðlaugur: „Já ef það stendur reykur yfir húsinu, er um að gera að loka gluggum og hækka aðeins í ofninum til þess að halda reyknum úti. Það er ekki gott að anda of miklu af þessum reyk að sér.“
Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði: „Engu bjargað sem hægt er að bjarga þarna“ Mikill eldur er nú í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn í Skipalóni. Sést reykmökkurinn vel úr fjarlægð meðal annars úr Urriðaholti í Garðabænum. Húsið hefur staðið autt í þó nokkurn tíma og stóð til að rífa það. 1. maí 2023 20:41 Myndasyrpa: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkvistarf stendur enn yfir í húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir að upp kom mikill eldur fyrr í kvöld. 1. maí 2023 23:13 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Stórbruni í Hafnarfirði: „Engu bjargað sem hægt er að bjarga þarna“ Mikill eldur er nú í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn í Skipalóni. Sést reykmökkurinn vel úr fjarlægð meðal annars úr Urriðaholti í Garðabænum. Húsið hefur staðið autt í þó nokkurn tíma og stóð til að rífa það. 1. maí 2023 20:41
Myndasyrpa: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkvistarf stendur enn yfir í húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir að upp kom mikill eldur fyrr í kvöld. 1. maí 2023 23:13
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent