„Skeggið“ óx með ólíkindum þegar mest lá við Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 07:28 James Harden átti stórkostlegan leik gegn Boston Celtics í gærkvöld en þarf að vera fljótur að gera sig kláran í næsta slag sem er annað kvöld. AP/Charles Krupa Sundin virtust hálflokuð fyrir Philadelphia 76ers, vegna meiðsla Joel Embiid, en hinn fúlskeggjaði James Harden var ósammála og sýndi sínar gömlu, bestu hliðar í nótt í 119-115 sigri gegn Boston Celtics. Harden var allt í öllu í þessum fyrsta leik liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar. Hann skoraði alls 45 stig í leiknum en upp úr stóð þó þristurinn sem hann setti yfir Al Horford þegar aðeins 8,7 sekúndur voru eftir af leiknum, sem kom Philadelphia yfir. JAMES HARDEN ARE YOU KIDDING ME?!He has a playoff career-high 45 PTS pic.twitter.com/QHOJviHtEt— Bleacher Report (@BleacherReport) May 2, 2023 Jayson Tatum skoraði 39 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 23 stig en Harden skoraði meira en þeir báðir til samans í fjórða leikhlutanum, eða 15 stig gegn 10. Staðan fyrir þann leikhluta var jöfn, 87-87, og Tatum kom Boston í 115-114 af vítalínunni þegar 26 sekúndur voru eftir. Þristurinn frá Harden, eða „Skegginu“ eins og hann er kallaður, gerði útslagið en Tatum tapaði boltanum til Paul Reed í næstu sókn Boston og Reed setti svo niður síðustu stig leiksins af vítalínunni. Harden hafði ekki skorað 45 stig í úrslitakeppninni síðan hann gerði það fyrir Houston Rockets í úrslitaseríu vesturdeildarinnar fyrir átta árum, í sigri á Golden State Warriors, og hefur raunar aldrei skorað fleiri stig í úrslitakeppni á löngum ferli. JAMES HARDEN TONIGHT: 45 POINTS 6 ASSISTS 2 STEALS7/14 3PT17/30 FGBEST PLAYOFF GAME OF HIS CAREER pic.twitter.com/MKlzxUL4bE— NBACentral (@TheNBACentral) May 2, 2023 „Við komum ekki hingað og bjuggumst við að tapa. Við komum til að vinna,“ sagði Harden eftir sigurinn en hann skipaði sínum liðsfélögum svo að fara fljótt til búningsklefa eftir leik enda einvígið rétt að byrja. „Hvort sem að Jo snýr aftur eða ekki þá verðum við tilbúnir í slaginn,“ sagði Harden en Joel Embiid meiddist í hné í þriðja leik gegn Brooklyn Nets á dögunum og varð að fylgjast með leiknum í Boston í gær af bekknum. Óvissa ríkir um þátttöku hans í næsta leik sem er einnig í Garðinum í Boston á morgun. Jokic frábær kvöldið fyrir verðlaunaafhendingu Í undanúrslitum vesturdeildarinnar eru deildarmeistarar Denver Nuggets komnir í góð mál gegn Phoenix Suns, 2-0, eftir 97-87 sigur í nótt. Nikola Jokic var að vanda áberandi í liði Denver en hann skoraði 39 stig og tók 16 fráköst. Hann er einn þriggja sem tilnefndir eru sem verðmætasti leikmaður deildarinnar. Tilkynnt verður um valið í kvöld og gæti Jokic hlotið verðlaunin þriðja árið í röð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Harden var allt í öllu í þessum fyrsta leik liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar. Hann skoraði alls 45 stig í leiknum en upp úr stóð þó þristurinn sem hann setti yfir Al Horford þegar aðeins 8,7 sekúndur voru eftir af leiknum, sem kom Philadelphia yfir. JAMES HARDEN ARE YOU KIDDING ME?!He has a playoff career-high 45 PTS pic.twitter.com/QHOJviHtEt— Bleacher Report (@BleacherReport) May 2, 2023 Jayson Tatum skoraði 39 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 23 stig en Harden skoraði meira en þeir báðir til samans í fjórða leikhlutanum, eða 15 stig gegn 10. Staðan fyrir þann leikhluta var jöfn, 87-87, og Tatum kom Boston í 115-114 af vítalínunni þegar 26 sekúndur voru eftir. Þristurinn frá Harden, eða „Skegginu“ eins og hann er kallaður, gerði útslagið en Tatum tapaði boltanum til Paul Reed í næstu sókn Boston og Reed setti svo niður síðustu stig leiksins af vítalínunni. Harden hafði ekki skorað 45 stig í úrslitakeppninni síðan hann gerði það fyrir Houston Rockets í úrslitaseríu vesturdeildarinnar fyrir átta árum, í sigri á Golden State Warriors, og hefur raunar aldrei skorað fleiri stig í úrslitakeppni á löngum ferli. JAMES HARDEN TONIGHT: 45 POINTS 6 ASSISTS 2 STEALS7/14 3PT17/30 FGBEST PLAYOFF GAME OF HIS CAREER pic.twitter.com/MKlzxUL4bE— NBACentral (@TheNBACentral) May 2, 2023 „Við komum ekki hingað og bjuggumst við að tapa. Við komum til að vinna,“ sagði Harden eftir sigurinn en hann skipaði sínum liðsfélögum svo að fara fljótt til búningsklefa eftir leik enda einvígið rétt að byrja. „Hvort sem að Jo snýr aftur eða ekki þá verðum við tilbúnir í slaginn,“ sagði Harden en Joel Embiid meiddist í hné í þriðja leik gegn Brooklyn Nets á dögunum og varð að fylgjast með leiknum í Boston í gær af bekknum. Óvissa ríkir um þátttöku hans í næsta leik sem er einnig í Garðinum í Boston á morgun. Jokic frábær kvöldið fyrir verðlaunaafhendingu Í undanúrslitum vesturdeildarinnar eru deildarmeistarar Denver Nuggets komnir í góð mál gegn Phoenix Suns, 2-0, eftir 97-87 sigur í nótt. Nikola Jokic var að vanda áberandi í liði Denver en hann skoraði 39 stig og tók 16 fráköst. Hann er einn þriggja sem tilnefndir eru sem verðmætasti leikmaður deildarinnar. Tilkynnt verður um valið í kvöld og gæti Jokic hlotið verðlaunin þriðja árið í röð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira