Útlán bankanna og verðbólga Ólafur Margeirsson skrifar 2. maí 2023 08:30 Verðbólga á Íslandi er enn of há, þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Það eru margar ástæður fyrir henni en ein hefur verið lítið rædd: útlánaveitingar bankakerfisins. Hallinn á ríkissjóði er í dag í kringum 3,5% af landsframleiðslu. Það er mjög líklegt að það sé of mikið m.v. nýtingu aðfanga en atvinnuleysi er t.d. lítið eða í kringum 3%. Þá er mjög líklegt að útgjöld ríkissjóðs séu ekki að fjármagna á nægilegan máta framkvæmdir sem auka framleiðslugetu hagkerfisins og þar með draga úr verðbólguþrýstingi innan þess til langs tíma. Nefna má endurmenntun, rannsóknir og þróun, uppbyggingu samgöngukerfa og uppbyggingu húsnæðis sem dæmi. Mikilvægara er þó að þrátt fyrir miklar vaxtahækkanir hjá Seðlabanka Íslands hefur honum ekki tekist að halda aftur af vilja bankanna til þess að veita lán. Þegar banki veitir lán eykst peningamagn í umferð. Þetta peningamagn er notað til þess að kaupa vörur og þjónustu sem þarf að framleiða eða flytja inn. Hafi hagkerfið ekki framleiðslugetu til þess að framleiða þessar vörur og þjónustu, s.s. þegar atvinnuleysi er lágt og aðföng fullnýtt, skapast verðþrýstingur og verðbólga. Sé þjónustan eða vörurnar fluttar inn hefur það neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð með tilheyrandi áhrifum á gengi krónunnar. Niðurstaðan er alltaf sú sama: láni bankakerfið of mikið út til heimila og fyrirtækja endar það með verðbólgu. Það er mikilvægt að átta sig á að á meðan hallinn á ríkissjóði er í kringum 3,5% af landsframleiðslu er nettó útlánamyndun bankakerfisins um 13,0% af landsframleiðslu, nærri fjórum sinnum meiri. Þannig er það svo að á meðan hallinn á ríkissjóði árið 2022 var í kringum 120 milljarðar lánaði bankakerfið út, nettó, nærri 500 milljarða það ár. Munið: þegar bankar veita lán eykst peningamagn í umferð og eftirspurn með. Það er þessi eftirspurn sem Seðlabankinn er að reyna að draga úr. Myndin hér að neðan sýnir hvernig bankar lánuðu sérstaklega til heimila árin 2020 og 2021. Það voru þessi lán sem ollu mestu verðhækkunum á fasteignaverði á þessum tíma. Síðan um mitt ár 2022 hafa lánveitingar þeirra til fyrirtækja svo aukist verulega með tilheyrandi verðbólguþrýstingi. Halli á ríkissjóði Við höfum að sjálfsögðu séð þetta áður. Á 8. og 9. áratugum síðustu aldar var mikil verðbólga á Íslandi. Sú verðbólga var ekki drifin áfram af hallarekstri á ríkissjóði heldur mun frekar af lánveitingum banka til heimila og fyrirtækja. Þegar dró úr lánveitingunum dró úr verðbólguþrýstingi. Auðvelt er að sjá samhengið þar á milli á mynd (sjá þessa grein). Íslenskt hagkerfi í dag er undir miklum þrýstingi frá eftirspurnarhliðinni. Lánveitingar banka eru of miklar og hallinn á ríkissjóði er of stór m.v. getu framboðshliðarinnar til þess að framleiða allt það sem eftirspurn er eftir. Seðlabankinn hefur reynt að leysa þetta ójafnvægi með því að hækka vexti en áhrifin hafa verið dauf, m.a. því fyrirtæki á Íslandi starfa á fákeppnismarkaði og geta þeirra til þess að velta kostnaðarauka yfir í verðlag er mikil. Vaxtahækkanir hafa lítil áhrif í þessu umhverfi. Verðtrygging á lánum til heimila dregur svo enn frekar úr getu Seðlabankans til þess að hafa áhrif á eftirspurnarhliðina með vaxtabreytingum því vaxtabreytingar hafa lítil áhrif á greiðsluflæði verðtryggðra lána. Vilji Seðlabankinn ná betri tökum á eftirspurnarhliðinni verður hann að draga úr útlánum banka til heimila og fyrirtækja með öðrum tólum en vaxtahækkunum. Eitt slíkt tól eru þjóðhagsvarúðartæki. Því tóli beitir hann nú þegar í tilviki fasteignalána: hámark veðsetningarhlutfalls er almennt 80% af markaðsverði fasteignar og hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur lántaka er 35% af ráðstöfunartekjum. Þetta tól takmarkar lánaframboð til íbúðakaupa án þess að hækka vexti. Svipaðar reglur þarf að þróa þegar kemur að fyrirtækjalánum: í stað þess að hækka vexti getur Seðlabankinn takmarkað lánaframboð banka til fyrirtækja og dregið þar með úr verðbólguþrýstingi. Lán banka sem fjármagna fjárfestingu fyrirtækja, t.d. íbúðabyggingar hjá verktökum, geta verið undanskilin einmitt til þess að ýta undir aukna framleiðslugetu í hagkerfinu sem dregur úr verðbólguþrýstingi. Alþingi þarf að sjá til þess á sama tíma að lagaramminn leyfi Seðlabankanum að gera þetta, ellegar er Alþingi einfaldlega að takmarka vopnabúr Seðlabankans í baráttu hans við verðbólgu. Alþingi getur þá síðar meir ekki skammað Seðlabankann fyrir að ná ekki verðbólgumarkmiðinu, því Alþingi þarf að sjá til þess að hann hafi þau vopn sem Alþingi getur fært honum. Ef lánaframboð banka er ekki takmarkað með þessum eða viðlíka hætti eru miklar líkur á að vaxtahækkanir Seðlabankans verði meiri en ella og verðbólga hærri en ella. Það er því til margs að vinna. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Íslenskir bankar Verðlag Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólga á Íslandi er enn of há, þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. Það eru margar ástæður fyrir henni en ein hefur verið lítið rædd: útlánaveitingar bankakerfisins. Hallinn á ríkissjóði er í dag í kringum 3,5% af landsframleiðslu. Það er mjög líklegt að það sé of mikið m.v. nýtingu aðfanga en atvinnuleysi er t.d. lítið eða í kringum 3%. Þá er mjög líklegt að útgjöld ríkissjóðs séu ekki að fjármagna á nægilegan máta framkvæmdir sem auka framleiðslugetu hagkerfisins og þar með draga úr verðbólguþrýstingi innan þess til langs tíma. Nefna má endurmenntun, rannsóknir og þróun, uppbyggingu samgöngukerfa og uppbyggingu húsnæðis sem dæmi. Mikilvægara er þó að þrátt fyrir miklar vaxtahækkanir hjá Seðlabanka Íslands hefur honum ekki tekist að halda aftur af vilja bankanna til þess að veita lán. Þegar banki veitir lán eykst peningamagn í umferð. Þetta peningamagn er notað til þess að kaupa vörur og þjónustu sem þarf að framleiða eða flytja inn. Hafi hagkerfið ekki framleiðslugetu til þess að framleiða þessar vörur og þjónustu, s.s. þegar atvinnuleysi er lágt og aðföng fullnýtt, skapast verðþrýstingur og verðbólga. Sé þjónustan eða vörurnar fluttar inn hefur það neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð með tilheyrandi áhrifum á gengi krónunnar. Niðurstaðan er alltaf sú sama: láni bankakerfið of mikið út til heimila og fyrirtækja endar það með verðbólgu. Það er mikilvægt að átta sig á að á meðan hallinn á ríkissjóði er í kringum 3,5% af landsframleiðslu er nettó útlánamyndun bankakerfisins um 13,0% af landsframleiðslu, nærri fjórum sinnum meiri. Þannig er það svo að á meðan hallinn á ríkissjóði árið 2022 var í kringum 120 milljarðar lánaði bankakerfið út, nettó, nærri 500 milljarða það ár. Munið: þegar bankar veita lán eykst peningamagn í umferð og eftirspurn með. Það er þessi eftirspurn sem Seðlabankinn er að reyna að draga úr. Myndin hér að neðan sýnir hvernig bankar lánuðu sérstaklega til heimila árin 2020 og 2021. Það voru þessi lán sem ollu mestu verðhækkunum á fasteignaverði á þessum tíma. Síðan um mitt ár 2022 hafa lánveitingar þeirra til fyrirtækja svo aukist verulega með tilheyrandi verðbólguþrýstingi. Halli á ríkissjóði Við höfum að sjálfsögðu séð þetta áður. Á 8. og 9. áratugum síðustu aldar var mikil verðbólga á Íslandi. Sú verðbólga var ekki drifin áfram af hallarekstri á ríkissjóði heldur mun frekar af lánveitingum banka til heimila og fyrirtækja. Þegar dró úr lánveitingunum dró úr verðbólguþrýstingi. Auðvelt er að sjá samhengið þar á milli á mynd (sjá þessa grein). Íslenskt hagkerfi í dag er undir miklum þrýstingi frá eftirspurnarhliðinni. Lánveitingar banka eru of miklar og hallinn á ríkissjóði er of stór m.v. getu framboðshliðarinnar til þess að framleiða allt það sem eftirspurn er eftir. Seðlabankinn hefur reynt að leysa þetta ójafnvægi með því að hækka vexti en áhrifin hafa verið dauf, m.a. því fyrirtæki á Íslandi starfa á fákeppnismarkaði og geta þeirra til þess að velta kostnaðarauka yfir í verðlag er mikil. Vaxtahækkanir hafa lítil áhrif í þessu umhverfi. Verðtrygging á lánum til heimila dregur svo enn frekar úr getu Seðlabankans til þess að hafa áhrif á eftirspurnarhliðina með vaxtabreytingum því vaxtabreytingar hafa lítil áhrif á greiðsluflæði verðtryggðra lána. Vilji Seðlabankinn ná betri tökum á eftirspurnarhliðinni verður hann að draga úr útlánum banka til heimila og fyrirtækja með öðrum tólum en vaxtahækkunum. Eitt slíkt tól eru þjóðhagsvarúðartæki. Því tóli beitir hann nú þegar í tilviki fasteignalána: hámark veðsetningarhlutfalls er almennt 80% af markaðsverði fasteignar og hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur lántaka er 35% af ráðstöfunartekjum. Þetta tól takmarkar lánaframboð til íbúðakaupa án þess að hækka vexti. Svipaðar reglur þarf að þróa þegar kemur að fyrirtækjalánum: í stað þess að hækka vexti getur Seðlabankinn takmarkað lánaframboð banka til fyrirtækja og dregið þar með úr verðbólguþrýstingi. Lán banka sem fjármagna fjárfestingu fyrirtækja, t.d. íbúðabyggingar hjá verktökum, geta verið undanskilin einmitt til þess að ýta undir aukna framleiðslugetu í hagkerfinu sem dregur úr verðbólguþrýstingi. Alþingi þarf að sjá til þess á sama tíma að lagaramminn leyfi Seðlabankanum að gera þetta, ellegar er Alþingi einfaldlega að takmarka vopnabúr Seðlabankans í baráttu hans við verðbólgu. Alþingi getur þá síðar meir ekki skammað Seðlabankann fyrir að ná ekki verðbólgumarkmiðinu, því Alþingi þarf að sjá til þess að hann hafi þau vopn sem Alþingi getur fært honum. Ef lánaframboð banka er ekki takmarkað með þessum eða viðlíka hætti eru miklar líkur á að vaxtahækkanir Seðlabankans verði meiri en ella og verðbólga hærri en ella. Það er því til margs að vinna. Höfundur er hagfræðingur.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun