Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 09:54 Einhverjir stórnotendur á Íslandi hafa haldið því fram að þeir noti græna orku aðeins á þeim grundvelli að þeir hafi starfsemi hér á landi þar sem nær öll raforka er framleidd með endurnýjanlegum hætti. Kaupa þarf upprunaábyrgðir til þess að setja fram slíkar fullyrðingar. Vísir/Vilhelm Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. AIB, samtök útgefanda upprunaábyrgða, segja í tilkynningu á vefsíðu sinni að þeim hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi væri tvítalin í nóvember. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir. Þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þær orku verið fluttar úr landi. Stjórn AIB ákvað í kjölfarið að stöðva allan útflutning á íslenskum upprunaábyrgðum tímabundið. Landsnet sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. AIB segist ætla að hjálpa fyrirtækinu að leysa úr flækjunni, tryggja hagsmuni Íslands og styrkja upprunaábyrgðakerfið. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Ekki er tekið fram í tilkynningu AIB hvaða fyrirtæki eru talin hafa brotið reglurnar. Tíu fyrirtæki eru skilgreind sem stórnotendur á vefsíðu Landsnets. Þau eru álverin þrjú, tvö kísilver, fjögur gagnaver og aflþynnuverksmiðja. Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út á Íslandi frá 2012. Viðskipti með þær velta nú milljörðum á hverju ári. Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh). Einar Einarsson, forstöðumaður á skrifstofu forstjóra Landsnets, segir að viðskipti með upprunaábyrgðir haldi áfram innanlands þrátt fyrir ákvörðun AIB. Það sé aðeins útflutningur á upprunaábyrgðunum sem sé stöðvaður tímabundið. Ekki liggur fyrir hversu lengi úttekt samtakanna taki. Landsvirkjun áætlar að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og um þessar mundir. „Það eru vissulega miklir hagsmunir í húfi. Ég geri ráð fyrir að menn reyni að vinna hratt í þessu,“ segir Einar við Vísi. Loftslagsmál Orkumál Evrópusambandið Stóriðja Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
AIB, samtök útgefanda upprunaábyrgða, segja í tilkynningu á vefsíðu sinni að þeim hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi væri tvítalin í nóvember. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir. Þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þær orku verið fluttar úr landi. Stjórn AIB ákvað í kjölfarið að stöðva allan útflutning á íslenskum upprunaábyrgðum tímabundið. Landsnet sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. AIB segist ætla að hjálpa fyrirtækinu að leysa úr flækjunni, tryggja hagsmuni Íslands og styrkja upprunaábyrgðakerfið. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Ekki er tekið fram í tilkynningu AIB hvaða fyrirtæki eru talin hafa brotið reglurnar. Tíu fyrirtæki eru skilgreind sem stórnotendur á vefsíðu Landsnets. Þau eru álverin þrjú, tvö kísilver, fjögur gagnaver og aflþynnuverksmiðja. Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út á Íslandi frá 2012. Viðskipti með þær velta nú milljörðum á hverju ári. Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh). Einar Einarsson, forstöðumaður á skrifstofu forstjóra Landsnets, segir að viðskipti með upprunaábyrgðir haldi áfram innanlands þrátt fyrir ákvörðun AIB. Það sé aðeins útflutningur á upprunaábyrgðunum sem sé stöðvaður tímabundið. Ekki liggur fyrir hversu lengi úttekt samtakanna taki. Landsvirkjun áætlar að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og um þessar mundir. „Það eru vissulega miklir hagsmunir í húfi. Ég geri ráð fyrir að menn reyni að vinna hratt í þessu,“ segir Einar við Vísi.
Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út á Íslandi frá 2012. Viðskipti með þær velta nú milljörðum á hverju ári. Framleiðendur raforku selja skírteini til notenda raforku annað hvort beint eða á markaði. Framleiðendur geta flutt skírteini út og selt til erlendra notenda. Ef innlendur notandi vill að sú orka sem hann hefur notað sé vottuð græn þá afskráir hann skírteini sem samsvara því orku magni þ.e. eitt skírteini á móti einni megawattstund (1 MWh).
Loftslagsmál Orkumál Evrópusambandið Stóriðja Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira