Hafa ekki náð tali af ungmennunum í tengslum við brunann Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. maí 2023 10:43 Skúli Jónsson væntir þess að fá einhver svör varðandi eldsupptök brunans í Hafnarfirði síðar í dag. Tv: Vísir/Arnar. Th: Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki náð tali af fjórum ungmennum í tengslum við bruna í Drafnarslippnum í Hafnarfirði á mánudagskvöld. Frumniðurstöðu úr rannsókn tæknideildar á tildrögum eldsins er að vænta síðar í dag. Lögregla sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem óskað var eftir að ná tali af fjórum ungmennum sem voru á ferli við Drafnarslippinn um klukkan 17:00 á mánudag. Í samtali við fréttastofu segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, að ungmennin hafi ekki gefið sig fram og engar ábendingar hafi borist. Lögregla sé engu nær. Húsið er gjörónýtt eftir brunann en allt tiltækt lið slökkviliðsins var að störfum á mánudagskvöld.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort að ungmennin væru grunuð um að hafa eitthvað með eldsupptök að gera segir Skúli ekki hægt að segja til um það. „Þau voru þarna um fimmleytið, og eldsins verður vart þremur og hálfum tíma síðar. Við þurfum bara að ná tali af þeim.“ Þá segir Skúli að ekki sé komin nein niðurstaða frá tæknideild lögreglunnar sem vann að rannsókn málsins í gær, en að einhver mynd ætti að skýrast síðar í dag. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út á mánudagskvöld enda var strax ljóst að eldurinn væri gríðarlega umfangsmikill. Eitt ungmennanna sem lögregla vill ná tali af er talið vera með sítt, rautt hár og annað var á hjóli, en frekari vitneskja um þau liggur ekki fyrir. Hafnarfjörður Slökkvilið Bruni í Drafnarslipp Lögreglumál Tengdar fréttir Kviknaði í húsi sama eiganda í höfninni fyrir fjórum árum Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum. 2. maí 2023 14:32 Húsið rústir einar Mikinn svartan reyk lagði upp frá húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Þegar slökkvilið mætti á vettvang var húsið þegar alelda. Húsið brann til kaldra kola og verður það rifið á næstunni. Eftir standa rústirnar einar. 2. maí 2023 13:30 Stórbruni í Hafnarfirði: „Engu bjargað sem hægt er að bjarga þarna“ Mikill eldur er nú í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn í Skipalóni. Sést reykmökkurinn vel úr fjarlægð meðal annars úr Urriðaholti í Garðabænum. Húsið hefur staðið autt í þó nokkurn tíma og stóð til að rífa það. 1. maí 2023 20:41 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Lögregla sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem óskað var eftir að ná tali af fjórum ungmennum sem voru á ferli við Drafnarslippinn um klukkan 17:00 á mánudag. Í samtali við fréttastofu segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, að ungmennin hafi ekki gefið sig fram og engar ábendingar hafi borist. Lögregla sé engu nær. Húsið er gjörónýtt eftir brunann en allt tiltækt lið slökkviliðsins var að störfum á mánudagskvöld.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort að ungmennin væru grunuð um að hafa eitthvað með eldsupptök að gera segir Skúli ekki hægt að segja til um það. „Þau voru þarna um fimmleytið, og eldsins verður vart þremur og hálfum tíma síðar. Við þurfum bara að ná tali af þeim.“ Þá segir Skúli að ekki sé komin nein niðurstaða frá tæknideild lögreglunnar sem vann að rannsókn málsins í gær, en að einhver mynd ætti að skýrast síðar í dag. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út á mánudagskvöld enda var strax ljóst að eldurinn væri gríðarlega umfangsmikill. Eitt ungmennanna sem lögregla vill ná tali af er talið vera með sítt, rautt hár og annað var á hjóli, en frekari vitneskja um þau liggur ekki fyrir.
Hafnarfjörður Slökkvilið Bruni í Drafnarslipp Lögreglumál Tengdar fréttir Kviknaði í húsi sama eiganda í höfninni fyrir fjórum árum Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum. 2. maí 2023 14:32 Húsið rústir einar Mikinn svartan reyk lagði upp frá húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Þegar slökkvilið mætti á vettvang var húsið þegar alelda. Húsið brann til kaldra kola og verður það rifið á næstunni. Eftir standa rústirnar einar. 2. maí 2023 13:30 Stórbruni í Hafnarfirði: „Engu bjargað sem hægt er að bjarga þarna“ Mikill eldur er nú í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn í Skipalóni. Sést reykmökkurinn vel úr fjarlægð meðal annars úr Urriðaholti í Garðabænum. Húsið hefur staðið autt í þó nokkurn tíma og stóð til að rífa það. 1. maí 2023 20:41 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Kviknaði í húsi sama eiganda í höfninni fyrir fjórum árum Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum. 2. maí 2023 14:32
Húsið rústir einar Mikinn svartan reyk lagði upp frá húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Þegar slökkvilið mætti á vettvang var húsið þegar alelda. Húsið brann til kaldra kola og verður það rifið á næstunni. Eftir standa rústirnar einar. 2. maí 2023 13:30
Stórbruni í Hafnarfirði: „Engu bjargað sem hægt er að bjarga þarna“ Mikill eldur er nú í gamla slippnum við Hafnarfjarðarhöfn í Skipalóni. Sést reykmökkurinn vel úr fjarlægð meðal annars úr Urriðaholti í Garðabænum. Húsið hefur staðið autt í þó nokkurn tíma og stóð til að rífa það. 1. maí 2023 20:41