Handtekni blaðamaðurinn dæmdur í átta ára fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2023 13:27 Roman Prótasevits var handtekinn í flugvél Ryanair í maí 2021. Vísir/EPA Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur og blaðamaður, sem var handtekinn eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda í Minsk, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Hann mun afplána dóm sinn í fangabúðum. Handtaka Romans Protasevich vakti heimsathygli þegar flugvél Ryanair, sem hann var um borð í og var á leið frá Aþenu til Litháen, var látin lenda í Hvíta-Rússlandi 23. maí 2021. Hann og kærasta hans Sofía Sapega voru handtekin um borð í vélinni. Protasevich var eftirlýstur vegna mótmæla sem hann skipulagði gegn Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Frá handtöku þeirra hafa stjórnvöld birt myndbönd af parinu þar sem þau játa á sig meinta glæpi. Marga grunar að parið hafi verið neytt til að lesa upp yfirlýsingarnar. Í viðtali hrósaði Protasevich til að mynda Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans og sagðist hafa haft ranga skoðun á forsetanum. Mál Protasevich varð til þess að hvítrússneskum flugfélögum var bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands. Það bann er enn í gildi. Þá var gripið til harðra viðskipta- og efnahagsþvingana gegn landinu. Lúkasjenka hefur setið á forsetastóli í Hvíta-Rússlandi frá árinu 1994 og eru vísbendingar um að Lúkasjenka og stuðningsmenn hans hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að tryggja að hann héldi völdum þegar forsetakosningar voru haldnar árið 2020. Ítarleg umfjöllun Vísis um forsetakosningarnar, aðdraganda þeirra og það sem fylgdi á eftir má lesa hér: Protasevich var í dag sakfelldur af héraðsdómi í Minsk fyrir ýmsa glæpi í tengslum við störf hans sem blaðamaður og ristjóri Nexta, fréttarásar á samfélagsmiðlinum Discord, sem var mjög gagnrýnin á stjórn Lúkasjenka. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var að skipuleggja fjöldamótmæli og óeirðir, fyrir að tala fyrir viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi, fyrir að stofna og leiða öfgasamtök og fyrir að skipuleggja valdarán. Sofía Sapega, kærasta Protasevich, var í maí í fyrra sakfelld fyrir að stuðla að óeiningu og var dæmd í sex ára fangelsi fyrir. Þá var Stepan Putilo, sem stofnaði Nexta með Protasevich á sínum tíma, dæmdur í tuttugu ára fangelsi í gær. Putilo er þó í útlegð í Póllandi. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Handtaka Romans Protasevich vakti heimsathygli þegar flugvél Ryanair, sem hann var um borð í og var á leið frá Aþenu til Litháen, var látin lenda í Hvíta-Rússlandi 23. maí 2021. Hann og kærasta hans Sofía Sapega voru handtekin um borð í vélinni. Protasevich var eftirlýstur vegna mótmæla sem hann skipulagði gegn Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Frá handtöku þeirra hafa stjórnvöld birt myndbönd af parinu þar sem þau játa á sig meinta glæpi. Marga grunar að parið hafi verið neytt til að lesa upp yfirlýsingarnar. Í viðtali hrósaði Protasevich til að mynda Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans og sagðist hafa haft ranga skoðun á forsetanum. Mál Protasevich varð til þess að hvítrússneskum flugfélögum var bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands. Það bann er enn í gildi. Þá var gripið til harðra viðskipta- og efnahagsþvingana gegn landinu. Lúkasjenka hefur setið á forsetastóli í Hvíta-Rússlandi frá árinu 1994 og eru vísbendingar um að Lúkasjenka og stuðningsmenn hans hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að tryggja að hann héldi völdum þegar forsetakosningar voru haldnar árið 2020. Ítarleg umfjöllun Vísis um forsetakosningarnar, aðdraganda þeirra og það sem fylgdi á eftir má lesa hér: Protasevich var í dag sakfelldur af héraðsdómi í Minsk fyrir ýmsa glæpi í tengslum við störf hans sem blaðamaður og ristjóri Nexta, fréttarásar á samfélagsmiðlinum Discord, sem var mjög gagnrýnin á stjórn Lúkasjenka. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var að skipuleggja fjöldamótmæli og óeirðir, fyrir að tala fyrir viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi, fyrir að stofna og leiða öfgasamtök og fyrir að skipuleggja valdarán. Sofía Sapega, kærasta Protasevich, var í maí í fyrra sakfelld fyrir að stuðla að óeiningu og var dæmd í sex ára fangelsi fyrir. Þá var Stepan Putilo, sem stofnaði Nexta með Protasevich á sínum tíma, dæmdur í tuttugu ára fangelsi í gær. Putilo er þó í útlegð í Póllandi.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53
Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02
Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21