„Almennt er mjög mikil ánægja með þetta“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. maí 2023 21:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, ásamt plakatinu. Vísir/Sigurjón Veggspjöld um kynheilbrigði voru fjarlægð af veggjum grunnskóla í Kópavogi að beiðni foreldra ungra nemenda. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg sér ekkert slæmt við það að yngri börn geti kynnt sér efnið á spjöldunum. Plakatið var hannað og hengt upp í grunnskólum landsins vegna kynheilbrigðisátaksins Vika6 sem haldin er sjöttu viku hvers árs. Á plakatinu er meðal annars rætt um nánd, að setja sér mörk og að stunda ekki kynlíf fyrr en þú ert tilbúinn til þess. Plakatið er sérstaklega ætlað börnum á unglingastigi en í Smáraskóla í Kópavogi læddust tvö plaköt á veggi matsalsins þar sem allir árgangar borða hádegismat. Móðir barns við skólann óskaði, ásamt fleirum, eftir því að þau yrðu fjarlægð og voru þau færð yfir í félagsmiðstöð sem staðsett er innan veggja skólans. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ var það gert vegna ábendinga um að efni þeirra hæfði ekki yngri börnum en ábendingar sem þessar hafa ekki borist áður. Umrætt plakat.Vísir/Sigurjón Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, sem sér um verkefnið, segir að þrátt fyrir að markhópur plakatsins séu unglingar þá sé alls ekki slæmt að yngri börn sjái það. „Ef yngri börn sjá plakötin, sem eru góðar líkur á, þá er þetta frábært tækifæri til þess að taka samtalið með þeim. Og hver er betri í því en starfsfólk í skóla og frístund. Þau eru fagfólk og við viljum að börn fái rétt, góð og upplýsandi svör. Þarna gefst bara mjög gott tækifæri til þess,“ segir Kolbrún. Hannað af unglingum borgarinnar Hún segir markmið átaksins vera að fanga allar hliðar kynheilbrigðis en til að byrja með voru það einungis skólar í Reykjavík sem tóku þátt í því. Nú hafa hins vegar skólar um allt land stokkið um borð. „Við erum að ýta undir kynheilbrigði líkamlega, andlega, félagslega og tilfinningalega og byggja góðan grunn og mótvægi við því sem börn fá annars staðar, til dæmis í klámi,“ segir Kolbrún. Ár hvert er nýtt plakat hannað en það eru unglingar í borginni sem ákveða þemað. Í ár var það kynlíf og kynferðisleg hegðun. Heilbrigð samskipti „Kynfræðsla fyrir yngri börn er bara grunnur. Við erum ekki að tala við börn á sama hátt og við unglinga en við erum að leggja þennan mikilvæga grunn um heilbrigð samskipti, virðingu, setja sér mörk, um að þekkja líkamann sinn. Líkamar eru alls konar og fjölskyldur eru alls konar. Við erum bara að byrja þetta ferli sem við byggjum svo jafnt og þétt ofan á. Þannig það er gott að svara börnum og veita góð og rétt svör. Um leið og barn hefur aðgengi að snjalltæki getur það fengið mjög misvísandi skilaboð sem eru misgóð,“ segir Kolbrún. Þá sé gagnrýni vegna átaksins óvenjuleg. „Það hafa einhverjir haft áhyggjur en það eru mjög fáir. Almennt er mjög mikil ánægja með þetta, hjá börnum, foreldrum og starfsfólki,“ segir Kolbrún. Klám Kynlíf Reykjavík Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Plakatið var hannað og hengt upp í grunnskólum landsins vegna kynheilbrigðisátaksins Vika6 sem haldin er sjöttu viku hvers árs. Á plakatinu er meðal annars rætt um nánd, að setja sér mörk og að stunda ekki kynlíf fyrr en þú ert tilbúinn til þess. Plakatið er sérstaklega ætlað börnum á unglingastigi en í Smáraskóla í Kópavogi læddust tvö plaköt á veggi matsalsins þar sem allir árgangar borða hádegismat. Móðir barns við skólann óskaði, ásamt fleirum, eftir því að þau yrðu fjarlægð og voru þau færð yfir í félagsmiðstöð sem staðsett er innan veggja skólans. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ var það gert vegna ábendinga um að efni þeirra hæfði ekki yngri börnum en ábendingar sem þessar hafa ekki borist áður. Umrætt plakat.Vísir/Sigurjón Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, sem sér um verkefnið, segir að þrátt fyrir að markhópur plakatsins séu unglingar þá sé alls ekki slæmt að yngri börn sjái það. „Ef yngri börn sjá plakötin, sem eru góðar líkur á, þá er þetta frábært tækifæri til þess að taka samtalið með þeim. Og hver er betri í því en starfsfólk í skóla og frístund. Þau eru fagfólk og við viljum að börn fái rétt, góð og upplýsandi svör. Þarna gefst bara mjög gott tækifæri til þess,“ segir Kolbrún. Hannað af unglingum borgarinnar Hún segir markmið átaksins vera að fanga allar hliðar kynheilbrigðis en til að byrja með voru það einungis skólar í Reykjavík sem tóku þátt í því. Nú hafa hins vegar skólar um allt land stokkið um borð. „Við erum að ýta undir kynheilbrigði líkamlega, andlega, félagslega og tilfinningalega og byggja góðan grunn og mótvægi við því sem börn fá annars staðar, til dæmis í klámi,“ segir Kolbrún. Ár hvert er nýtt plakat hannað en það eru unglingar í borginni sem ákveða þemað. Í ár var það kynlíf og kynferðisleg hegðun. Heilbrigð samskipti „Kynfræðsla fyrir yngri börn er bara grunnur. Við erum ekki að tala við börn á sama hátt og við unglinga en við erum að leggja þennan mikilvæga grunn um heilbrigð samskipti, virðingu, setja sér mörk, um að þekkja líkamann sinn. Líkamar eru alls konar og fjölskyldur eru alls konar. Við erum bara að byrja þetta ferli sem við byggjum svo jafnt og þétt ofan á. Þannig það er gott að svara börnum og veita góð og rétt svör. Um leið og barn hefur aðgengi að snjalltæki getur það fengið mjög misvísandi skilaboð sem eru misgóð,“ segir Kolbrún. Þá sé gagnrýni vegna átaksins óvenjuleg. „Það hafa einhverjir haft áhyggjur en það eru mjög fáir. Almennt er mjög mikil ánægja með þetta, hjá börnum, foreldrum og starfsfólki,“ segir Kolbrún.
Klám Kynlíf Reykjavík Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira