Hætti við að selja húsið og ætlar að lifa bíllausum lífsstíl Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 14:50 Sigmar Vilhjálmsson segir að um samfélagslega tilraun verði að ræða. Vísir/Vilhelm Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, ætlar að lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segist nýbyrjaður að skoða hjól og kveðst spenntur fyrir því sem hann kallar áhugaverða samfélagstilraun. Simmi kynnti áform sín fyrir fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter nú síðdegis. „Maður þarf vist að kynna ser málin áður en maður rífur kjaft. Ég tek áskorun um að vera bíllaus í sumar (90%),“ skrifar athafnamaðurinn á miðlinum. „Ég hef legið undir ámæli fyrir það að vera svo mikill talsmaður bílsins og hef iðullega aðeins fett fingur út í þröngsýnt fólk sem heldur því fram að það sé bara hægt að komast af á hjóli,“ segir Simmi í samtali við Vísi. Yo Haters! Maður þarf vist að kynna ser málin áður en maður rífur kjaft. Ég tek áskorun um að vera bíllaus í sumar (90%). Ætla að lifa hjólreiðalífstíl, Mosó - Skútuvogur í vinnuna. Er þetta raunhæft? Verður lífið ok? Verð ég einn á stígunum? Mörg svör fást í þessari áskorun.— Simmi Vil (@simmivil) May 4, 2023 Snýst um að skipuleggja daginn „Verandi einstæður faðir að þá hugsaði ég með mér að þetta gæti verið skemmtileg prufa. Svo sjáum við til hversu lengi hún endist.“ Hann segist enn vera að leita sér að hjóli í verkefnið. Simmi býr dýpst í Mosfellsbænum, í Leirvogstungu og vinnur í Skútuvoginum þar sem Mínigarðurinn hefur aðsetur. „Yngsti drengurinn er kominn með bílpróf þannig að það verður ekki vesenið, heldur er þetta meira spurning um að breyta innkaupunum, panta á netinu, skipuleggja daginn betur í bakpokann og hvernig maður verður klæddur í vinnuna þann daginn.“ Ætlar að taka út reiðhjólastígana Simmi segist vera spenntur fyrir áskoruninni og segist ætla að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með. Hann er einmitt þekktur fyrir líflegar færslur á þeim miðli. „Ég mun taka út reiðhjólastígana og sjá hvort það sé réttlætanleg notkun á þessum stígum miðað við framkvæmdakostnaðinn á þeim. Það er mikil samfélagsrýni í þessu fólgin, fyrir utan það að mér veitir ekkert af þessari hreyfingu heldur.“ Tók húsið af sölu „Stóra fréttin er að ég tók húsið mitt meira að segja af sölu. Ég hætti við að selja. Fyrir utan það að það selst ekkert þá var ég með augastað á annarri eign í bænum. Þannig að ég verð bara þarna í sveitinni.“ Hugmyndin hafi verið að kaupa annað hús og gera það upp. „En svo fór það og þá er þetta bara svona. Þannig jú, þetta er löng vegalengd. Ég er sveitamaður, úr sveit og bý í sveit,“ segir Simmi léttur í bragði. Samgöngur Mosfellsbær Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Simmi kynnti áform sín fyrir fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter nú síðdegis. „Maður þarf vist að kynna ser málin áður en maður rífur kjaft. Ég tek áskorun um að vera bíllaus í sumar (90%),“ skrifar athafnamaðurinn á miðlinum. „Ég hef legið undir ámæli fyrir það að vera svo mikill talsmaður bílsins og hef iðullega aðeins fett fingur út í þröngsýnt fólk sem heldur því fram að það sé bara hægt að komast af á hjóli,“ segir Simmi í samtali við Vísi. Yo Haters! Maður þarf vist að kynna ser málin áður en maður rífur kjaft. Ég tek áskorun um að vera bíllaus í sumar (90%). Ætla að lifa hjólreiðalífstíl, Mosó - Skútuvogur í vinnuna. Er þetta raunhæft? Verður lífið ok? Verð ég einn á stígunum? Mörg svör fást í þessari áskorun.— Simmi Vil (@simmivil) May 4, 2023 Snýst um að skipuleggja daginn „Verandi einstæður faðir að þá hugsaði ég með mér að þetta gæti verið skemmtileg prufa. Svo sjáum við til hversu lengi hún endist.“ Hann segist enn vera að leita sér að hjóli í verkefnið. Simmi býr dýpst í Mosfellsbænum, í Leirvogstungu og vinnur í Skútuvoginum þar sem Mínigarðurinn hefur aðsetur. „Yngsti drengurinn er kominn með bílpróf þannig að það verður ekki vesenið, heldur er þetta meira spurning um að breyta innkaupunum, panta á netinu, skipuleggja daginn betur í bakpokann og hvernig maður verður klæddur í vinnuna þann daginn.“ Ætlar að taka út reiðhjólastígana Simmi segist vera spenntur fyrir áskoruninni og segist ætla að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með. Hann er einmitt þekktur fyrir líflegar færslur á þeim miðli. „Ég mun taka út reiðhjólastígana og sjá hvort það sé réttlætanleg notkun á þessum stígum miðað við framkvæmdakostnaðinn á þeim. Það er mikil samfélagsrýni í þessu fólgin, fyrir utan það að mér veitir ekkert af þessari hreyfingu heldur.“ Tók húsið af sölu „Stóra fréttin er að ég tók húsið mitt meira að segja af sölu. Ég hætti við að selja. Fyrir utan það að það selst ekkert þá var ég með augastað á annarri eign í bænum. Þannig að ég verð bara þarna í sveitinni.“ Hugmyndin hafi verið að kaupa annað hús og gera það upp. „En svo fór það og þá er þetta bara svona. Þannig jú, þetta er löng vegalengd. Ég er sveitamaður, úr sveit og bý í sveit,“ segir Simmi léttur í bragði.
Samgöngur Mosfellsbær Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira