„Ég er dauðafrír þarna!“ Jón Már Ferro skrifar 4. maí 2023 22:21 Birnir Snær Ingason hefur farið vel af stað í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét Birnir Snær Ingason, sóknarmaður Víkinga, hefur byrjað tímabilið frábærlega í Bestu deildinni. Í kvöld lagði hann upp þrjú mörk og gaf lykilsendinguna í einu markinu í 4-1 sigri Víkinga gegn Keflavík. „Það er margt búið að breytast. Ég er orðin mikið duglegri varnarlega og ég er kominn betur inn í hlutina. Munurinn frá því í fyrra er sjálfstraustið og hausinn. Ég ákvað að leggja meira á mig. Þá kemur sjálfstraustið,“ sagði Birnir. Birnir fékk oft á tíðum stöðuna einn á móti einum úti á vinstri kantinum. Fyrir utan stoðsendingarnar þá skapaði hann oft mikla hættu. Hann átti til að mynda skot sem fór rétt fram hjá skeytunum. „Það er veisla að fá allar þessar stöður. Þetta var geggjaður sigur að vinna þetta 4-1 en mér fannst við getað skorað fleiri mörk. Það svíður aðeins að hafa ekki skorað sjálfur.“ Í kjölfarið lét hann Loga Tómasson, liðsfélaga sinn, heyra það. Logi stóð fyrir aftan myndavélina en gat ekki svarað fyrir sig. „Logi af hverju gafstu ekki oftar á mig? Ég er dauðafrír þarna!“ Víkingar hafa skorað tólf mörk í fyrstu fimm leikjunum og hafa einungis fengið á sig eitt mark. „Við leggjum upp með að fylla vítateiginn vel. Eins og þetta hefur spilast hefur þetta verið mjög sannfærandi,“ sagði Birnir. Víkingur fékk loksins á sig mark í deildinni. Marley Blair tók skot utan teigs. Ingvar Jónsson var sigraður í fyrsta skiptið í sumar. Skotið var ekki alveg út við stöng og hefði markmaður Víkinga eflaust viljað gera betur. „Þetta var skítamark sem við fáum á okkur. Þetta var alveg óverjandi,“ sagði Birnir. Birnir er að læra fatahönnun og hefur mikinn áhuga á þeim geira. Það styttist í næstu fatalínu frá kappanum ef marka má orð hans. „Coming real soon!“ sagði Birnir hlægjandi. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
„Það er margt búið að breytast. Ég er orðin mikið duglegri varnarlega og ég er kominn betur inn í hlutina. Munurinn frá því í fyrra er sjálfstraustið og hausinn. Ég ákvað að leggja meira á mig. Þá kemur sjálfstraustið,“ sagði Birnir. Birnir fékk oft á tíðum stöðuna einn á móti einum úti á vinstri kantinum. Fyrir utan stoðsendingarnar þá skapaði hann oft mikla hættu. Hann átti til að mynda skot sem fór rétt fram hjá skeytunum. „Það er veisla að fá allar þessar stöður. Þetta var geggjaður sigur að vinna þetta 4-1 en mér fannst við getað skorað fleiri mörk. Það svíður aðeins að hafa ekki skorað sjálfur.“ Í kjölfarið lét hann Loga Tómasson, liðsfélaga sinn, heyra það. Logi stóð fyrir aftan myndavélina en gat ekki svarað fyrir sig. „Logi af hverju gafstu ekki oftar á mig? Ég er dauðafrír þarna!“ Víkingar hafa skorað tólf mörk í fyrstu fimm leikjunum og hafa einungis fengið á sig eitt mark. „Við leggjum upp með að fylla vítateiginn vel. Eins og þetta hefur spilast hefur þetta verið mjög sannfærandi,“ sagði Birnir. Víkingur fékk loksins á sig mark í deildinni. Marley Blair tók skot utan teigs. Ingvar Jónsson var sigraður í fyrsta skiptið í sumar. Skotið var ekki alveg út við stöng og hefði markmaður Víkinga eflaust viljað gera betur. „Þetta var skítamark sem við fáum á okkur. Þetta var alveg óverjandi,“ sagði Birnir. Birnir er að læra fatahönnun og hefur mikinn áhuga á þeim geira. Það styttist í næstu fatalínu frá kappanum ef marka má orð hans. „Coming real soon!“ sagði Birnir hlægjandi.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17