Skólayfirvöld í Flint banna bakpoka í skólum vegna skotárása Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. maí 2023 09:17 Í Texas voru nemendur skikkaðir til að koma með glæra bakpoka í skólann í kjölfar skotárásarinnar í Robb Elementary School í maí í fyrra. 21 lést í árásinni. Getty/Brandon Bell Skólayfirvöld í Flint í Michigan í Bandaríkjunum hafa ákveðið að banna bakpoka í skólum til að koma í veg fyrir að nemendur komi með vopn eða aðra bannaða hluti í skólann. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að loka þurfti Southwestern Classical Academy í tvo daga í kjölfar öryggisógnar og ítrekaðra skotárása í skólum í Bandaríkjunum. Leitað var álits meðal foreldra, sem virðast hafa stutt ákvörðunina. Nemendum verður heimilt að koma með nestisbox í skólann og bera nett veski til að geyma persónulega hluti. Þeir verða að nota glæra poka undir íþróttafatnað. Starfsmönnum skólans verður heimilt að leita á nemendum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skólayfirvöld í Bandaríkjunum grípa til aðgerða af þessu tagi til að freista þess að koma í veg fyrir ofbeldisverk innan veggja skólanna. Í öðru skólahverfi skammt frá Flint voru nemendur til að mynda skikkaðir til að nota glæra bakpoka eftir að nemandi skaut fjóra samnemendur sína. Í Flint hafa mörg atvik komið upp á þessu ári þar sem nemendur hafa mætt með vopn í skólann. Þá hefur nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum verið hótað. Washington Post hefur eftir David Riedman, stofnanda K-12 School Shooting Database, að áhyggjur skólayfirvalda í Flint eigi sér stoð í tölfræðinni. Ofbeldi þar sem byssur koma við sögu hafi aukist frá 2018 og endurspegli aukið byssuofbeldi á landsvísu. Í flestum tilvikum sé um að ræða atvik þar sem deilur magnast þar til einhver dregur upp skotvopn, sem Riedman segir vísbendingu um aukinn vopnaburð ungmenna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að loka þurfti Southwestern Classical Academy í tvo daga í kjölfar öryggisógnar og ítrekaðra skotárása í skólum í Bandaríkjunum. Leitað var álits meðal foreldra, sem virðast hafa stutt ákvörðunina. Nemendum verður heimilt að koma með nestisbox í skólann og bera nett veski til að geyma persónulega hluti. Þeir verða að nota glæra poka undir íþróttafatnað. Starfsmönnum skólans verður heimilt að leita á nemendum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skólayfirvöld í Bandaríkjunum grípa til aðgerða af þessu tagi til að freista þess að koma í veg fyrir ofbeldisverk innan veggja skólanna. Í öðru skólahverfi skammt frá Flint voru nemendur til að mynda skikkaðir til að nota glæra bakpoka eftir að nemandi skaut fjóra samnemendur sína. Í Flint hafa mörg atvik komið upp á þessu ári þar sem nemendur hafa mætt með vopn í skólann. Þá hefur nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum verið hótað. Washington Post hefur eftir David Riedman, stofnanda K-12 School Shooting Database, að áhyggjur skólayfirvalda í Flint eigi sér stoð í tölfræðinni. Ofbeldi þar sem byssur koma við sögu hafi aukist frá 2018 og endurspegli aukið byssuofbeldi á landsvísu. Í flestum tilvikum sé um að ræða atvik þar sem deilur magnast þar til einhver dregur upp skotvopn, sem Riedman segir vísbendingu um aukinn vopnaburð ungmenna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira