Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2023 10:24 Clarence Thomas, hæstaréttardómari, og Virginia „Ginni“ Thomas, eiginkona hans. Hún er fyrirferðamikil í stjórnmálastarfi bandarískra íhaldsmanna. Vísir/Getty Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. Virginia „Ginni“ Thomas er eiginkona Clarence Thomas, íhaldssamasta dómarans við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hún starfaði áður fyrir repúblikana á Bandaríkjaþingi og hefur verið virk í stjórnmálastarfi um árabil. Eftir forsetakosningarnar árið 2020 var hún á meðal þeirra íhaldsmanna sem vildu snúa úrslitunum við á grundvelli rakalausra ásakana Donalds Trump um stórfelld kosningasvik. Washington Post greinir frá því að Leonard Leo, einn helsti forkólfur samtaka íhaldsmanna sem vinna að því að fá íhaldssama dómara skipaða við hæstarétt, hafi gefið sérstakar skipanir um að greiðslum til Ginni Thomas yrði leynt fyrir rúmum áratug. Leo hafi skipað Kellyanne Conway, skoðanakönnuði fyrir Repúblikanaflokkinn og síðar ráðgjafa Trump forseta, að rukka Judicial Education Project, félagasamtök sem hann starfaði fyrir, og nota féð til að greiða Thomas í janúar árið 2012. Hann bað Conway um að gefa Thomas „aðra 25 þúsund dollara“. Leo lagði sérstaka áherslu á að „Ekki minnast neitt á Ginni, auðvitað“ í bókhaldsfærslum um greiðslurnar. Verndar friðhelgi einkalífs dómarahjónanna Gögn sem blaðið hefur undir höndum bendir til þess að félag Conway hafi greitt félagi Thomas 80.000 dollara, jafnvirði tæpra ellefu milljóna króna á milli 2011 og 2012. Sama ár og Leo lét greiða Thomas á laun lagði Judicial Education Project fram greinargerð til hæstaréttarins í stóru máli um kosningarétt sem hafði afdrifamiklar afleiðingar. Álit Thomas í málinu var í samræmi við greinargerð samtakanna en hann vitnaði ekki til hennar sérstaklega. Íhaldsmenn við réttinn felldu úr gildi lög sem voru upphaflega sett til þess að verja kosningarétt svartra í suðurríkjunum. Lögin höfðu skyldað ákveðin ríki til þess að fá leyfi frá alríkisstjórninni fyrir því að breytinga kosningalögum sínum og framkvæmd kosninga. Leo heldur því fram að störfin sem Thomas fékk greitt fyrir hafi ekkert tengst málum hæstaréttarins, Hann hafi alltaf reynt að gæta friðhelgi einkalífs Thomas-hjónanna í ljósi þess hversu „dónalegt, meinfýsið og slúðurgjarnt“ fólk sé. Hann svaraði ekki spurningum um hvort hann hefði fengið Thomas frekari vinnu og hversu mikið hún hefði fengið greitt. Conway svaraði ekki fyrirspurnum Washington Post og ekki Thomas-hjónin heldur. Gat hvorki lúxusferða, fasteignakaupa né greiðslu á skólagjöldum Uppljóstranir bandaríska blaðsins koma fast á hæla umfjöllunar um fjárhagslegan ávinning Clarence Thomas sjálfs af sambandi hans við Harlan Crow, milljarðamæring frá Texas og stóran fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Rannsóknarblaðamenneskusamtökin Pro Publica upplýstu að Thomas hefði þegið nær árlegar lúxusferðir frá Crow um árabil. Crow hefði jafnframt keypt hús móður Thomas og lóð og leyft henni að búa þar áfram án þess að greiða leigu. Nú síðast greindi sami miðill frá því að Crow hefði greitt skólagjöld fyrir uppeldisson Thomas. Dómarinn gaf enga af þessum sporslum upp í opinberri hagsmunaskráningu sinni. Politico greindi einnig frá því nýlega að Neil Gorsuch, annar íhaldssamur dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, hefði selt hlut sinn í landareign til forstjóra stórrar lögmannsstofu sem rekur reglulega mál fyrir hæstarétti án þess að tilgreina kaupandann í sinni hagsmunaskráningu. Demókratar á Bandaríkjaþingi vilja að hæstirétturinn setji sér siðareglur og leggist í naflaskoðun um hvernig hann tekur á mögulegum hagsmunaárekstrum. Rétturinn hefur um árabil streist gegn slíkum þrýstingi. John Roberts, forseti hæstaréttarins, hafnaði nýlega boði um að koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar til þess að ræða siðamálin. Þess í stað sendi hann nefndinni yfirlýsingu sem allir dómararnir níu skrifuðu undir sem ítrekað í raun fyrri afstöðu þeirra að þeir réðu því í raun sjálfir hvort þeir lýstu sig vanhæfa í málum eða ekki. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33 Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. 26. apríl 2023 15:45 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Virginia „Ginni“ Thomas er eiginkona Clarence Thomas, íhaldssamasta dómarans við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hún starfaði áður fyrir repúblikana á Bandaríkjaþingi og hefur verið virk í stjórnmálastarfi um árabil. Eftir forsetakosningarnar árið 2020 var hún á meðal þeirra íhaldsmanna sem vildu snúa úrslitunum við á grundvelli rakalausra ásakana Donalds Trump um stórfelld kosningasvik. Washington Post greinir frá því að Leonard Leo, einn helsti forkólfur samtaka íhaldsmanna sem vinna að því að fá íhaldssama dómara skipaða við hæstarétt, hafi gefið sérstakar skipanir um að greiðslum til Ginni Thomas yrði leynt fyrir rúmum áratug. Leo hafi skipað Kellyanne Conway, skoðanakönnuði fyrir Repúblikanaflokkinn og síðar ráðgjafa Trump forseta, að rukka Judicial Education Project, félagasamtök sem hann starfaði fyrir, og nota féð til að greiða Thomas í janúar árið 2012. Hann bað Conway um að gefa Thomas „aðra 25 þúsund dollara“. Leo lagði sérstaka áherslu á að „Ekki minnast neitt á Ginni, auðvitað“ í bókhaldsfærslum um greiðslurnar. Verndar friðhelgi einkalífs dómarahjónanna Gögn sem blaðið hefur undir höndum bendir til þess að félag Conway hafi greitt félagi Thomas 80.000 dollara, jafnvirði tæpra ellefu milljóna króna á milli 2011 og 2012. Sama ár og Leo lét greiða Thomas á laun lagði Judicial Education Project fram greinargerð til hæstaréttarins í stóru máli um kosningarétt sem hafði afdrifamiklar afleiðingar. Álit Thomas í málinu var í samræmi við greinargerð samtakanna en hann vitnaði ekki til hennar sérstaklega. Íhaldsmenn við réttinn felldu úr gildi lög sem voru upphaflega sett til þess að verja kosningarétt svartra í suðurríkjunum. Lögin höfðu skyldað ákveðin ríki til þess að fá leyfi frá alríkisstjórninni fyrir því að breytinga kosningalögum sínum og framkvæmd kosninga. Leo heldur því fram að störfin sem Thomas fékk greitt fyrir hafi ekkert tengst málum hæstaréttarins, Hann hafi alltaf reynt að gæta friðhelgi einkalífs Thomas-hjónanna í ljósi þess hversu „dónalegt, meinfýsið og slúðurgjarnt“ fólk sé. Hann svaraði ekki spurningum um hvort hann hefði fengið Thomas frekari vinnu og hversu mikið hún hefði fengið greitt. Conway svaraði ekki fyrirspurnum Washington Post og ekki Thomas-hjónin heldur. Gat hvorki lúxusferða, fasteignakaupa né greiðslu á skólagjöldum Uppljóstranir bandaríska blaðsins koma fast á hæla umfjöllunar um fjárhagslegan ávinning Clarence Thomas sjálfs af sambandi hans við Harlan Crow, milljarðamæring frá Texas og stóran fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Rannsóknarblaðamenneskusamtökin Pro Publica upplýstu að Thomas hefði þegið nær árlegar lúxusferðir frá Crow um árabil. Crow hefði jafnframt keypt hús móður Thomas og lóð og leyft henni að búa þar áfram án þess að greiða leigu. Nú síðast greindi sami miðill frá því að Crow hefði greitt skólagjöld fyrir uppeldisson Thomas. Dómarinn gaf enga af þessum sporslum upp í opinberri hagsmunaskráningu sinni. Politico greindi einnig frá því nýlega að Neil Gorsuch, annar íhaldssamur dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, hefði selt hlut sinn í landareign til forstjóra stórrar lögmannsstofu sem rekur reglulega mál fyrir hæstarétti án þess að tilgreina kaupandann í sinni hagsmunaskráningu. Demókratar á Bandaríkjaþingi vilja að hæstirétturinn setji sér siðareglur og leggist í naflaskoðun um hvernig hann tekur á mögulegum hagsmunaárekstrum. Rétturinn hefur um árabil streist gegn slíkum þrýstingi. John Roberts, forseti hæstaréttarins, hafnaði nýlega boði um að koma fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar til þess að ræða siðamálin. Þess í stað sendi hann nefndinni yfirlýsingu sem allir dómararnir níu skrifuðu undir sem ítrekað í raun fyrri afstöðu þeirra að þeir réðu því í raun sjálfir hvort þeir lýstu sig vanhæfa í málum eða ekki.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33 Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. 26. apríl 2023 15:45 Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40 Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Dómarar telja hneykslismál ekki kalla á neinar breytingar Níu dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna virðast ekki telja neina þörf á breytingum á því hvernig tekið er á mögulegum hagsmunaárekstrum þeirra og siðferðislegum álitamálum. Rétturinn hefur legið undir gagnrýni fyrir ógegnsæi eftir að upplýst var um að tveir dómarar hefðu ekki gert grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. 27. apríl 2023 13:33
Dómari greindi ekki frá fasteignasölu til forstjóra lögmannsstofu Bandarískur hæstaréttardómari skráði ekki sölu á fasteign til forstjóra lögmannsstofu með mál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna í hagsmunaskráningu sína. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem upplýst er um mögulega hagsmunaárekstra sem dómarar við réttinn héldu leyndum. 26. apríl 2023 15:45
Dómari breytir hagsmunaskráningu í kjölfar uppljóstrana Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum. 17. apríl 2023 13:40
Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. 13. apríl 2023 23:04