Varið ykkur á Kópavogslæknum! Kristín Sævarsdóttir skrifar 9. maí 2023 12:01 Í vatnaáætlun Íslands, sem samþykkt var á síðasta ári kemur fram að öll yfirborðsvatnshlot eigi að vera í a.m.k. góðu vistfræðilegu ástandi og góðu efnafræðilegu standi. Nái vatnshlot ekki umhverfismarkmiðum skal fara í aðgerðir til úrbóta þar á. Kópavogslækurinn er eitt af umræddum vatnshlotum. Talið er að upptökin séu úr Breiðholti. Rennslisleið er niður að Íþróttasvæði ÍR, undir Reykjanesbrautina, framhjá Skátafélaginu Kópum, gegnum Kringlumýri og niður að útfalli við sjó, við Kópavogstjörn. Árið 2019 og 2021 voru gerðar mælingar á forgangsefnum í 14 vatnsholtum á landinu, auk þess sem mæld voru efni af vaktlista Evrópusambandsins í fimm vatnshlotum. Ákveðið var að bæta Kópavogslæk í þessar mælingar eftir að ábendingar höfðu borist um mögulega slæmt efnalegt ástand lækjarins. Sýnatökurnar fóru fram mánaðarlega frá nóvember 2019 til október næsta árs. Náttúrufræðistofa Kópavogs (sú sama og meirihlutinn í bæjarstjórn samþykkti nýlega að leggja niður) sá um að framkvæma sýnatökurnar í samstarfi við Umhverfisstofnun. Öll sýnin voru tekin rétt ofan við útfall Kópavogslækjar í Kópavogstjörn. Alvarlegar niðurstöður Niðurstöður mælinganna voru sláandi. Alls mældust 18 forgangsefni í læknum á þessum tíma og var styrkleiki þeirra mismunandi en alls fóru sex forgangsefni af 18 yfir ársmeðaltal samkvæmtgæðakröfum sem settar hafa verið í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Þau efni eru: bens(a)pyren, bens(b)fluoranten, bens(k)fluoranten, benso(ghi)perylen, inden(123cd)pyren og cypermetrin. Öll þessi efni og efnasambönd hafa verið skilgreind sem hættuleg og þrávirk og valda alvarlegrimengun eða eitrun í vatni og umhverfin þess. Efnin sem mældust safnast upp í lífverum, flest þeirraeru krabbameinsvaldandi, sum geta valdið stökkbreytingum, önnur eitra fyrir lífi í vatni og eitt þeirra er m.a.s. ekki talið brotna upp í vatni. Síðast talda efnið, Cypermetrin er skordýraeitur sem hefurveruleg áhrif á lífríki og binst auðveldlega við jarðveginn. Í skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar kemur fram að Kópavogslækur sé í slæmu efnafræðilegu ástandi. Samkvæmt lögum er nóg að eitt forgangsefni sé yfir ársmeðaltali til að vatnshlot flokkist í slæmu efnalegu ástandi en í tilfelli Kópavogslækjar eru efnin sex. Umhverfisstofnun klikkir út með því að kalla eftir samstarfi Kópavogs og Reykjavikur, vegna þess að Kópavogslækur rennur um bæði sveitarfélög og að gerðar verð áætlanir til að bæta ástand lækjarins. Meirihlutinn forðast umræðuna eins og heitan graut Undirrituð fékk veður af skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar í mars sl. og hefur þrívegisóskað eftir umfjöllun um skýrsluna á vettvangi Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur enn ekki séð ástæðu til að setja málið á dagskrá nefndarinnar. Þess má geta að Umhverfisstofnun hefur kynnt niðurstöðurnar fyrir stjórnendum á Umhverfissviði bæjarins svo telja má öruggt að meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs sé kunnugt umástandið, en ekki séð ástæðu til að bregðast við.Kópavogslækur er í hjarta bæjarins. Þangað sækja leikskólahópar og leikjanámskeið í vettvangsferðir og börn með fjölskyldum sínum til að gefa öndum brauð og skoða litríkt fuglalíf. Á sumrin má nánast daglega sjá krakka vaða og sulla í læknum, veiða sílui eða reyna að stífla hnann. Við lækinn liggur einn fjölfarnasti göngustígur Kópavogs með mikilli umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi fólks á öllum aldri. Líkamsræktartækjum hefur einnig verið komið fyrir við tjörnina svo þar er mikið og fjölbreytt mannlíf árið um kring. Kópavogstjörnin hefur aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri og svo hefur verið um langa hríð. Þetta virðist þó ekki vera mjög heppilegur útivistarstaður ef tekið er mið af mælingum Umhverfisstofnunar og ekki líklegt að svo verði í bráð ef úrræðaleysi meirihlutans heldur áfram einsog verið hefur. Því hvet ég fólk til að tryggja að börn og hundar leiki sér ekki í læknum og jafnvel að forðast nágrenni Kópavogslækjar þar til ráðist verður í úrbætur. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis, - og samgöngunefnd Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Samfylkingin Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Í vatnaáætlun Íslands, sem samþykkt var á síðasta ári kemur fram að öll yfirborðsvatnshlot eigi að vera í a.m.k. góðu vistfræðilegu ástandi og góðu efnafræðilegu standi. Nái vatnshlot ekki umhverfismarkmiðum skal fara í aðgerðir til úrbóta þar á. Kópavogslækurinn er eitt af umræddum vatnshlotum. Talið er að upptökin séu úr Breiðholti. Rennslisleið er niður að Íþróttasvæði ÍR, undir Reykjanesbrautina, framhjá Skátafélaginu Kópum, gegnum Kringlumýri og niður að útfalli við sjó, við Kópavogstjörn. Árið 2019 og 2021 voru gerðar mælingar á forgangsefnum í 14 vatnsholtum á landinu, auk þess sem mæld voru efni af vaktlista Evrópusambandsins í fimm vatnshlotum. Ákveðið var að bæta Kópavogslæk í þessar mælingar eftir að ábendingar höfðu borist um mögulega slæmt efnalegt ástand lækjarins. Sýnatökurnar fóru fram mánaðarlega frá nóvember 2019 til október næsta árs. Náttúrufræðistofa Kópavogs (sú sama og meirihlutinn í bæjarstjórn samþykkti nýlega að leggja niður) sá um að framkvæma sýnatökurnar í samstarfi við Umhverfisstofnun. Öll sýnin voru tekin rétt ofan við útfall Kópavogslækjar í Kópavogstjörn. Alvarlegar niðurstöður Niðurstöður mælinganna voru sláandi. Alls mældust 18 forgangsefni í læknum á þessum tíma og var styrkleiki þeirra mismunandi en alls fóru sex forgangsefni af 18 yfir ársmeðaltal samkvæmtgæðakröfum sem settar hafa verið í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Þau efni eru: bens(a)pyren, bens(b)fluoranten, bens(k)fluoranten, benso(ghi)perylen, inden(123cd)pyren og cypermetrin. Öll þessi efni og efnasambönd hafa verið skilgreind sem hættuleg og þrávirk og valda alvarlegrimengun eða eitrun í vatni og umhverfin þess. Efnin sem mældust safnast upp í lífverum, flest þeirraeru krabbameinsvaldandi, sum geta valdið stökkbreytingum, önnur eitra fyrir lífi í vatni og eitt þeirra er m.a.s. ekki talið brotna upp í vatni. Síðast talda efnið, Cypermetrin er skordýraeitur sem hefurveruleg áhrif á lífríki og binst auðveldlega við jarðveginn. Í skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar kemur fram að Kópavogslækur sé í slæmu efnafræðilegu ástandi. Samkvæmt lögum er nóg að eitt forgangsefni sé yfir ársmeðaltali til að vatnshlot flokkist í slæmu efnalegu ástandi en í tilfelli Kópavogslækjar eru efnin sex. Umhverfisstofnun klikkir út með því að kalla eftir samstarfi Kópavogs og Reykjavikur, vegna þess að Kópavogslækur rennur um bæði sveitarfélög og að gerðar verð áætlanir til að bæta ástand lækjarins. Meirihlutinn forðast umræðuna eins og heitan graut Undirrituð fékk veður af skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar í mars sl. og hefur þrívegisóskað eftir umfjöllun um skýrsluna á vettvangi Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur enn ekki séð ástæðu til að setja málið á dagskrá nefndarinnar. Þess má geta að Umhverfisstofnun hefur kynnt niðurstöðurnar fyrir stjórnendum á Umhverfissviði bæjarins svo telja má öruggt að meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs sé kunnugt umástandið, en ekki séð ástæðu til að bregðast við.Kópavogslækur er í hjarta bæjarins. Þangað sækja leikskólahópar og leikjanámskeið í vettvangsferðir og börn með fjölskyldum sínum til að gefa öndum brauð og skoða litríkt fuglalíf. Á sumrin má nánast daglega sjá krakka vaða og sulla í læknum, veiða sílui eða reyna að stífla hnann. Við lækinn liggur einn fjölfarnasti göngustígur Kópavogs með mikilli umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi fólks á öllum aldri. Líkamsræktartækjum hefur einnig verið komið fyrir við tjörnina svo þar er mikið og fjölbreytt mannlíf árið um kring. Kópavogstjörnin hefur aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri og svo hefur verið um langa hríð. Þetta virðist þó ekki vera mjög heppilegur útivistarstaður ef tekið er mið af mælingum Umhverfisstofnunar og ekki líklegt að svo verði í bráð ef úrræðaleysi meirihlutans heldur áfram einsog verið hefur. Því hvet ég fólk til að tryggja að börn og hundar leiki sér ekki í læknum og jafnvel að forðast nágrenni Kópavogslækjar þar til ráðist verður í úrbætur. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis, - og samgöngunefnd Kópavogs.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun