Tómas segir nei við fíkniefnum eins og Nancy Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2023 16:31 Tómas sagðist þekkja alkóhólisma af eigin raun, hann hafi átt við þann djöful að stríða í 42 ár. Hann taldi vert að senda SÁÁ, Hlaðgerðarkoti og Krísuvíkursamtökunum opinn tékka til að gera það sem þyrfti. vísir/vilhelm Fjölmargir þingmenn stigu í púlt nú síðdegis til að ræða um notkun ópíóíðalyfja, þeirra á meðal Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins. Hann vill opinn tékka til SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krísuvíkursamtakanna. Ópíóíðafaraldurinn hefur verið mjög til umfjöllunar að undanförnu og ekki að ófyrirsynju. Skuggalegar tölur um fráfall ungmenna vegna neyslu þessara efna hafa birst og krafan um viðbrögð hins opinbera er hávær. Ásmundur Friðriksson var málshefjandi en meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunni var Tómas, en hann segir þetta sér hjartfólgið umræðuefni, fíkniefni og alkóhólismi sem samheiti yfir slíkt. Þekkir vandann af eigin raun „Ég þekki þetta vel af eigin raun, undanfarin 42 ár. Ég myndi segja það að það væri ekki illa farið með fé ef að það væri opinn tékki til SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krísuvíkur; bara að gera það sem þeir telji nauðsynlegt til þess að hjálpa þeim sem eiga við vanda að stríða,“ sagði Tómas í upphafi sinnar ræðu. Ásmundur Friðriksson málshefjandi sagði Tómas hafa flutt bestu ræðuna og við ættum að hlusta á reynslunnar smiði í þessum efnum.vísir/vilhelm Tómas sagði að huga þyrfti að fleiri hópum en þeim sem væru í bráðavanda. „Það eru þeir sem eru í neyslu í dag en eru ekki orðnir háðir fíknefnum. Og svo eru það þeir sem ekki eru byrjaðir í neinni neyslu af neinu tagi. Og það þarf að efla forvarnir þannig að fólk freistist ekki til þess að byrja að nota fíkniefni í nokkrum mæli,“ sagði Tómas og vitnaði síðan til fleygra ummæla Nancy Reagan, eiginkonu Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta, sem segja má að sé upphafsmaður ríkjandi refsistefnu sem margir vilja meina að hafi gengið sér til húðar. „Nancy Reagan var úthrópuð fyrir það að segja: „Say no to drugs.“ Hún meinti þá að þeir sem ekki eru byrjaðir að neyta, að þeir eiga að segja nei. Ekki þeir sem byrjaðir eru að neyta, það þýðir ekkert fyrir þá að segja nei ef þeir eru orðnir háðir þessu,“ sagði Tómas. Vinur Tómasar tók of stóran skammt Hann taldi að aldrei verði hægt að eyða nógu miklum peningum í það að hjálpa þeim sem eiga við veruleg vandamál að stríða í þessum efnum. „Ólafur vinur minn dó fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hann var búinn að reyna í mörg ár að ná árangri. Hann tók of stóran skammt í eitt skipti þegar hann hélt að hann væri að skemmta sér. Þetta er stórvandamál í okkar þjóðfélagi í dag. Og því segi ég: Opinn tékka til SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krísuvíkur og þeirra sem eru að vinna í þessum málum af einhverju viti.“ Ásmundur málshefjandi kom aftur í ræðustól Alþingis og sagði að vissulega væru sjónarmið ólík en menn hlytu að geta náð saman um viðbrögð. Hann lýsti því yfir að bestu ræðuna um málið hafi Tómas flutt. Alþingi Fíkn Meðferðarheimili SÁÁ Flokkur fólksins Tengdar fréttir Hugmynd um flýtimeðferð ekki unnin í samráði við SÁÁ Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær hugmynd um að veita 170 milljónir króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Meðal boðaðra aðgerða var stofnun flýtimóttöku þar sem einstaklingum í bráðum vanda er tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Forstjóri Vogs fagnar áformunum en segist ekki hafa heyrt af þeim fyrr en hún las um þau í fjölmiðlum í gær. 29. apríl 2023 17:49 „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Sjá meira
Ópíóíðafaraldurinn hefur verið mjög til umfjöllunar að undanförnu og ekki að ófyrirsynju. Skuggalegar tölur um fráfall ungmenna vegna neyslu þessara efna hafa birst og krafan um viðbrögð hins opinbera er hávær. Ásmundur Friðriksson var málshefjandi en meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunni var Tómas, en hann segir þetta sér hjartfólgið umræðuefni, fíkniefni og alkóhólismi sem samheiti yfir slíkt. Þekkir vandann af eigin raun „Ég þekki þetta vel af eigin raun, undanfarin 42 ár. Ég myndi segja það að það væri ekki illa farið með fé ef að það væri opinn tékki til SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krísuvíkur; bara að gera það sem þeir telji nauðsynlegt til þess að hjálpa þeim sem eiga við vanda að stríða,“ sagði Tómas í upphafi sinnar ræðu. Ásmundur Friðriksson málshefjandi sagði Tómas hafa flutt bestu ræðuna og við ættum að hlusta á reynslunnar smiði í þessum efnum.vísir/vilhelm Tómas sagði að huga þyrfti að fleiri hópum en þeim sem væru í bráðavanda. „Það eru þeir sem eru í neyslu í dag en eru ekki orðnir háðir fíknefnum. Og svo eru það þeir sem ekki eru byrjaðir í neinni neyslu af neinu tagi. Og það þarf að efla forvarnir þannig að fólk freistist ekki til þess að byrja að nota fíkniefni í nokkrum mæli,“ sagði Tómas og vitnaði síðan til fleygra ummæla Nancy Reagan, eiginkonu Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta, sem segja má að sé upphafsmaður ríkjandi refsistefnu sem margir vilja meina að hafi gengið sér til húðar. „Nancy Reagan var úthrópuð fyrir það að segja: „Say no to drugs.“ Hún meinti þá að þeir sem ekki eru byrjaðir að neyta, að þeir eiga að segja nei. Ekki þeir sem byrjaðir eru að neyta, það þýðir ekkert fyrir þá að segja nei ef þeir eru orðnir háðir þessu,“ sagði Tómas. Vinur Tómasar tók of stóran skammt Hann taldi að aldrei verði hægt að eyða nógu miklum peningum í það að hjálpa þeim sem eiga við veruleg vandamál að stríða í þessum efnum. „Ólafur vinur minn dó fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hann var búinn að reyna í mörg ár að ná árangri. Hann tók of stóran skammt í eitt skipti þegar hann hélt að hann væri að skemmta sér. Þetta er stórvandamál í okkar þjóðfélagi í dag. Og því segi ég: Opinn tékka til SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krísuvíkur og þeirra sem eru að vinna í þessum málum af einhverju viti.“ Ásmundur málshefjandi kom aftur í ræðustól Alþingis og sagði að vissulega væru sjónarmið ólík en menn hlytu að geta náð saman um viðbrögð. Hann lýsti því yfir að bestu ræðuna um málið hafi Tómas flutt.
Alþingi Fíkn Meðferðarheimili SÁÁ Flokkur fólksins Tengdar fréttir Hugmynd um flýtimeðferð ekki unnin í samráði við SÁÁ Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær hugmynd um að veita 170 milljónir króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Meðal boðaðra aðgerða var stofnun flýtimóttöku þar sem einstaklingum í bráðum vanda er tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Forstjóri Vogs fagnar áformunum en segist ekki hafa heyrt af þeim fyrr en hún las um þau í fjölmiðlum í gær. 29. apríl 2023 17:49 „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Sjá meira
Hugmynd um flýtimeðferð ekki unnin í samráði við SÁÁ Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær hugmynd um að veita 170 milljónir króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Meðal boðaðra aðgerða var stofnun flýtimóttöku þar sem einstaklingum í bráðum vanda er tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Forstjóri Vogs fagnar áformunum en segist ekki hafa heyrt af þeim fyrr en hún las um þau í fjölmiðlum í gær. 29. apríl 2023 17:49
„Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18
170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26