Fótbolti

Sjáðu Hlín gefa geggjaða stoðsendingu og Amöndu opna markareikninginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlín Eiríksdóttir með tveimur liðsfélögum sínum hjá Kristianstad.
Hlín Eiríksdóttir með tveimur liðsfélögum sínum hjá Kristianstad. Instagram/@kristianstadsdff

Íslensku landsliðsstelpurnar halda áfram að leika stór hlutverk í tilþrifapakka Kristianstad en þær voru öflugar í 4-1 sigri á Brommapojkarna í sænsku deildinni.

Hlín Eiríksdóttir lagði upp tvö fyrstu mörk liðsins og Amanda Andradóttir kom inn á sem varamaður og skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu.

Hlín lagði upp mörkin fyrir þær Alice Nilsson og Sheilu van den Bulk. Í fyrra markinu þá átti Hlín geggjaða stoðsendingu aftur fyrir bak sem plataði varnarmenn Brommapojkarna upp úr skónum. Seinna markið var skallamark Van den Bulk eftir klóka fyrirgjöf frá íslenska framherjanum.

Hlín er nú kominn með tvö mörk og þrjár stoðsendingar í fyrstu sjö leikjum tímabilsins en stelpurnar hennar Elísabetar Gunnarsdóttur eru nú í fjórða sæti deildarinnar með fimmtán stig úr sjö leikjum.

Það er bara topplið Hammarby sem hefur skorað fleiri mörk í sjö fyrstu umferðunum.

Hér fyrir neðan má sjá tilþrifapakka leiksins sem og sérstakt myndband af geggjuðu stoðsendingunni hennar Hlínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×