Samband íþróttablaðamanna [e. Football Writers' Association] hefur valið bestu leikmenn tímabilsins í efstu deildum ensku knattspyrnunnar. Håland vann með yfirburðum en hann fékk alls 82 prósent allra atkvæða. Þar á eftir kom Arsenal tvíeykið Bukayo Saka and Martin Ödegaard.
72% of the votes
— Match of the Day (@BBCMOTD) May 12, 2023
A landslide win for Haaland - biggest margin since the #PL began!
Thoughts on the top 5? #bbcfootball pic.twitter.com/jQtjdYQ7Xg
Håland hefur átt magnað tímabil og er nú þegar búinn að slá markamet ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur skorað 35 mörk og gefið 7 stoðsendingar í aðeins 32 leikjum.
Kerr hefur einnig átt gott tímabil en ásamt því að skora 10 mörk í 18 leikjum þá er hún prímusmótorinn í liði Chelsea sem stefnir á að verða Englandsmeistari enn eitt árið. Alls hefur Kerr skorað 26 mörk í 34 leikjum á tímabilinu. Þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur nafnbótina.
Sam Kerr wins the FWA Women's Footballer of the Year award for the second straight season pic.twitter.com/cd8vRgVBbg
— B/R Football (@brfootball) May 12, 2023
Rachel Daly, leikmaður Aston Villa og markahæsti leikmaður deildarinnar, endaði í 2. sæti á meðan Lauren James, samherji Kerr hjá Chelsea, var þriðja.