Icelandair „álitlegt arðgreiðslufélag“ og metið langt yfir markaðsgengi

Verðmatsgengi Icelandair samkvæmt greiningu Jakobsson Capital stendur í 3,07 krónum á hlut og er ríflega 60 prósentum hærra en markaðsgengi hlutabréfa flugfélagsins í dag. Flugfélag hefur breyst í „mjög álitlegt arðgreiðslufélag“ miðað við núverandi markaðsgengi.