Vorverkin ganga vel í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. maí 2023 14:06 Sauðburður stendur nú yfir hjá sauðfjárbændum landsins. Hjá sumum er hann að ná hámarki þessa dagana, á meðan hann er komin langt á öðrum búum eða jafnvel við það að klárast. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlenskir bændur eru ánægðir með hvernig vorið fer af stað enda vorverkin komin á fullt á öllum bæjum. Það er helst bleytan sem gerir bændum erfitt fyrir enda ekki gott að keyra á túnum til dæmis með áburð í mikill bleytu. Sauðburður stendur einnig, sem hæst yfir. Allur gróður á Suðurlandi hefur tekið mjög vel við sér síðustu daga enda búið að vera nokkuð hlýtt og væta. Það hefur komið þó einn og einn þurr dagur, sem hefur gert mikið fyrir bændur og búalið eins og Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóa þekkir. „Vorið er bara núna loksins eftir snjóinn komið af stað. Það er hins vegar klaki á jörðu og okkur gengur illa að komast um tún með áburð, plóg og svoleiðis en það er hlýtt. Við erum farnir að setja fé út á tiltölulega græn og fín tún og það væsir ekkert um lambfé úti núna,” segir Reynir. Það er mikið að gera hjá sauðfjárbændum á Suðurlandi og annars staðar á landinu á þessum árstíma þegar sauðburður er að ná hámarki. „Þetta er gríðarlega mikill annatími og við erum vakandi allan sólarhringinn en bara skemmtilegt á meðan á því stendur. Frjósemin er mjög góð, allega á mínu búi og ég held að hún sé almennt á uppleið hjá sauðfjárbændum, sem er vel bara. Ég þakka það góðri ræktun og svo bara aðbúnaði og fóðrun fyrst og fremst,” segir Reynir. Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóahreppi, sem segir vorverkin ganga vel hjá sunnlenskum bændum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir Þór segir það draumastarf að vera sauðfjárbóndi. „Þetta er náttúrulega bara óskaplega skemmtilegt og gefandi að umgangast þessar skepnur og já, það er eiginlega bara málið, þetta er svo skemmtilegt, skemmtileg vinna og gefandi.” Og lambakjötið, það slær alltaf í gegn. „Það slær alltaf í gegn og er klassískt og gott,” segir Reynir Þór, bóndi á Hurðarbaki í Flóahreppi. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Allur gróður á Suðurlandi hefur tekið mjög vel við sér síðustu daga enda búið að vera nokkuð hlýtt og væta. Það hefur komið þó einn og einn þurr dagur, sem hefur gert mikið fyrir bændur og búalið eins og Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóa þekkir. „Vorið er bara núna loksins eftir snjóinn komið af stað. Það er hins vegar klaki á jörðu og okkur gengur illa að komast um tún með áburð, plóg og svoleiðis en það er hlýtt. Við erum farnir að setja fé út á tiltölulega græn og fín tún og það væsir ekkert um lambfé úti núna,” segir Reynir. Það er mikið að gera hjá sauðfjárbændum á Suðurlandi og annars staðar á landinu á þessum árstíma þegar sauðburður er að ná hámarki. „Þetta er gríðarlega mikill annatími og við erum vakandi allan sólarhringinn en bara skemmtilegt á meðan á því stendur. Frjósemin er mjög góð, allega á mínu búi og ég held að hún sé almennt á uppleið hjá sauðfjárbændum, sem er vel bara. Ég þakka það góðri ræktun og svo bara aðbúnaði og fóðrun fyrst og fremst,” segir Reynir. Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóahreppi, sem segir vorverkin ganga vel hjá sunnlenskum bændum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir Þór segir það draumastarf að vera sauðfjárbóndi. „Þetta er náttúrulega bara óskaplega skemmtilegt og gefandi að umgangast þessar skepnur og já, það er eiginlega bara málið, þetta er svo skemmtilegt, skemmtileg vinna og gefandi.” Og lambakjötið, það slær alltaf í gegn. „Það slær alltaf í gegn og er klassískt og gott,” segir Reynir Þór, bóndi á Hurðarbaki í Flóahreppi.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira