Upphitun fyrir Bestu kvenna: Vinkonurnar mætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2023 13:00 Mikaela Nótt Pétursdóttir hjá Keflavík og Margrét Brynja Kristinsdóttir hjá FH þekkjast vel frá tíma sínum saman í Breiðabliki. S2 Sport Fjórða umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum en umferðin klárast svo með þremur leikjum á morgun. Að vanda hitar Helena Ólafsdóttir upp fyrir umferðina. FH og Keflavík mætast í Kaplakrikanum á morgun og gestir Helenu voru þær Mikaela Nótt Pétursdóttir hjá Keflavík og Margrét Brynja Kristinsdóttir hjá FH. „Ég er með frábæra gesti og þær eru reyndar vinkonur. Ég hafði ekki hugmynd um það en það eru þær Mikaela Nótt úr Keflavík og Margrét Brynja sem kemur frá FH eins og staðan er núna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Upprunalega þá þekkist þið að sjálfsögðu frá Breiðabliki. Urðu þið þá bara svona svakalega góðar vinkonur þar,“ spurði Helena. „Við kynntumst bara þarna í Breiðabliki og þekkjumst ekkert fyrir utan Breiðablik,“ sagði Mikaela Nótt Pétursdóttir. Nú eru þær að fara mætast í fjórðu umferðinni og verður þá eitthvað spjallað saman. „Já fyrir leiki og eftir leik. Hún fær eitt knús fyrir leik,“ sagði Margrét Brynja Kristinsdóttir hlæjandi. Það verður hins vegar ekkert skipst á innherja upplýsingum og þjálfararnir geta því andað rólega. Mikaela Nótt er uppalin í Haukum og ræddi aðeins af hverju það eru að koma svona margar efnilegar fótboltastelpur upp í Haukum. Margrét Brynja er uppalin í Kópavoginum og er búin að spila bæði með Breiðabliki og Augnabliki en félögin hafa unnið saman með því að gefa ungum efnilegum Blikum spilatíma í meistaraflokki. Þær voru báðar saman í Breiðabliki á undirbúningstímabilinu en voru síðan lánaðar til Keflavíkur og FH. Það var alltaf ljóst að Mikaela væri að fara á láni í sumar ef að það hitti þannig á en Margrét Brynja var aftur á móti með Blikum í fyrsta leiknum. „Ég var með í fyrsta leiknum, Breiðablik-Valur, en tíu mínútum eftir þann leik þá fékk ég að vita að ég fengi að velja hvort ég vildi fara á láni í FH eða vera hjá Breiðabliki,“ sagði Margrét Brynja. Báðar eru þær að velja það að fá stærra hlutverk hjá núverandi liðum sínum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Helenu við stelpurnar sem spá líka í leikina í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Í kvöld mætast Þór/KA-Breiðablik á Akureyri og ÍBV-Þróttur R. í Vestmannaeyjum en þeir hefjast klukkan 18.00. Annað kvöld verða þrír leikir klukkan 19.15 en það eru Stjarnan-Valur, Selfoss-Tindastóll og FH-Keflavík. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir fjórðu umferð Bestu deildar kvenna Besta deild kvenna FH Keflavík ÍF Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
FH og Keflavík mætast í Kaplakrikanum á morgun og gestir Helenu voru þær Mikaela Nótt Pétursdóttir hjá Keflavík og Margrét Brynja Kristinsdóttir hjá FH. „Ég er með frábæra gesti og þær eru reyndar vinkonur. Ég hafði ekki hugmynd um það en það eru þær Mikaela Nótt úr Keflavík og Margrét Brynja sem kemur frá FH eins og staðan er núna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Upprunalega þá þekkist þið að sjálfsögðu frá Breiðabliki. Urðu þið þá bara svona svakalega góðar vinkonur þar,“ spurði Helena. „Við kynntumst bara þarna í Breiðabliki og þekkjumst ekkert fyrir utan Breiðablik,“ sagði Mikaela Nótt Pétursdóttir. Nú eru þær að fara mætast í fjórðu umferðinni og verður þá eitthvað spjallað saman. „Já fyrir leiki og eftir leik. Hún fær eitt knús fyrir leik,“ sagði Margrét Brynja Kristinsdóttir hlæjandi. Það verður hins vegar ekkert skipst á innherja upplýsingum og þjálfararnir geta því andað rólega. Mikaela Nótt er uppalin í Haukum og ræddi aðeins af hverju það eru að koma svona margar efnilegar fótboltastelpur upp í Haukum. Margrét Brynja er uppalin í Kópavoginum og er búin að spila bæði með Breiðabliki og Augnabliki en félögin hafa unnið saman með því að gefa ungum efnilegum Blikum spilatíma í meistaraflokki. Þær voru báðar saman í Breiðabliki á undirbúningstímabilinu en voru síðan lánaðar til Keflavíkur og FH. Það var alltaf ljóst að Mikaela væri að fara á láni í sumar ef að það hitti þannig á en Margrét Brynja var aftur á móti með Blikum í fyrsta leiknum. „Ég var með í fyrsta leiknum, Breiðablik-Valur, en tíu mínútum eftir þann leik þá fékk ég að vita að ég fengi að velja hvort ég vildi fara á láni í FH eða vera hjá Breiðabliki,“ sagði Margrét Brynja. Báðar eru þær að velja það að fá stærra hlutverk hjá núverandi liðum sínum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Helenu við stelpurnar sem spá líka í leikina í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Í kvöld mætast Þór/KA-Breiðablik á Akureyri og ÍBV-Þróttur R. í Vestmannaeyjum en þeir hefjast klukkan 18.00. Annað kvöld verða þrír leikir klukkan 19.15 en það eru Stjarnan-Valur, Selfoss-Tindastóll og FH-Keflavík. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir fjórðu umferð Bestu deildar kvenna
Besta deild kvenna FH Keflavík ÍF Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira