Rok og rigning út vikuna Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2023 10:49 Næsta vika einkennist af roki, rigningu, slyddu og snjókomu. vísir/vilhelm Sumarið lætur bíða eftir sér og verða næstu dagar úrkomusamir. Víst er að í hugum kylfinga fer þetta vor í bækur sem ömurlegt. „Lægðin sem er yfir suðvesturhorni landsins er á leið til austurs og fylgir henni rigning eða slydda fyrir sunnan en snjókoma norðanlands. Vegfarendur ættu að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað. Sjá veðurviðvaranir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Séu veðurkortin skoðuð út vikuna einkennast þau af roki og rigningu suðvestanlands og má segja að sumarið ætli að láta bíða eftir sér. Ekki eru það síst kylfingar sem horfa til veðurs og víst að þeir margir hverjir eru orðnir verulega óþreyjufullir en í fyrra var búið að opna vellina og kylfingar farnir að sveifla kylfum sínum að kappi. Því er ekki að heilsa þetta vorið. Kylfingar orðnir afar órólegir Í tilkynningu á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur, stærsta golfklúbbs landsins, segir að ekki hafi farið fram hjá neinum að tíðarfarið hafi verið afar óhagstætt; seinni partur vetrar einkenndist af óvenju löngum frostakafla. Ástand Korpu er með allra versta móti og ekki vitað hvenær opnað verður inn á sumarflatir.vísir/vilhelm „Enn er frost í jörðu og nær lengra niður en elstu menn muna eftir. Þá var aprílmánuður óvenju kaldur og þurr. Gróður er því almennt um fjórum til fimm vikum síðar á ferðinni heldur en í fyrra,“ segir þar og tilkynnt að vellirnir á Korpu og í Grafarholtinu séu ekki tilbúnir ennþá. Og er ekki unnt að tímasetja opnun þeirra með nokkurri vissu. „Við kappkostum við að opna eins fljótt og unnt er, án þess þó að tefla völlunum í tvísýnu. Við fylgjum ráðleggingum fagmanna okkar um þetta. Síðustu dagar hafa þó verið hagstæðir og framundan er vonandi vænlegri tíð með vætu og hærri hitatölum, sem hraða vonandi endurheimt vallanna eftir veturinn.“ Tíðindamaður Vísis tók Korpuvöllinn út um helgina og sagði að hann hafi aldrei séð völlinn í eins vondu ásigkomulagi. Ekki tímabært að afskrifa sumarið En þó vorið sé með versta móti er ekki vert að afskrifa sumarið, ekki ef marka má Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing sem heldur úti veðurvefnum Bliku. Einar horfir móti sól þegar hann slær fram sumarspá fyrir þetta ár. Hann horfir til júní, júlí og ágúst í þeim efnum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þó vorið hafi verið heldur leiðinlegt, ömurlegt ef kylfingar eru spurðir, þá spáir Einar góðu sumri.vísir „Þriggja mánaða spáin sem birt var á dögunum gefur góð fyrirheit um sumarið. Stuðst er einkum við veðurlagsspá ECMWF (Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar) fyrir þriggja mánaða tímabilið júní til ágúst,“ tilkynnir Einar á Facebook-síðu sinni og vísar á vef sinn til frekari upplýsinga. „Gert er ráð fyrir því að yfir 70% líkur séu á því að meðalhiti sumarsins verðu efri þriðjungi, þ.e. að það verði markvert hlýtt.“ Veður Golf Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Lægðin sem er yfir suðvesturhorni landsins er á leið til austurs og fylgir henni rigning eða slydda fyrir sunnan en snjókoma norðanlands. Vegfarendur ættu að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað. Sjá veðurviðvaranir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Séu veðurkortin skoðuð út vikuna einkennast þau af roki og rigningu suðvestanlands og má segja að sumarið ætli að láta bíða eftir sér. Ekki eru það síst kylfingar sem horfa til veðurs og víst að þeir margir hverjir eru orðnir verulega óþreyjufullir en í fyrra var búið að opna vellina og kylfingar farnir að sveifla kylfum sínum að kappi. Því er ekki að heilsa þetta vorið. Kylfingar orðnir afar órólegir Í tilkynningu á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur, stærsta golfklúbbs landsins, segir að ekki hafi farið fram hjá neinum að tíðarfarið hafi verið afar óhagstætt; seinni partur vetrar einkenndist af óvenju löngum frostakafla. Ástand Korpu er með allra versta móti og ekki vitað hvenær opnað verður inn á sumarflatir.vísir/vilhelm „Enn er frost í jörðu og nær lengra niður en elstu menn muna eftir. Þá var aprílmánuður óvenju kaldur og þurr. Gróður er því almennt um fjórum til fimm vikum síðar á ferðinni heldur en í fyrra,“ segir þar og tilkynnt að vellirnir á Korpu og í Grafarholtinu séu ekki tilbúnir ennþá. Og er ekki unnt að tímasetja opnun þeirra með nokkurri vissu. „Við kappkostum við að opna eins fljótt og unnt er, án þess þó að tefla völlunum í tvísýnu. Við fylgjum ráðleggingum fagmanna okkar um þetta. Síðustu dagar hafa þó verið hagstæðir og framundan er vonandi vænlegri tíð með vætu og hærri hitatölum, sem hraða vonandi endurheimt vallanna eftir veturinn.“ Tíðindamaður Vísis tók Korpuvöllinn út um helgina og sagði að hann hafi aldrei séð völlinn í eins vondu ásigkomulagi. Ekki tímabært að afskrifa sumarið En þó vorið sé með versta móti er ekki vert að afskrifa sumarið, ekki ef marka má Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing sem heldur úti veðurvefnum Bliku. Einar horfir móti sól þegar hann slær fram sumarspá fyrir þetta ár. Hann horfir til júní, júlí og ágúst í þeim efnum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þó vorið hafi verið heldur leiðinlegt, ömurlegt ef kylfingar eru spurðir, þá spáir Einar góðu sumri.vísir „Þriggja mánaða spáin sem birt var á dögunum gefur góð fyrirheit um sumarið. Stuðst er einkum við veðurlagsspá ECMWF (Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar) fyrir þriggja mánaða tímabilið júní til ágúst,“ tilkynnir Einar á Facebook-síðu sinni og vísar á vef sinn til frekari upplýsinga. „Gert er ráð fyrir því að yfir 70% líkur séu á því að meðalhiti sumarsins verðu efri þriðjungi, þ.e. að það verði markvert hlýtt.“
Veður Golf Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira