Vill sjá undanþágur vegna barna í viðkvæmri stöðu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. maí 2023 12:00 Formaður heimilis og skóla vill sjá undanþágur á verkfallsaðgerðum sem bitna á viðkvæmustu hópum barna. Formaður heimilis og skóla hefur áhyggjur af því að verkfall aðildarfélaga BSRB bitni mest á viðkvæmustu hópum barna. Talsvert hefur borist af undanþágubeiðnum, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hefur verið synjað. Formaður BSRB segir ekkert samtal í gangi varðandi samninga. Verkföll hjá aðildarfélögum BSRB sem starfar hjá flestum stærstu sveitarfélögum landsins að Reykjavík undanskilinni hófust á miðnætti. Starfsfólk félagsins hefur lagt niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Verkföllin á þessum stöðum verða í allan dag en á morgun hefur verið boðað til verkfalls hálfan daginn á sömu stöðum. Á næstu vikum verða síðan enn víðtækari aðgerðir í fjölda sveitarfélaga alla vikuna, ef ekki tekst að semja. Ekkert samtal í gangi BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundinum loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar. „Þannig það er ekkert samtal í gangi,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Við vonumst auðvitað eftir því að samband Íslenskra sveitafélaga fari að sýna samningsvilja, þau hafa ekki gert það hingað til.“ Í samtali við fréttstofu segir Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla að hann hafi áhyggjur af því að verkfallið bitni mest á börnum í viðkvæmri stöðu sem þurfi á stuðningsfulltrúum að halda. „Þetta eru börn sem eru viðkvæmust og bara þola hreinlega litla sem enga breytingu á sinni tilveru. Auðvitað kemur þetta niður á fleirum, kemur illa niður á kennurum, foreldrum og mun koma til með að koma niður á öðrum börnum. En þessi börn munu finna mest fyrir þessu.“ Samstöðufundur var haldinn í morgun meðal aðildarfélaga BSRB í Kópavogi.Vísir/Einar Þorvar segist hefði viljað sjá undanþágur veittar fyrir þessa hópa. „Auðvitað er það þannig að þegar tveir deila og ná ekki samkomulagi að þá er gripið til svona aðgerða. En mér finnst við verða að passa upp á þessa viðkvæmustu hópa sem mega hreinlega ekki við því að það sé hróflað við tilverunni.“ Ekki verið veittar margar undanþágur Sonja Ýr staðfestir að undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef það varðar almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur.“ Sonja Ýr, formaður BSRB segir að allar undarþágur séu skoðaðar og metnar.Vísir/Sigurjón Sonja segir að þegar fólk leggi niður störf sé búið að reyna allar aðrar leiðir til að knýja fram þessar kröfur sem eru a samningsborðinu. „Þetta er fólk sem er á lægstu launum á vinnumarkaði og er að sinna ómissandi störfum. Það að veita undanþágur þýðir auðvitað að það er verið að drag bit úr verkfallinu.“ Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Grunnskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Verkföll hjá aðildarfélögum BSRB sem starfar hjá flestum stærstu sveitarfélögum landsins að Reykjavík undanskilinni hófust á miðnætti. Starfsfólk félagsins hefur lagt niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Verkföllin á þessum stöðum verða í allan dag en á morgun hefur verið boðað til verkfalls hálfan daginn á sömu stöðum. Á næstu vikum verða síðan enn víðtækari aðgerðir í fjölda sveitarfélaga alla vikuna, ef ekki tekst að semja. Ekkert samtal í gangi BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundinum loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar. „Þannig það er ekkert samtal í gangi,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Við vonumst auðvitað eftir því að samband Íslenskra sveitafélaga fari að sýna samningsvilja, þau hafa ekki gert það hingað til.“ Í samtali við fréttstofu segir Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla að hann hafi áhyggjur af því að verkfallið bitni mest á börnum í viðkvæmri stöðu sem þurfi á stuðningsfulltrúum að halda. „Þetta eru börn sem eru viðkvæmust og bara þola hreinlega litla sem enga breytingu á sinni tilveru. Auðvitað kemur þetta niður á fleirum, kemur illa niður á kennurum, foreldrum og mun koma til með að koma niður á öðrum börnum. En þessi börn munu finna mest fyrir þessu.“ Samstöðufundur var haldinn í morgun meðal aðildarfélaga BSRB í Kópavogi.Vísir/Einar Þorvar segist hefði viljað sjá undanþágur veittar fyrir þessa hópa. „Auðvitað er það þannig að þegar tveir deila og ná ekki samkomulagi að þá er gripið til svona aðgerða. En mér finnst við verða að passa upp á þessa viðkvæmustu hópa sem mega hreinlega ekki við því að það sé hróflað við tilverunni.“ Ekki verið veittar margar undanþágur Sonja Ýr staðfestir að undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef það varðar almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur.“ Sonja Ýr, formaður BSRB segir að allar undarþágur séu skoðaðar og metnar.Vísir/Sigurjón Sonja segir að þegar fólk leggi niður störf sé búið að reyna allar aðrar leiðir til að knýja fram þessar kröfur sem eru a samningsborðinu. „Þetta er fólk sem er á lægstu launum á vinnumarkaði og er að sinna ómissandi störfum. Það að veita undanþágur þýðir auðvitað að það er verið að drag bit úr verkfallinu.“
Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Grunnskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira