„Við eigum samt fullt inni“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2023 15:00 Brynjar Vignir Sigurjónsson átti flottan leik í marki Aftureldingar í gærkvöld en sá auðvitað ekki við alveg öllum skotum Haukanna. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Brynjar Vignir Sigurjónsson var óvænt í byrjunarliði Aftureldingar gegn Haukum í fjórða leik æsispennandi einvígis liðanna í Olís-deild karla í handbolta, og stóð sig með prýði í marki Mosfellinga. „Þetta var bara geggjað. Það sem við ætluðum okkur. Við mættum bara klárir,“ sagði Brynjar Vignir eftir að hafa átt sinn þátt í að koma einvíginu í oddaleik með því að verja 13 af 35 skotum sem hann fékk á sig, eða 37%. Aftureldingarmenn höfðu tapað tveimur leikjum með nístingssárum hætti áður en þeir unnu leikinn í gær, 31-30, og eflaust hefur ekki verið auðvelt að hrista af sér vonbrigðin eftir töp þar sem umdeildar dómaraákvarðanir höfðu sitt að segja: „Við höfðum bara alltaf trú á þessu og héldum sama geimplani. Við eigum samt fullt inni. Ég átti sjálfur góðan leik en ég á samt fullt inni, sem og við varnarlega,“ sagði Brynjar Vignir eftir sigurinn á Ásvöllum í gær. Klippa: Brynjar Vignir eftir sigurinn sæta á Haukum Hann segir það að vissu leyti hafa komið sér á óvart að Gunnar Magnússon þjálfari skyldi treysta honum betur en Jovan Kukobat til að byrja leikinn í gær: „Já og nei. Ég fékk að spila mikið í bikarnum og maður veit aldrei hvað Gunni gerir. Hann gaf mér traustið í dag og ég er sáttur með það. Það var gott að fá traustið. Ég fékk ekki að spila í síðasta leik en Jovan var líka góður þá. En það var gott að fá traustið og ég skilaði alla vega einhverju.“ Oddaleikurinn í einvígi Aftureldingar og Hauka er á morgun klukkan 20:15. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sjá meira
„Þetta var bara geggjað. Það sem við ætluðum okkur. Við mættum bara klárir,“ sagði Brynjar Vignir eftir að hafa átt sinn þátt í að koma einvíginu í oddaleik með því að verja 13 af 35 skotum sem hann fékk á sig, eða 37%. Aftureldingarmenn höfðu tapað tveimur leikjum með nístingssárum hætti áður en þeir unnu leikinn í gær, 31-30, og eflaust hefur ekki verið auðvelt að hrista af sér vonbrigðin eftir töp þar sem umdeildar dómaraákvarðanir höfðu sitt að segja: „Við höfðum bara alltaf trú á þessu og héldum sama geimplani. Við eigum samt fullt inni. Ég átti sjálfur góðan leik en ég á samt fullt inni, sem og við varnarlega,“ sagði Brynjar Vignir eftir sigurinn á Ásvöllum í gær. Klippa: Brynjar Vignir eftir sigurinn sæta á Haukum Hann segir það að vissu leyti hafa komið sér á óvart að Gunnar Magnússon þjálfari skyldi treysta honum betur en Jovan Kukobat til að byrja leikinn í gær: „Já og nei. Ég fékk að spila mikið í bikarnum og maður veit aldrei hvað Gunni gerir. Hann gaf mér traustið í dag og ég er sáttur með það. Það var gott að fá traustið. Ég fékk ekki að spila í síðasta leik en Jovan var líka góður þá. En það var gott að fá traustið og ég skilaði alla vega einhverju.“ Oddaleikurinn í einvígi Aftureldingar og Hauka er á morgun klukkan 20:15. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sjá meira