Hetja Vals elskar lætin í Síkinu: „Svo góð orka hérna inni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 22:05 Frank Aron Booker skilaði sínu og gott betur en það í kvöld. Vísir/Davíð Már Frank Aron Booker var hetja Vals í mögnuðum sigri á Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki. Með sigrinum tryggði Valur sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, lokatölur 69-82. „Smá þreyttur en þetta var mjög skemmtilegt. Svo góð orka hérna inni, elska að koma hingað og spila. Stemningin hérna er frábær og það er bara næsti leikur,“ sagði Booker í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson eftir leik. Stólarnir byrjuðu leikinn nánast óaðfinnanlega og skoruðu 38 stig í fyrsta leikhluta. Hvernig leið Booker þá? „Það er alltaf nógur tími til að klóra sig aftur inn í leikinn. Vissum að þegar við kæmum hingað að þeir eru með svo mikla orku hérna inni, hitta úr flottum skotum og það þarf bara að koma sér aftur í gang. Við gerðum það í öðrum leikhluta. Fyrir okkur er það vörnin sem kemur okkur í gang.“ Hvernig nálguðust Valsarar leikinn? „Þetta er bara annar leikur, þetta er ekkert of stórt fyrir okkur. Vorum 0-2 á móti Þór Þorlákshöfn. Held við séum búnir að tapa fyrsta leik alla úrslitakeppnina. Fórum í þennan leik hugsandi um einn leikur í einu, eitt stopp í einu, ein sókn í einu og bara halda áfram.“ Booker skoraði 15 stig, tók 5 fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal fjórum boltum á þeim 27 mínútum sem hann spilaði í kvöld. „Mér líður mjög vel. Hugsaði um að koma mér aftur í gott form síðasta sumar. Eina sem hélt aftur að mér (á síðustu leiktíð). Var að borða eitthvað ógeð, tók sumarið og reif mig í gang. Það er sagan.“ Um hlutverk sitt „Held ég eigi að koma inn með orku og jákvæðni. Þegar maður er með góða orku og jákvæður þá heldur maður liðinu uppi. Þegar við vorum að tapa stórt í fyrsta leikhluta er mikilvægt að taka einn hlut í einu.“ Að vera útileikmaður í Síkinu „Ég elska það. Ég elska lætin. Er búin að vera í Bandaríkjunum að spila þar sem eru mikil læti. Er bara spenntur fyrir stemningunni.“ Ólýsanlegt pic.twitter.com/rgN33zjDdD— Sigurður O (@SiggiOrr) May 15, 2023 Hvað þarf Valur að gera til að verja Íslandsmeistaratitilinn? „Spila góða vörn. Taka einn hlut í einu. Spila sóknina eins og við erum búnir að gera allt árið. Eina sem við getum gert,“ sagði Booker að lokum áður en hann staðfesti að Valsliðið væri að fara beint heim þar sem hann þyrfti jú að mæta í vinnuna í fyrramálið. Körfubolti Valur Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. 15. maí 2023 21:25 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira
„Smá þreyttur en þetta var mjög skemmtilegt. Svo góð orka hérna inni, elska að koma hingað og spila. Stemningin hérna er frábær og það er bara næsti leikur,“ sagði Booker í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson eftir leik. Stólarnir byrjuðu leikinn nánast óaðfinnanlega og skoruðu 38 stig í fyrsta leikhluta. Hvernig leið Booker þá? „Það er alltaf nógur tími til að klóra sig aftur inn í leikinn. Vissum að þegar við kæmum hingað að þeir eru með svo mikla orku hérna inni, hitta úr flottum skotum og það þarf bara að koma sér aftur í gang. Við gerðum það í öðrum leikhluta. Fyrir okkur er það vörnin sem kemur okkur í gang.“ Hvernig nálguðust Valsarar leikinn? „Þetta er bara annar leikur, þetta er ekkert of stórt fyrir okkur. Vorum 0-2 á móti Þór Þorlákshöfn. Held við séum búnir að tapa fyrsta leik alla úrslitakeppnina. Fórum í þennan leik hugsandi um einn leikur í einu, eitt stopp í einu, ein sókn í einu og bara halda áfram.“ Booker skoraði 15 stig, tók 5 fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal fjórum boltum á þeim 27 mínútum sem hann spilaði í kvöld. „Mér líður mjög vel. Hugsaði um að koma mér aftur í gott form síðasta sumar. Eina sem hélt aftur að mér (á síðustu leiktíð). Var að borða eitthvað ógeð, tók sumarið og reif mig í gang. Það er sagan.“ Um hlutverk sitt „Held ég eigi að koma inn með orku og jákvæðni. Þegar maður er með góða orku og jákvæður þá heldur maður liðinu uppi. Þegar við vorum að tapa stórt í fyrsta leikhluta er mikilvægt að taka einn hlut í einu.“ Að vera útileikmaður í Síkinu „Ég elska það. Ég elska lætin. Er búin að vera í Bandaríkjunum að spila þar sem eru mikil læti. Er bara spenntur fyrir stemningunni.“ Ólýsanlegt pic.twitter.com/rgN33zjDdD— Sigurður O (@SiggiOrr) May 15, 2023 Hvað þarf Valur að gera til að verja Íslandsmeistaratitilinn? „Spila góða vörn. Taka einn hlut í einu. Spila sóknina eins og við erum búnir að gera allt árið. Eina sem við getum gert,“ sagði Booker að lokum áður en hann staðfesti að Valsliðið væri að fara beint heim þar sem hann þyrfti jú að mæta í vinnuna í fyrramálið.
Körfubolti Valur Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. 15. maí 2023 21:25 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira
„Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. 15. maí 2023 21:25