Skrunað undir stýri Stefán Halldórsson skrifar 16. maí 2023 10:30 Á sólríkum sunnudegi ákváðum við hjónin að henda nokkrum pylsum á grillið í síðbúinn hádegismat. Þegar lagerstaðan var tekin í eldhússkápum kom hinsvegar í ljós að steikta laukinn vantaði og því stökk ég upp í fjölskyldubílinn og brenndi (á löglegum hraða vitaskuld) í Krambúðina á Eggertsgötu. Við fjölskyldan búum í Skerjafirðinum og því var bíltúrinn ekki langur og innan skamms var ég kominn með nauðsynjarnar og sjálfvirka kassakerfið heilsaði mér með virktum. Í miðri afgreiðslunni titraði síminn og ný skilaboð birtust á Sportabler, sem er ansi hentugt smáforrit sem heldur utan um tómstundir barnana minna. Strákurinn er í sundi, stelpan æfir skauta, bæði eru þau í skátunum og Sportabler heldur utanum allar greiðslur, tímasetningar á æfingum og skipulagningu móta. Ef ekki væri fyrir þetta app værum við hjónin í standandi rugli við að halda utanum allt heila klabbið. Í þetta skiptið var um breyttan æfingartíma að ræða, miðað við það sem birtist snögglega á heimaskjá símans, en til að fræðast nánar um breytinguna þyrfti ég að fara inn í forritið og skoða betur. Og þar tók firringin við. Ég steig inn í bílinn, henti 2 x fernum af kókómjólk ásamt plastboxi af steiktum lauk í baksætið, fór í belti og ók af stað og ÆTLAÐI AÐ SKOÐA SÍMANN Á LEIÐINNI HEIM! Ég var ekki farþegi, ég var bílstjóri. ÉG ÆTLAÐI BARA AÐ SKOÐA AÐEINS Á MEÐAN ÉG KEYRÐI HEIM! Bíllinn minn er ekki sjálfkeyrandi. ÉG ÆTLAÐI AÐ TÉKKA Á SÍMANUM MÍNUM Á LEIÐINNI HEIM! Það er hreint og beint óhugnarlegt hversu auðveldlega þessi brenglaða hugsun smeygði sér að, eins og ekkert væri eðlilegra en að einbeita sér að litlum símaskjá og keyra tæplega tveggja tonna bifreið á sama tíma. Bara á meðan ég skrifa þessa grein hefur Sportabler appið pípt tvisvar, þessi vorsýning Skautafélags Reykjavíkur græjar sig ekki sjálf. Að auki hefur Facebook Messenger blikkað, WorkPlace hefur látið vita af sér og gott ef Mentor, Arion Banki og Netflix hafa ekki heimtað athygli mína líka. Allt er þetta vissulega sjálfskaparvíti, við ráðum sjálf hversu mikið við viljum leyfa snjalltækjunum að angra okkur með tilkynningum, uppfærslum og almennu tuði. Þennan umrædda dag greip ég ekki í símann undir stýri og þegar ég keyri fær hann að vera í friði. Ef ég bara verð að heyra nýjasta lagið með Daða og Gagnamagninu verður gervigreindin Siri bara gessovel að skilja mig þegar ég kalla upp óskalagið, hátt og snjallt. Ykkur að segja hefur Siri ekki skilið mig hingað til og heldur að ég sé að biðja um lag með sveitinni “Daddy and Gagged by Magnet”. Við ættum öll að reyna að vera snjallari en símarnir okkar og einbeita okkur að akstrinum, bara andartaks athugun á skilaboðum getur breytt bílferðinni í spennandi heimsókn í endurhæfingu eða þaðan af verra. Höfundur vinnur í fjarskiptageiranum og á í ástar/hatursambandi við símann sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Á sólríkum sunnudegi ákváðum við hjónin að henda nokkrum pylsum á grillið í síðbúinn hádegismat. Þegar lagerstaðan var tekin í eldhússkápum kom hinsvegar í ljós að steikta laukinn vantaði og því stökk ég upp í fjölskyldubílinn og brenndi (á löglegum hraða vitaskuld) í Krambúðina á Eggertsgötu. Við fjölskyldan búum í Skerjafirðinum og því var bíltúrinn ekki langur og innan skamms var ég kominn með nauðsynjarnar og sjálfvirka kassakerfið heilsaði mér með virktum. Í miðri afgreiðslunni titraði síminn og ný skilaboð birtust á Sportabler, sem er ansi hentugt smáforrit sem heldur utan um tómstundir barnana minna. Strákurinn er í sundi, stelpan æfir skauta, bæði eru þau í skátunum og Sportabler heldur utanum allar greiðslur, tímasetningar á æfingum og skipulagningu móta. Ef ekki væri fyrir þetta app værum við hjónin í standandi rugli við að halda utanum allt heila klabbið. Í þetta skiptið var um breyttan æfingartíma að ræða, miðað við það sem birtist snögglega á heimaskjá símans, en til að fræðast nánar um breytinguna þyrfti ég að fara inn í forritið og skoða betur. Og þar tók firringin við. Ég steig inn í bílinn, henti 2 x fernum af kókómjólk ásamt plastboxi af steiktum lauk í baksætið, fór í belti og ók af stað og ÆTLAÐI AÐ SKOÐA SÍMANN Á LEIÐINNI HEIM! Ég var ekki farþegi, ég var bílstjóri. ÉG ÆTLAÐI BARA AÐ SKOÐA AÐEINS Á MEÐAN ÉG KEYRÐI HEIM! Bíllinn minn er ekki sjálfkeyrandi. ÉG ÆTLAÐI AÐ TÉKKA Á SÍMANUM MÍNUM Á LEIÐINNI HEIM! Það er hreint og beint óhugnarlegt hversu auðveldlega þessi brenglaða hugsun smeygði sér að, eins og ekkert væri eðlilegra en að einbeita sér að litlum símaskjá og keyra tæplega tveggja tonna bifreið á sama tíma. Bara á meðan ég skrifa þessa grein hefur Sportabler appið pípt tvisvar, þessi vorsýning Skautafélags Reykjavíkur græjar sig ekki sjálf. Að auki hefur Facebook Messenger blikkað, WorkPlace hefur látið vita af sér og gott ef Mentor, Arion Banki og Netflix hafa ekki heimtað athygli mína líka. Allt er þetta vissulega sjálfskaparvíti, við ráðum sjálf hversu mikið við viljum leyfa snjalltækjunum að angra okkur með tilkynningum, uppfærslum og almennu tuði. Þennan umrædda dag greip ég ekki í símann undir stýri og þegar ég keyri fær hann að vera í friði. Ef ég bara verð að heyra nýjasta lagið með Daða og Gagnamagninu verður gervigreindin Siri bara gessovel að skilja mig þegar ég kalla upp óskalagið, hátt og snjallt. Ykkur að segja hefur Siri ekki skilið mig hingað til og heldur að ég sé að biðja um lag með sveitinni “Daddy and Gagged by Magnet”. Við ættum öll að reyna að vera snjallari en símarnir okkar og einbeita okkur að akstrinum, bara andartaks athugun á skilaboðum getur breytt bílferðinni í spennandi heimsókn í endurhæfingu eða þaðan af verra. Höfundur vinnur í fjarskiptageiranum og á í ástar/hatursambandi við símann sinn.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun