Hrósar borgarbúum í hástert eftir fyrsta dag fundar Oddur Ævar Gunnarsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 16. maí 2023 22:51 Nærri allir lögreglumenn landsins koma að viðburðinum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra segir leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu langstærsta viðburðinn sem íslensk lögregluyfirvöld hafa skipulagt. Hann segir að um hundrað sérfræðingar séu hér frá lögregluyfirvöldum á norðurlöndum í tengslum við fundinn og segir fyrsta dag fundarins hafa gengið vel. Hann hrósar borgarbúum í hástert fyrir að hafa farið eftir reglum. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, ræddi fyrsta dag leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem fram fór í Hörpu í dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að lögregla muni ekki gefa upp hve mikill mannskapur sé til taks á svæðinu vegna fundarins, það verði gefið upp að fundi loknum. „En það er nokkuð ljóst að þetta er langstærsti viðburður sem íslensk lögregluyfirvöld hafa komið að. Okkur til aðstoðar eru hér lögreglumenn frá nær öllum norðurlöndunum og öll norðurlöndin hafa unnið með okkur að undirbúningnum og við höfum fengið þeirra aðstoð,“ segir Karl Steinar. „Ég get reyndar staðfest það að eru rétt tæplega hundrað sérfræðingar frá norðurlöndunum, lögreglumenn og sérfræðingar sem verða hér með okkur næstu daga þar til þetta er búið.“ Lítilsháttar smáatriði komið upp á Karl Steinar segir daginn hafa gengið einstaklega vel hjá lögreglunni. Hann kveðst stoltur af hópnum sem komið hafi að skipulagningu viðburðarins. „Það er ekkert stórvægilegt sem hefur gerst, þetta hefur eiginlega bara gengið alveg snuðrulaust fyrir sig,“ segir Karl Steinar sem segir engar handtökur hafa farið fram vegna fundarins. „Við höfum verið að fylgjast með drónaumferð og það eru svona einhver tilvik en var nú eiginlega meira um það síðustu daga og þetta hafa meira verið smáatriði, fólk hefur ekki alveg verið að átta sig á regluverkinu sem er í gangi.“ Býst við töfum á morgun „Ég vil líka nota tækifærið og hrósa borgarbúum, fyrir það hvað þau hafa verið tillitssöm og hlýtt tilmælum okkar og leiðbeiningum. Fólk hefur greinilega virt þau og við erum afar þakklát fyrir það,“ segir Karl Steinar. Hann segir að á morgun megi einnig búast við umferðartöfum vegna fundarins, einkum frá hádegi og fram eftir degi en auk þess að morgni. „En þetta er ekki langur tími sem er eftir, þannig að vonandi gengur áfram vel á morgun eins og verið hefur í dag.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, ræddi fyrsta dag leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem fram fór í Hörpu í dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að lögregla muni ekki gefa upp hve mikill mannskapur sé til taks á svæðinu vegna fundarins, það verði gefið upp að fundi loknum. „En það er nokkuð ljóst að þetta er langstærsti viðburður sem íslensk lögregluyfirvöld hafa komið að. Okkur til aðstoðar eru hér lögreglumenn frá nær öllum norðurlöndunum og öll norðurlöndin hafa unnið með okkur að undirbúningnum og við höfum fengið þeirra aðstoð,“ segir Karl Steinar. „Ég get reyndar staðfest það að eru rétt tæplega hundrað sérfræðingar frá norðurlöndunum, lögreglumenn og sérfræðingar sem verða hér með okkur næstu daga þar til þetta er búið.“ Lítilsháttar smáatriði komið upp á Karl Steinar segir daginn hafa gengið einstaklega vel hjá lögreglunni. Hann kveðst stoltur af hópnum sem komið hafi að skipulagningu viðburðarins. „Það er ekkert stórvægilegt sem hefur gerst, þetta hefur eiginlega bara gengið alveg snuðrulaust fyrir sig,“ segir Karl Steinar sem segir engar handtökur hafa farið fram vegna fundarins. „Við höfum verið að fylgjast með drónaumferð og það eru svona einhver tilvik en var nú eiginlega meira um það síðustu daga og þetta hafa meira verið smáatriði, fólk hefur ekki alveg verið að átta sig á regluverkinu sem er í gangi.“ Býst við töfum á morgun „Ég vil líka nota tækifærið og hrósa borgarbúum, fyrir það hvað þau hafa verið tillitssöm og hlýtt tilmælum okkar og leiðbeiningum. Fólk hefur greinilega virt þau og við erum afar þakklát fyrir það,“ segir Karl Steinar. Hann segir að á morgun megi einnig búast við umferðartöfum vegna fundarins, einkum frá hádegi og fram eftir degi en auk þess að morgni. „En þetta er ekki langur tími sem er eftir, þannig að vonandi gengur áfram vel á morgun eins og verið hefur í dag.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira