Lokayfirlýsingin stutt en nái vel utan um grundvallaratriðin Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2023 09:57 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir leiðtogafundinn í Reykjavík hafa gengið ótrúlega vel. Honum lýkur síðar í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lokayfirlýsing leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík verði fremur stutt en nái vel utan um þau grundvallaratriði sem um umfjöllunar séu. Hún segir það flókið mál að koma sjónarmiðum 46 ríkja saman í eina yfirlýsingu og að hún hafi tekið breytingum fram á síðasta dag. Þetta sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir að yfirlýsing um stofnun tjónaskrárinnar var undirrituð í morgun. Katrín segir að sér þyki gærdagurinn hafa gengið ótrúlega vel. „Bæði fannst mér fundurinn sjálfur, það gekk allt upp, þetta formlega. En það voru líka góðar umræður á hringborðunum og síðan í kvöldverði leiðtoga sem var hérna í gærkvöldi. Það var í raun og veru hinn óformlegi hluti fundarins og þar eru oft mjög opnar umræður. Í dag tekur svo við hin formlega umræða þar sem ríkin fara með sína afstöðu til lokaniðurstöðu þessa fundar.“ Sýnist þér að sé samstaða um öll meginatriði lokayfirlýsingarinnar? „Já, það er auðvitað búið að leggja mikla vinnu í það og eins og hefur komið áður fram þá er það flókið mál að koma 46 ríkjum saman. Maður fann það í hinum óformlegu umræðum í gær. Þetta eru ólík ríki. Það er ólík pólitík sem ræður för í ólíkum ríkjum. Já, við erum komin með lendingu eins hvað varðar þessa tjónaskrá sem við vorum að undirrita hér áðan. Þetta er auðvitað stórt skref að halda utan um þann skaða sem Rússar hafa valdið í Úkraínu. Nú tekur við útfærslan. En bara það að stíga þetta skref, og það er þegar búið að undirbúa málið mjög vel hvernig við getum haldið utan um skráningu þannig að það ætti ekki að koma upp nein snurða á þeim þræði.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm En verður lokayfirlýsingin mikið breytt frá því sem lagt var upp með í uppkasti? „Hún er náttúrulega búin að taka breytingum fram á síðasta dag. Eins og venjan er með svona yfirlýsingar. Það sem ég er ánægð með er að mér finnst þetta vera skýrt. Mér finnst þetta ekki vera langt plagg með mjög mörgum orðum heldur er verið að draga fram ákveðin grundvallaratriði. Bæði hvað varðar ábyrgðarskylduna gagnvart Úkraínu, það er verið að leggja mikla áherslu á lýðræðið og það er verið að leggja áherslu á þessi atriði sem við höfum verið að berjast fyrir að komist hér inn á borð, eins og umhverfismálin, réttinn til umhverfis og gervigreindina sem var mikið rædd á mínu hringborði. Þannig að það er verið að taka vel utan um þessi mál. Það er náttúrulega verið að fjalla um mannréttindamáli, jafnréttismálin og réttindi barna sem hafa mikið verið rædd á fundinum. Þar er ekki síst verið að fjalla um úkraínsk börn sem hafa verið brottflutt. Þannig að ég held að við séum með yfirlýsingu sem sé ekki of löng en er samt að taka utan um aðalatriðin.“ Það átti að tilkynna á þessum fundi um aukin framlög Íslands til Úkraínu. Það er búið að segja frá færanlega neyðarsjúkrahúsinu. Er einhver meiri aukning að öðru leyti? „Nei, spítalinn er í raun og vera okkar viðbót að þessu sinni og okkur fannst mikilvægt, öllum flokkum á Alþingi, að sýna að við stöndum saman um þennan viðbótarstuðning. Þetta er ekki bara ákvörðun stjórnvalda heldur er þetta Alþingi allt sem stendur á bakvið þennan stuðning. Sú ákvörðun að færa Úkraínumönnum þennan neyðarspítala byggir á þeirra óskum, þeirra beiðnum. Við munum nú vonandi að þessum fundi loknum, mæla fyrir því máli og ljúka því hratt og örugglega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaktin: Leiðtogar gefa kost á viðtölum í morgunsárið Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður í beinni útsendingu frá Hörpu nú í morgunsárið og fylgist með þróun mála fram eftir degi í vaktinni hér á Vísi. 17. maí 2023 07:33 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Þetta sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir að yfirlýsing um stofnun tjónaskrárinnar var undirrituð í morgun. Katrín segir að sér þyki gærdagurinn hafa gengið ótrúlega vel. „Bæði fannst mér fundurinn sjálfur, það gekk allt upp, þetta formlega. En það voru líka góðar umræður á hringborðunum og síðan í kvöldverði leiðtoga sem var hérna í gærkvöldi. Það var í raun og veru hinn óformlegi hluti fundarins og þar eru oft mjög opnar umræður. Í dag tekur svo við hin formlega umræða þar sem ríkin fara með sína afstöðu til lokaniðurstöðu þessa fundar.“ Sýnist þér að sé samstaða um öll meginatriði lokayfirlýsingarinnar? „Já, það er auðvitað búið að leggja mikla vinnu í það og eins og hefur komið áður fram þá er það flókið mál að koma 46 ríkjum saman. Maður fann það í hinum óformlegu umræðum í gær. Þetta eru ólík ríki. Það er ólík pólitík sem ræður för í ólíkum ríkjum. Já, við erum komin með lendingu eins hvað varðar þessa tjónaskrá sem við vorum að undirrita hér áðan. Þetta er auðvitað stórt skref að halda utan um þann skaða sem Rússar hafa valdið í Úkraínu. Nú tekur við útfærslan. En bara það að stíga þetta skref, og það er þegar búið að undirbúa málið mjög vel hvernig við getum haldið utan um skráningu þannig að það ætti ekki að koma upp nein snurða á þeim þræði.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm En verður lokayfirlýsingin mikið breytt frá því sem lagt var upp með í uppkasti? „Hún er náttúrulega búin að taka breytingum fram á síðasta dag. Eins og venjan er með svona yfirlýsingar. Það sem ég er ánægð með er að mér finnst þetta vera skýrt. Mér finnst þetta ekki vera langt plagg með mjög mörgum orðum heldur er verið að draga fram ákveðin grundvallaratriði. Bæði hvað varðar ábyrgðarskylduna gagnvart Úkraínu, það er verið að leggja mikla áherslu á lýðræðið og það er verið að leggja áherslu á þessi atriði sem við höfum verið að berjast fyrir að komist hér inn á borð, eins og umhverfismálin, réttinn til umhverfis og gervigreindina sem var mikið rædd á mínu hringborði. Þannig að það er verið að taka vel utan um þessi mál. Það er náttúrulega verið að fjalla um mannréttindamáli, jafnréttismálin og réttindi barna sem hafa mikið verið rædd á fundinum. Þar er ekki síst verið að fjalla um úkraínsk börn sem hafa verið brottflutt. Þannig að ég held að við séum með yfirlýsingu sem sé ekki of löng en er samt að taka utan um aðalatriðin.“ Það átti að tilkynna á þessum fundi um aukin framlög Íslands til Úkraínu. Það er búið að segja frá færanlega neyðarsjúkrahúsinu. Er einhver meiri aukning að öðru leyti? „Nei, spítalinn er í raun og vera okkar viðbót að þessu sinni og okkur fannst mikilvægt, öllum flokkum á Alþingi, að sýna að við stöndum saman um þennan viðbótarstuðning. Þetta er ekki bara ákvörðun stjórnvalda heldur er þetta Alþingi allt sem stendur á bakvið þennan stuðning. Sú ákvörðun að færa Úkraínumönnum þennan neyðarspítala byggir á þeirra óskum, þeirra beiðnum. Við munum nú vonandi að þessum fundi loknum, mæla fyrir því máli og ljúka því hratt og örugglega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaktin: Leiðtogar gefa kost á viðtölum í morgunsárið Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður í beinni útsendingu frá Hörpu nú í morgunsárið og fylgist með þróun mála fram eftir degi í vaktinni hér á Vísi. 17. maí 2023 07:33 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Vaktin: Leiðtogar gefa kost á viðtölum í morgunsárið Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður í beinni útsendingu frá Hörpu nú í morgunsárið og fylgist með þróun mála fram eftir degi í vaktinni hér á Vísi. 17. maí 2023 07:33