Áður en keppni hófst í ensku B-deildinni síðasta haust hefðu eflaust ekki mörg spáð því að Coventry og Luton myndu mætast í síðasta leik tímabilsins.
Talið er að sigurvegari umspilsins muni þéna allt að 265 milljónir punda [46,5 milljarður íslenskra króna] meira á næstu leiktíð þökk sé sjónvarps-, styrktar- og auglýsingasamningum ensku úrvalsdeildarinnar.
Til að gera einvígið enn áhugaverðara er vert að nefna að bæði Coventry og Luton voru í League 2, ensku D-deildinni, árið 2018. Upprisa liðanna tveggja hefur því verið hröð og horfa Hollywood-eigendur Wrexham eflaust á bæði lið með þá drauma að Wrexham geti leikið þetta eftir.
Luton vs Coventry was a League Two fixture in 2018.
— talkSPORT (@talkSPORT) May 17, 2023
They will face each other at Wembley to fight for a place in the Premier League. #LTFC #CCFC pic.twitter.com/6EnrEnluAI
Ekki nóg með það heldur var Coventry á botni B-deildarinnar í október. Í stað þess að reka þjálfarann var Mark Robins treyst fyrir starfinu og er Coventry nú 90 mínútum frá ensku úrvalsdeildinni en þar spilaði félagið síðast árið 2001.
Coventry City were bottom of the Championship in October.
— talkSPORT (@talkSPORT) May 17, 2023
They are now 90 minutes away from the Premier League.
Mark Robins masterclass. #CCFC pic.twitter.com/xKfSuXep7M
Verðmætasti fótboltaleikur hvers árs fer fram þann 27. maí næstkomandi. Þá kemur í ljós hvort Coventry eða Luton muni leika í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2023-24.