Mesta hættan virðist liðin hjá og óvissustigi aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. maí 2023 12:14 Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS. Vísir/Arnar Dregið hefur úr netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir eftir að leiðtogafundi Evrópuráðsins lauk í gær. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir tölvuþrjóta hafa státað sig af góðum árangri, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið mikill. Netþrjótar, hliðhollir málstað Rússa, beindu sjónum sínum að íslenskum netinnviðum í aðdraganda leiðtogafundarins og á meðan hann stóð yfir. Þeim tókst að taka nokkrar vefsíður niður um stundarsakir, en yfir það heila var lítill skaði unninn. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir álagið hafa minnkað til muna eftir að fundinum lauk. „Það hefur ekkert raunatvik gerst síðastliðinn sólarhring. Það hafa verið áframhaldandi tilraunir til álagsárása á vefinnviði, en varnirnar virðast hafa verið að taka þetta nokkuð létt síðasta sólarhring,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. Viðbragð við árásunum hafi gengið vel og samhæfing við rekstraraðila sömuleiðis. Þrjótarnir ánægðir með sig Nokkrar árásir hafi borið einhvern árangur, þó skaðinn hafi ekki verið mikill. Á þriðjudag var ráðist á síður Alþingis og Hæstaréttar. Í gær var síða ISAVIA síðan gerð óvirk í stutta stund. Síðan á hádegi í gær hafi tölvuþrjótarnir hins vegar haft lítið upp úr krafsinu. „Þó þeir hafi nú státað sig af því að hafa staðið sig vel í innri spjallrásum hjá sjálfum sér í framhaldinu.“ Um þann árangur megi deila, þó vissulega hafi þeim tekist að ná nokkrum síðum niður í einhverja stund. Það sem mestu máli skipti sé að undirbúningur sveitarinnar og rekstraraðila hafi verið góður. Vel hafi tekist til við að spá fyrir um hvers eðlis árásirnar yrðu, og viðbrögðin góð eftir því. Verða áfram á varðbergi Útlit sé fyrir að mesta hættan sé liðin hjá, en skömmu fyrir fréttir var óvissustigi Almannavarna vegna netárásanna aflýst. CERT-IS verður þó áfram á varðbergi út vikuna. „Maður veit aldrei hversu lengi svona athygli getur ýtt undir árásir, en athyglinni á Íslandi vegna leiðtogafundarins er væntanlega lokið eða að fjara undan henni núna. Við reiknum með að það sama muni eiga við um áhuga netglæpamanna á að valda einhverjum usla hér í íslenska netumdæminu,“ segir Guðmundur Arnar. Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Netþrjótar, hliðhollir málstað Rússa, beindu sjónum sínum að íslenskum netinnviðum í aðdraganda leiðtogafundarins og á meðan hann stóð yfir. Þeim tókst að taka nokkrar vefsíður niður um stundarsakir, en yfir það heila var lítill skaði unninn. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir álagið hafa minnkað til muna eftir að fundinum lauk. „Það hefur ekkert raunatvik gerst síðastliðinn sólarhring. Það hafa verið áframhaldandi tilraunir til álagsárása á vefinnviði, en varnirnar virðast hafa verið að taka þetta nokkuð létt síðasta sólarhring,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. Viðbragð við árásunum hafi gengið vel og samhæfing við rekstraraðila sömuleiðis. Þrjótarnir ánægðir með sig Nokkrar árásir hafi borið einhvern árangur, þó skaðinn hafi ekki verið mikill. Á þriðjudag var ráðist á síður Alþingis og Hæstaréttar. Í gær var síða ISAVIA síðan gerð óvirk í stutta stund. Síðan á hádegi í gær hafi tölvuþrjótarnir hins vegar haft lítið upp úr krafsinu. „Þó þeir hafi nú státað sig af því að hafa staðið sig vel í innri spjallrásum hjá sjálfum sér í framhaldinu.“ Um þann árangur megi deila, þó vissulega hafi þeim tekist að ná nokkrum síðum niður í einhverja stund. Það sem mestu máli skipti sé að undirbúningur sveitarinnar og rekstraraðila hafi verið góður. Vel hafi tekist til við að spá fyrir um hvers eðlis árásirnar yrðu, og viðbrögðin góð eftir því. Verða áfram á varðbergi Útlit sé fyrir að mesta hættan sé liðin hjá, en skömmu fyrir fréttir var óvissustigi Almannavarna vegna netárásanna aflýst. CERT-IS verður þó áfram á varðbergi út vikuna. „Maður veit aldrei hversu lengi svona athygli getur ýtt undir árásir, en athyglinni á Íslandi vegna leiðtogafundarins er væntanlega lokið eða að fjara undan henni núna. Við reiknum með að það sama muni eiga við um áhuga netglæpamanna á að valda einhverjum usla hér í íslenska netumdæminu,“ segir Guðmundur Arnar.
Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira