Dæmdir hryðjuverkamenn í framboði í kosningum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. maí 2023 15:00 Arnaldo Otegi, leiðtogi EH Bildu, á blaðamannafundi eftir að sjö dæmdir hryðjuverkamenn ETA drógu framboð sín tilbaka. Nöfn þeirra verða engu að síður á kjörseðlum nk. sunnudag, 28. maí. Europa Press 44 dæmdir hryðjuverkamenn eru á framboðslistum í sveitarstjórnarkosningunum á Spáni sem fram fara eftir slétta viku. Sjö þeirra, sem öll hafa afplánað dóma fyrir morð, hafa lýst því yfir að þau taki ekki sæti nái þau kjöri. Kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni sem fram fara þann 28. maí hófst formlega um síðustu helgi. Þá voru allir framboðslistar opinberaðir. Aðskilnaðarsinnar Baska bjóða fram dæmda hryðjuverkamenn Mönnum brá illilega í brún þegar listar aðskilnaðarsinna í Baskalandi á Norður-Spáni voru kynntir. Flokkurinn sem heitir Euskal Herria Bildu er af mörgum sakaður um að vera arftaki hryðjuverkasamtakanna ETA sem um áratugaskeið framdi skæð hryðjuverk á Spáni í baráttu sinni fyrir sjálfstæði Baskalands. Alls myrtu liðsmenn samtakanna 854 einstaklinga, mest lögreglu- og hermenn en líka almenna borgara. Hryðjuverkasamtökin tilheyra fortíðinni Samtökin létu af illvirkjum sínum fyrir 12 árum og voru svo formlega leyst upp fyrir fimm árum. Síðan þá hafa flestir hinna dæmdu beðist afsökunar á gjörðum sínum og reynt hefur verið að græða sárin sem gjörðir samtakanna skildu eftir sig í Baskalandi. Það kom hins vegar illa við kaunin á samtökum aðstandenda hinna myrtu að sjá 44 dæmda hryðjuverkamenn á framboðslistum flokksins um síðustu helgi. Þau ráku upp ramakvein og sama má segja um alla stjórnmálaflokka landsins frá vinstri til hægri. Í kjölfarið lýstu þau 7 sem afplánað hafa dóma fyrir morð því yfir að þau taki ekki sæti í sveitastjórnum nái þau kjöri. Hin 37 voru dæmd fyrir minniháttar þátttöku í hryðjuverkasamtökunum en þess hefur engu að síður verið krafist að þau víki einnig sæti. Eldfimt efni í kosningabaráttunni Málið hefur orðið að miklu bitbeini á milli leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu, en Bildu er stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar. Feijóo, leiðtogi hægri manna í stjórnarandstöðu sakaði Sanchez forsætisráðherra um að koma fram af meiri virðingu við böðlana en fórnarlömb þeirra, en Sanchéz sakaði Feijóo á móti um lýðskrum í þágu kosningabaráttunnar. Þegar ETA væri ekki lengur til reyndu hægri flokkarnir að blása upp vægi þeirra til þess að fiska atkvæði almennings. Spánn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni sem fram fara þann 28. maí hófst formlega um síðustu helgi. Þá voru allir framboðslistar opinberaðir. Aðskilnaðarsinnar Baska bjóða fram dæmda hryðjuverkamenn Mönnum brá illilega í brún þegar listar aðskilnaðarsinna í Baskalandi á Norður-Spáni voru kynntir. Flokkurinn sem heitir Euskal Herria Bildu er af mörgum sakaður um að vera arftaki hryðjuverkasamtakanna ETA sem um áratugaskeið framdi skæð hryðjuverk á Spáni í baráttu sinni fyrir sjálfstæði Baskalands. Alls myrtu liðsmenn samtakanna 854 einstaklinga, mest lögreglu- og hermenn en líka almenna borgara. Hryðjuverkasamtökin tilheyra fortíðinni Samtökin létu af illvirkjum sínum fyrir 12 árum og voru svo formlega leyst upp fyrir fimm árum. Síðan þá hafa flestir hinna dæmdu beðist afsökunar á gjörðum sínum og reynt hefur verið að græða sárin sem gjörðir samtakanna skildu eftir sig í Baskalandi. Það kom hins vegar illa við kaunin á samtökum aðstandenda hinna myrtu að sjá 44 dæmda hryðjuverkamenn á framboðslistum flokksins um síðustu helgi. Þau ráku upp ramakvein og sama má segja um alla stjórnmálaflokka landsins frá vinstri til hægri. Í kjölfarið lýstu þau 7 sem afplánað hafa dóma fyrir morð því yfir að þau taki ekki sæti í sveitastjórnum nái þau kjöri. Hin 37 voru dæmd fyrir minniháttar þátttöku í hryðjuverkasamtökunum en þess hefur engu að síður verið krafist að þau víki einnig sæti. Eldfimt efni í kosningabaráttunni Málið hefur orðið að miklu bitbeini á milli leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu, en Bildu er stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar. Feijóo, leiðtogi hægri manna í stjórnarandstöðu sakaði Sanchez forsætisráðherra um að koma fram af meiri virðingu við böðlana en fórnarlömb þeirra, en Sanchéz sakaði Feijóo á móti um lýðskrum í þágu kosningabaráttunnar. Þegar ETA væri ekki lengur til reyndu hægri flokkarnir að blása upp vægi þeirra til þess að fiska atkvæði almennings.
Spánn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira