„Þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. maí 2023 18:56 Tunnurnar fjórar sem Reykvíkingar koma til með að kynnast í ár. Nýjar ruslatunnur eru á leiðinni til borgarbúa og bætist að minnsta kosti ein tunna við flest öll heimili landsins í sumar. Einhverjir hafa kvartað yfir því að hafa ekki pláss í tunnuskýlum sínum fyrir nýju tunnuna. Samskiptastjóri Sorpu segir innviðauppbyggingu heimilanna vera eðlileg þróun. Hingað til hefur rusl verið flokkað í þrjá flokka. Plast, pappír og pappa, og svo blandaðan úrgang eða almennt sorp. Flokknum Lífrænn úrgangur hefur nú verið bætt við en það er gert vegna þess að nú er ólöglegt að urða matarleifar. Til þess að geta flokkað lífrænan úrgang munu nýjar ruslatunnur koma í gagnið á öllu landinu á þessu ári. Dreifing nýju tunnanna er nú þegar hafin austarlega í Reykjavík og heldur dreifing þeirra áfram í sumar. Þegar kemur að fjölbýlishúsum er það mjög mismunandi eftir íbúðafjölda hvaða tunnubreytingar verða gerðar. Þó eiga flest öll fjölbýlishús það sameiginlegt að nýrri brúnni tunnu fyrir matarleifar verður bætt við. Tvær tunnur hafa dugað hjá flestum, ein endurvinnslutunna og ein fyrir almennt sorp. Héðan í frá verður þó ekki í boði að setja pappa, pappír og plast í sömu tunnuna heldur er þessu skipt í sitthvora tunnuna. Það á þó einungis við um einbýli þar sem búa fjórir eða fleiri. Þar sem búa þrír eða færri kemur tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappa og pappír. Þá fá allir íbúar tvískipta tunnu með hólfi fyrir lífrænan úrgang og hólfi fyrir almennt sorp sem ekki er hægt að endurvinna, líkt og eyrnapinna, tíðarvörur og bökunarpappír. Þetta fyrirkomulag fer í taugarnar á sumum og telur fólk sig eiga eftir að vera í vandræðum með flokkunina héðan í frá. Þá hafa einhverjir bent á að það sé einfaldlega ekki pláss fyrir þrjár tunnur í ruslatunnuskýlunum sem þeir hafa reist á lóð sinni. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, bendir á að uppbygging innviða heimila sé eðlileg þróun þegar verið er að auka endurvinnslu. „Við erum að fara úr því að vera í línulegu hagkerfi þar sem við tökum hluti, notum þá og hendum þeim yfir í að vera með hringrásarhagkerfi þar sem við kaupum hluti, notum þá, höldum áfram að nota þá, fáum helst einhvern annan að nota þá þegar við erum hætt að nota þá og komum þeim síðan í endurvinnslu. Það að þurfa að setja upp smá innviði fyrir hringrásarhagkerfið, þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dorfi Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Ef það eru einhverjir sem fagna þessari breytingu, þá eru það líklegast umhverfissinnar og áhugafólk um endurvinnslu. Já, og þeir sem selja ruslatunnuskýli. „Við höfum tekið eftir því hjá okkur að það er meiri eftirspurn og fólk hefur verið að spyrjast meira um þetta. Við höfum vitað af þessu í svolítinn tíma og við höfum séð síðustu árin að það er aukin eftirspurn eftir skýlunum. Veður og vindar á Íslandi hafa verið á fullu og fólk er að sækjast eftir þessu,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, sölustjóri hellna, flots og smáeininga hjá Steypustöðinni. Halldór Harri Kristjánsson er sölustjóri hjá Steypustöðinni. Vísir/Bjarni Áfram verður gert ráð fyrir að íbúar sjá sjálfir um að safna gleri, málmum og fatnaði sem á að henda, og komi því á næstu grenndarstöð eða í Sorpu. Í haust þegar reynsla verður komin á þetta fyrirkomulag munu sveitarfélögin hnika til og hliðra og sjá hvort einhverjir megi við því að hafa færri tunnur en aðrir. Sorpa Umhverfismál Sorphirða Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Hingað til hefur rusl verið flokkað í þrjá flokka. Plast, pappír og pappa, og svo blandaðan úrgang eða almennt sorp. Flokknum Lífrænn úrgangur hefur nú verið bætt við en það er gert vegna þess að nú er ólöglegt að urða matarleifar. Til þess að geta flokkað lífrænan úrgang munu nýjar ruslatunnur koma í gagnið á öllu landinu á þessu ári. Dreifing nýju tunnanna er nú þegar hafin austarlega í Reykjavík og heldur dreifing þeirra áfram í sumar. Þegar kemur að fjölbýlishúsum er það mjög mismunandi eftir íbúðafjölda hvaða tunnubreytingar verða gerðar. Þó eiga flest öll fjölbýlishús það sameiginlegt að nýrri brúnni tunnu fyrir matarleifar verður bætt við. Tvær tunnur hafa dugað hjá flestum, ein endurvinnslutunna og ein fyrir almennt sorp. Héðan í frá verður þó ekki í boði að setja pappa, pappír og plast í sömu tunnuna heldur er þessu skipt í sitthvora tunnuna. Það á þó einungis við um einbýli þar sem búa fjórir eða fleiri. Þar sem búa þrír eða færri kemur tvískipt tunna með hólfi fyrir plast og hólfi fyrir pappa og pappír. Þá fá allir íbúar tvískipta tunnu með hólfi fyrir lífrænan úrgang og hólfi fyrir almennt sorp sem ekki er hægt að endurvinna, líkt og eyrnapinna, tíðarvörur og bökunarpappír. Þetta fyrirkomulag fer í taugarnar á sumum og telur fólk sig eiga eftir að vera í vandræðum með flokkunina héðan í frá. Þá hafa einhverjir bent á að það sé einfaldlega ekki pláss fyrir þrjár tunnur í ruslatunnuskýlunum sem þeir hafa reist á lóð sinni. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, bendir á að uppbygging innviða heimila sé eðlileg þróun þegar verið er að auka endurvinnslu. „Við erum að fara úr því að vera í línulegu hagkerfi þar sem við tökum hluti, notum þá og hendum þeim yfir í að vera með hringrásarhagkerfi þar sem við kaupum hluti, notum þá, höldum áfram að nota þá, fáum helst einhvern annan að nota þá þegar við erum hætt að nota þá og komum þeim síðan í endurvinnslu. Það að þurfa að setja upp smá innviði fyrir hringrásarhagkerfið, þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dorfi Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Ef það eru einhverjir sem fagna þessari breytingu, þá eru það líklegast umhverfissinnar og áhugafólk um endurvinnslu. Já, og þeir sem selja ruslatunnuskýli. „Við höfum tekið eftir því hjá okkur að það er meiri eftirspurn og fólk hefur verið að spyrjast meira um þetta. Við höfum vitað af þessu í svolítinn tíma og við höfum séð síðustu árin að það er aukin eftirspurn eftir skýlunum. Veður og vindar á Íslandi hafa verið á fullu og fólk er að sækjast eftir þessu,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, sölustjóri hellna, flots og smáeininga hjá Steypustöðinni. Halldór Harri Kristjánsson er sölustjóri hjá Steypustöðinni. Vísir/Bjarni Áfram verður gert ráð fyrir að íbúar sjá sjálfir um að safna gleri, málmum og fatnaði sem á að henda, og komi því á næstu grenndarstöð eða í Sorpu. Í haust þegar reynsla verður komin á þetta fyrirkomulag munu sveitarfélögin hnika til og hliðra og sjá hvort einhverjir megi við því að hafa færri tunnur en aðrir.
Sorpa Umhverfismál Sorphirða Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira