10 til 30 prósent Covid-greindra glími við langvarandi einkenni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2023 06:35 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Arnar Á árunum 2018 til 2023 hafa verið skráðar 3.017 komur á heilsugæslur landsins í tengslum við langvarandi einkenni Covid-19. Þar af voru heimsóknir karla 1.040, kvenna 1.982 og kynsegin fimm. Þetta kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um langvinn áhrif Covid-19. Það ber að athuga að ekki er endilega um að ræða 3.017 einstaklinga, þar sem sami einstaklingurinn getur hafa leitað aðstoðar á fleiri en einu ári. Auk þeirra sem leituðu á heilsugæslu vegna langvarandi einkenna Covid-19 áttu 198 einstalingar komur á göngudeildir heilbrigðisstofnana á árunum 2018 til 2022. „Töluverð óvissa er um fjölda þeirra sem glíma við þessi langvinnu einkenni. Almennt er talið að um 10–30% þeirra sem greinast með COVID-19 glími við einhverjar langvinnar afleiðingar eftir sýkinguna. Langvinn áhrif COVID-19 eru skilgreind sem einkenni sem hafa varað lengur en þrjá mánuði og komu fram við sýkinguna eða eftir sýkinguna og ekki er hægt að útskýra með öðrum hætti,“ segir í svörum ráðherra. Þar segir einnig að þann 20. mars 2023 hafi alls borist 255 beiðnir til Reykjalundar þar sem langvinn einkenni Covid-19 voru aðalástæða meðferðarbeiðni. Þar af höfðu 144 lokið meðferð, 20 voru í meðferð og 26 á leið í meðferð. Þá höfðu um hundrað einstaklingar leitað til Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. „Þar sem einkenni þeirra sem glíma við langvinn áhrif COVID-19 eru fjölbreytileg er ekki hægt að segja til um hvaða meðferð eða endurhæfing hentar best fyrir hópinn í heild. Til viðbótar hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gefið út ráðleggingar varðandi þennan hóp þar sem mælt er með að ákvarða og skipuleggja endurhæfingu út frá einkennum hvers og eins, frekar en þeirri staðreynd að um langvinn áhrif COVID-19 sé að ræða,“ segir í svörum ráðherra. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um langvinn áhrif Covid-19. Það ber að athuga að ekki er endilega um að ræða 3.017 einstaklinga, þar sem sami einstaklingurinn getur hafa leitað aðstoðar á fleiri en einu ári. Auk þeirra sem leituðu á heilsugæslu vegna langvarandi einkenna Covid-19 áttu 198 einstalingar komur á göngudeildir heilbrigðisstofnana á árunum 2018 til 2022. „Töluverð óvissa er um fjölda þeirra sem glíma við þessi langvinnu einkenni. Almennt er talið að um 10–30% þeirra sem greinast með COVID-19 glími við einhverjar langvinnar afleiðingar eftir sýkinguna. Langvinn áhrif COVID-19 eru skilgreind sem einkenni sem hafa varað lengur en þrjá mánuði og komu fram við sýkinguna eða eftir sýkinguna og ekki er hægt að útskýra með öðrum hætti,“ segir í svörum ráðherra. Þar segir einnig að þann 20. mars 2023 hafi alls borist 255 beiðnir til Reykjalundar þar sem langvinn einkenni Covid-19 voru aðalástæða meðferðarbeiðni. Þar af höfðu 144 lokið meðferð, 20 voru í meðferð og 26 á leið í meðferð. Þá höfðu um hundrað einstaklingar leitað til Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. „Þar sem einkenni þeirra sem glíma við langvinn áhrif COVID-19 eru fjölbreytileg er ekki hægt að segja til um hvaða meðferð eða endurhæfing hentar best fyrir hópinn í heild. Til viðbótar hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gefið út ráðleggingar varðandi þennan hóp þar sem mælt er með að ákvarða og skipuleggja endurhæfingu út frá einkennum hvers og eins, frekar en þeirri staðreynd að um langvinn áhrif COVID-19 sé að ræða,“ segir í svörum ráðherra.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira