„Hættir að haltra og farnir að labba“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. maí 2023 22:26 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var eðlilega sáttur með sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik sigraði Val 1-0 á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Ég er bara gríðarlega sáttur, mér fannst þetta mjög öflug frammistaða og mér fannst við stjórna þessum leik eiginlega frá upphafi til enda. Vissulega vorum við ekkert vaðandi í færum, þetta var frekar lokaður leikur þannig lagað en mér fannst við hafa stjórn á þessu og ég er bara virkilega ánægður“ Eftir erfiða byrjun á mótinu og tvö töp í fyrstu þremur leikjunum hefur Breiðablik nú unnið sína síðustu sex leiki. „Að byggja á KA leiknum inn í þennan leik og við byggjum svo áfram á þessari frammistöðu, þá finnst mér við vera hættir að haltra og farnir að labba allavega“ Breiðablik spilaði góðan varnarleik og tókst að halda markinu hreinu gegn Val sem hafði fyrir þennan leik skorað flest mörk allra liða í deildinni. Óskar sagði fyrir leik að það væri mikilvægt að brjóta niður spil Valsmanna upp kantinn en það var ekki það eina sem skilaði sigrinum í dag. „Lykillinn var að vera aggressívir á bæði kantspilið og síðan auðvitað þessi gæði sem eru inni á miðjunni [hjá Val]. Þetta eru rosalega góðir fótboltamenn, Aron og Kiddi, það er ekkert grín að eiga við þetta Valslið en vissulega er mikilvægt að Birkir og Sigurður Egill séu ekki með flugbraut upp kantinn og nái ekki að tengjast Adami og Orra.“ Breiðablik mættu einbeittir til leiks, virkuðu hættulegir strax frá fyrstu mínútu og stjórnuðu leiknum þrátt fyrir að skapa sér ekki mörg hættuleg færi. „Þegar við töpuðum boltanum þá vorum við mjög fljótir að skipta yfir í varnarhugarfar sem gerði það að verkum að við vorum sárasjaldan opnir, vorum mjög þéttir.“ Breiðablik fer með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings. Óskar segir varasamt að rýna of mikið í töfluna þegar svo lítið er búið af mótinu. „Það eru 18 leikir eftir, fullt af stigum í pottinum. Við erum á ágætis róli núna og gæði Valsmanna eru gríðarleg, síðan eiga önnur lið eftir að fara á skrið... Mér finnst þessi deild vera betri en áður, liðin eru jafnari síðan ég byrjaði að þjálfa, fleiri lið sem þora að spila fótbolta og mér finnst það frábært. Það er rosalega margt sem á eftir að gerast og við erum að ná taktinum, höltruðum framan af móti, erum farnir að labba óstuddir ekki með staf og vonandi verðum við farnir að hlaupa áður en við vitum.“ Breiðablik vonast til að byggja ofan á þessu góða gengi þegar liðið mætir Keflavík í 9. umferð deildarinnar. Leikurinn fer fram á HS Orku vellinum í Keflavík, næsta mánudag klukkan 19:15. Besta deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 21:55 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega sáttur, mér fannst þetta mjög öflug frammistaða og mér fannst við stjórna þessum leik eiginlega frá upphafi til enda. Vissulega vorum við ekkert vaðandi í færum, þetta var frekar lokaður leikur þannig lagað en mér fannst við hafa stjórn á þessu og ég er bara virkilega ánægður“ Eftir erfiða byrjun á mótinu og tvö töp í fyrstu þremur leikjunum hefur Breiðablik nú unnið sína síðustu sex leiki. „Að byggja á KA leiknum inn í þennan leik og við byggjum svo áfram á þessari frammistöðu, þá finnst mér við vera hættir að haltra og farnir að labba allavega“ Breiðablik spilaði góðan varnarleik og tókst að halda markinu hreinu gegn Val sem hafði fyrir þennan leik skorað flest mörk allra liða í deildinni. Óskar sagði fyrir leik að það væri mikilvægt að brjóta niður spil Valsmanna upp kantinn en það var ekki það eina sem skilaði sigrinum í dag. „Lykillinn var að vera aggressívir á bæði kantspilið og síðan auðvitað þessi gæði sem eru inni á miðjunni [hjá Val]. Þetta eru rosalega góðir fótboltamenn, Aron og Kiddi, það er ekkert grín að eiga við þetta Valslið en vissulega er mikilvægt að Birkir og Sigurður Egill séu ekki með flugbraut upp kantinn og nái ekki að tengjast Adami og Orra.“ Breiðablik mættu einbeittir til leiks, virkuðu hættulegir strax frá fyrstu mínútu og stjórnuðu leiknum þrátt fyrir að skapa sér ekki mörg hættuleg færi. „Þegar við töpuðum boltanum þá vorum við mjög fljótir að skipta yfir í varnarhugarfar sem gerði það að verkum að við vorum sárasjaldan opnir, vorum mjög þéttir.“ Breiðablik fer með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings. Óskar segir varasamt að rýna of mikið í töfluna þegar svo lítið er búið af mótinu. „Það eru 18 leikir eftir, fullt af stigum í pottinum. Við erum á ágætis róli núna og gæði Valsmanna eru gríðarleg, síðan eiga önnur lið eftir að fara á skrið... Mér finnst þessi deild vera betri en áður, liðin eru jafnari síðan ég byrjaði að þjálfa, fleiri lið sem þora að spila fótbolta og mér finnst það frábært. Það er rosalega margt sem á eftir að gerast og við erum að ná taktinum, höltruðum framan af móti, erum farnir að labba óstuddir ekki með staf og vonandi verðum við farnir að hlaupa áður en við vitum.“ Breiðablik vonast til að byggja ofan á þessu góða gengi þegar liðið mætir Keflavík í 9. umferð deildarinnar. Leikurinn fer fram á HS Orku vellinum í Keflavík, næsta mánudag klukkan 19:15.
Besta deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 21:55 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 21:55
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti