Synd að eina náttúrugripasýningin verði í skötulíki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. maí 2023 14:00 Finnur harmar hvernig er komið fyrir stofnuninni. Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, óttast að starfsemi eina náttúrugripasafnsins á höfuðborgarsvæðinu verði í skötulíki eftir að öllu starfsfólki var sagt upp. Rannsóknarhluti safnsins verður lagður niður en reynt verður að halda sýningunni opinni á einum starfsmanni. „Miðað við það sem hefur verið þá verður í mínum huga frekar dregið úr þessum hluta starfseminnar þó að þau vilji meina að það eigi að efla þann hluta,“ segir Finnur. „Tíminn verður að leiða í ljós hvernig þeim tekst til að gera það.“ Rannsóknarhlutanum slaufað Á Náttúrufræðistofunni eru nú rúmlega fimm stöðugildi náttúrufræðinga sem starfa við sýningarhald, rannsóknir og fræðslu, svo sem fyrir nemendur grunnskóla og almenning. Það er 4,5 föst stöðugildi og einn starfsmaður sem er í 75 prósent starfi utan launaáætlunar. Á Náttúrufræðistofunni hefur verið föst grunnsýning um áratuga skeið.Náttúrufræðistofa Kópavogs Rannsóknirnar eru einkum á vatnavistfræði en Kópavogsbær vildi ekki halda þeim áfram. Að sögn Finns er verið að reyna að finna aðra stofnun sem er reiðubúin að taka yfir vistrannsóknirnar. Náttúrufræðistofan hefur verið starfrækt í um 40 ár og grunnsýningin hefur verið í sérhönnuðu húsnæði í Hamraborg frá árinu 2002. Áður var hún staðsett á Digranesvegi. Hefur það verið eina sýningin af þessum toga eftir að Náttúrugripasafn Íslands lokaði á Hlemmi árið 2008. Í sýningunni í Kópavogi er tekið heildstætt á jarðfræði og líffræði Íslands. Synd Finnur segist hafa heyrt að grunnsýningunni í Hamraborg verði haldið út þetta ár en eftir það verði einhvers konar skammtímasýningar. Bærinn ætli að reyna að halda í sýningargripina. Það sé synd hvernig farið hafi fyrir þessu. „Þeir ætla að reyna að halda í nafnið. Það verður samt enginn starfsmaður þarna og eini starfsmaðurinn mun heyra undir forstöðumann Gerðarsafns,“ segir Finnur. Kópavogur Söfn Dýr Vísindi Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Rannsóknarhluti safnsins verður lagður niður en reynt verður að halda sýningunni opinni á einum starfsmanni. „Miðað við það sem hefur verið þá verður í mínum huga frekar dregið úr þessum hluta starfseminnar þó að þau vilji meina að það eigi að efla þann hluta,“ segir Finnur. „Tíminn verður að leiða í ljós hvernig þeim tekst til að gera það.“ Rannsóknarhlutanum slaufað Á Náttúrufræðistofunni eru nú rúmlega fimm stöðugildi náttúrufræðinga sem starfa við sýningarhald, rannsóknir og fræðslu, svo sem fyrir nemendur grunnskóla og almenning. Það er 4,5 föst stöðugildi og einn starfsmaður sem er í 75 prósent starfi utan launaáætlunar. Á Náttúrufræðistofunni hefur verið föst grunnsýning um áratuga skeið.Náttúrufræðistofa Kópavogs Rannsóknirnar eru einkum á vatnavistfræði en Kópavogsbær vildi ekki halda þeim áfram. Að sögn Finns er verið að reyna að finna aðra stofnun sem er reiðubúin að taka yfir vistrannsóknirnar. Náttúrufræðistofan hefur verið starfrækt í um 40 ár og grunnsýningin hefur verið í sérhönnuðu húsnæði í Hamraborg frá árinu 2002. Áður var hún staðsett á Digranesvegi. Hefur það verið eina sýningin af þessum toga eftir að Náttúrugripasafn Íslands lokaði á Hlemmi árið 2008. Í sýningunni í Kópavogi er tekið heildstætt á jarðfræði og líffræði Íslands. Synd Finnur segist hafa heyrt að grunnsýningunni í Hamraborg verði haldið út þetta ár en eftir það verði einhvers konar skammtímasýningar. Bærinn ætli að reyna að halda í sýningargripina. Það sé synd hvernig farið hafi fyrir þessu. „Þeir ætla að reyna að halda í nafnið. Það verður samt enginn starfsmaður þarna og eini starfsmaðurinn mun heyra undir forstöðumann Gerðarsafns,“ segir Finnur.
Kópavogur Söfn Dýr Vísindi Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31
Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24