Þorpið, sem er í La Rioja héraði, átti fyrra metið upp á 32 sekúndur. Salvador Perez, sem hefur verið þorpsstjóri Villaroya frá árinu 1973, segir í samtali við spænska fjölmiðla að íbúarnir sjö, sem eru með kosningarétt, séu vel æfðir í því að kjósa hratt.
Þá segir hann að það sé íbúum þorpsins kappsmál að halda kosningahraðametinu og koma í veg fyrir það að þrír íbúar þorpsins Illán de Vacas hirði það af þeim.
„Ég veit ekki hvort ég fái öll atkvæðin sjö, en það er næsta víst,“ er haft eftir honum.