Arnar Grétarsson: Við setjum þetta aftur upp í mót Sverrir Mar Smárason skrifar 29. maí 2023 22:01 Arnar var sáttur með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Arnari Grétarssyni, þjálfara Vals, var létt í leikslok eftir sigur síns liðs gegn Víkingum. Valsmenn átt erfiða leiki undanfarið og tókst nú að vera fyrsta liðið til þess að stoppa sigurgöngu Víkinga. “Já auðvitað þegar við töpum gegn Grindavík, gerum jafntefli við Keflavík og töpum svo gegn Breiðabliki. Þetta er bara alltaf erfitt þegar þú vinnur ekki fótboltaleiki og ég tala nú ekki um í liði sem vill ná árangri. Við erum alveg meðavitaðir um það að við erum á réttri leið og erum að gera góða hluti. Bara hörku leikur tveggja góðra liða í dag. Maður sér að Víkingar eru með bullandi sjálfstraust og halda alltaf áfram. Þrátt fyrir að lenda undir í tvígang og koma til baka. En ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig, skorum þrjú góð mörk og áttum fín upphlaup. Maður sá það að menn voru stundum smá hræddir við að halda í tuðruna sem er skiljanlegt,” sagði Arnar. Hlynur Freyr Karlsson var einn besti maður vallarins í kvöld í áhugaverðu hlutverki. Honum var stillt upp á miðjunni en lék oftar en ekki í miðri varnarlínunni. “Við ætluðum að láta hann díla við Nikolaj. Þeir fara alltaf í þetta 3-2-5, overloada öðru hvoru megin og menn lenda í basli. Þá vildum við að hafsentarnir myndu stíga upp í miðjumennina þeirra og Hlynur myndi taka Nikolaj. Hann gerði það gríðarlega vel í dag og mér fannst bara varnarleikurinn heilt yfir hrikalega flottur og svo vorum við hættulegir fram á við. Hefði viljað sjá eitt mark í fyrri hálfleik. Auðvitað eru þeir alltaf hættulegir og það er drulluerfitt að verjast Víkingum,” sagði Arnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson átti sömuleiðis frábæran dag þar sem hann bæði skoraði tvö mörk og lagði svo upp eitt á Aron Jóhannsson. “Já og svo átti hann frábæra spretti í fyrri hálfleik og bara virkilega flottur. Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að einhverjir myndu stíga upp til að vinna svona leik. Við setjum þetta aftur upp í mót. Víkingar voru að hlaupa í burtu með þetta en nú er þetta aftur orðið mót,” sagði Arnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
“Já auðvitað þegar við töpum gegn Grindavík, gerum jafntefli við Keflavík og töpum svo gegn Breiðabliki. Þetta er bara alltaf erfitt þegar þú vinnur ekki fótboltaleiki og ég tala nú ekki um í liði sem vill ná árangri. Við erum alveg meðavitaðir um það að við erum á réttri leið og erum að gera góða hluti. Bara hörku leikur tveggja góðra liða í dag. Maður sér að Víkingar eru með bullandi sjálfstraust og halda alltaf áfram. Þrátt fyrir að lenda undir í tvígang og koma til baka. En ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig, skorum þrjú góð mörk og áttum fín upphlaup. Maður sá það að menn voru stundum smá hræddir við að halda í tuðruna sem er skiljanlegt,” sagði Arnar. Hlynur Freyr Karlsson var einn besti maður vallarins í kvöld í áhugaverðu hlutverki. Honum var stillt upp á miðjunni en lék oftar en ekki í miðri varnarlínunni. “Við ætluðum að láta hann díla við Nikolaj. Þeir fara alltaf í þetta 3-2-5, overloada öðru hvoru megin og menn lenda í basli. Þá vildum við að hafsentarnir myndu stíga upp í miðjumennina þeirra og Hlynur myndi taka Nikolaj. Hann gerði það gríðarlega vel í dag og mér fannst bara varnarleikurinn heilt yfir hrikalega flottur og svo vorum við hættulegir fram á við. Hefði viljað sjá eitt mark í fyrri hálfleik. Auðvitað eru þeir alltaf hættulegir og það er drulluerfitt að verjast Víkingum,” sagði Arnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson átti sömuleiðis frábæran dag þar sem hann bæði skoraði tvö mörk og lagði svo upp eitt á Aron Jóhannsson. “Já og svo átti hann frábæra spretti í fyrri hálfleik og bara virkilega flottur. Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að einhverjir myndu stíga upp til að vinna svona leik. Við setjum þetta aftur upp í mót. Víkingar voru að hlaupa í burtu með þetta en nú er þetta aftur orðið mót,” sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira