Átta milljón dauðsföll á ári Guðlaug B. Guðjónsdóttir skrifar 31. maí 2023 07:00 Síðan 1987 hafa aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, helgað 31. maí baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun á Alþjóðlega tóbakslausa deginum. Í ár er athyglinni einkum beint að því að ræktarlönd fyrir tóbaksplöntuna ætti frekar að nýta til matvælaframleiðslu og slagorðið er „Við þurfum mat, ekki tóbak“. Í tilefni dagsins er ástæða til að minna á nokkrar staðreyndir um notkun tóbaks. Tóbak leiðir til dauða allt að helmings þeirra sem nota það. Tóbak drepur yfir 8 milljónir manna á ári hverju. Um sjö milljónir þessara dauðsfalla má rekja beint til tóbaksnotkunar en rúmlega milljón dauðsföll eru af völdum óbeinna reykinga fólks sem ekki reykir. Í því skyni að takast á við tóbaksfaraldurinn samþykktu aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar rammasamning um tóbaksvarnir árið 2003 og nú hafa 182 ríki undirritað samninginn. Að því er varðar krabbamein má minna á að tóbaksnotkun tengist að minnsta kosti tuttugu tegundum krabbameins og er helsta orsök sjúkdómsins sem hægt er að koma í veg fyrir.Tóbak veldur um fjórðungi allra dauðsfalla af völdum krabbameins. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur oft ályktað um mikilvægi þess að halda áfram baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun, ekki síst meðal ungs fólks, og að stjórnvöld verði að bregðast við nýjum tegundum nikótínvara sem hafa komið inn á markaðinn síðustu árin. Í tilefni af Alþjóðlega tóbakslausa deginum eru landsmenn hvattir til að huga að því hvernig viðhalda má þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum á síðustu áratugum og bregðast við aðsteðjandi vanda af hörku, til heilla fyrir landsmenn, og ekki síst ungu kynslóðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Síðan 1987 hafa aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, helgað 31. maí baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun á Alþjóðlega tóbakslausa deginum. Í ár er athyglinni einkum beint að því að ræktarlönd fyrir tóbaksplöntuna ætti frekar að nýta til matvælaframleiðslu og slagorðið er „Við þurfum mat, ekki tóbak“. Í tilefni dagsins er ástæða til að minna á nokkrar staðreyndir um notkun tóbaks. Tóbak leiðir til dauða allt að helmings þeirra sem nota það. Tóbak drepur yfir 8 milljónir manna á ári hverju. Um sjö milljónir þessara dauðsfalla má rekja beint til tóbaksnotkunar en rúmlega milljón dauðsföll eru af völdum óbeinna reykinga fólks sem ekki reykir. Í því skyni að takast á við tóbaksfaraldurinn samþykktu aðildarríki Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar rammasamning um tóbaksvarnir árið 2003 og nú hafa 182 ríki undirritað samninginn. Að því er varðar krabbamein má minna á að tóbaksnotkun tengist að minnsta kosti tuttugu tegundum krabbameins og er helsta orsök sjúkdómsins sem hægt er að koma í veg fyrir.Tóbak veldur um fjórðungi allra dauðsfalla af völdum krabbameins. Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur oft ályktað um mikilvægi þess að halda áfram baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun, ekki síst meðal ungs fólks, og að stjórnvöld verði að bregðast við nýjum tegundum nikótínvara sem hafa komið inn á markaðinn síðustu árin. Í tilefni af Alþjóðlega tóbakslausa deginum eru landsmenn hvattir til að huga að því hvernig viðhalda má þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum á síðustu áratugum og bregðast við aðsteðjandi vanda af hörku, til heilla fyrir landsmenn, og ekki síst ungu kynslóðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar