Sonur minn er þörungasérfræðingur Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2023 15:00 „Alright,” sagði strákurinn minn um daginn. Hann er tveggja ára og er að læra að tala. Ég sem hef alltaf lagt mig fram um að kenna honum íslenskt mál, les fyrir hann íslenskar bækur og hvet hann til þess að umgangast afa sinn sem er magister í bókmenntafræði. En hann er lítill svampur, sjálfstæður þátttakandi í samfélaginu og hann lærir frá fleirum en mér. Sem betur fer. Á meðan sonur minn er á leikskólanum vinn ég sem viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins þar sem ég starfa fyrst og fremst með fyrirtækjum í hugverkaiðnaði. Þetta er iðnaður sem byggir vörur sínar og þjónustu á tækni og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. Þetta er því sá iðnaður sem er í fararbroddi tækniþróunar og samfélagslegra umbreytinga. Það er stórkostlegt að fylgjast með fyrirtækjum verða til og vaxa sem óhugsandi var að gera sér í hugarlund að yrðu til fyrir nokkrum árum eða áratugum. En þetta þýðir jafnframt að nú er þörf fyrir öðruvísi sérfræðinga en áður. Samtök iðnaðarins gerðu könnun á meðal félagsmanna sinna á síðasta ári sem leiddi í ljós að mörg þúsund manns þarf til starfa í hugverkaiðnaði á næstu fimm árum ef vaxtaáætlanir fyrirtækjanna eiga að ná fram að ganga. En það sem meira er, könnunin leiddi í ljós að við þurfum vel menntaða sérfræðinga með þverfaglega og djúpa tækniþekkingu í hinum ýmsu greinum. Svör fyrirtækjanna við spurningunni hvers konar sérfræðiþekkingu vantar voru svo fjölbreytt að engin leið var að taka þau saman í einfalda flokkun, forritari sem er fær um að vinna í tæknilistapípu, þörungasérfræðingur, viðmótshönnuður, verkfræðingar með reynslu af gæðastjórnun í lyfjaiðnaði, kvikarar og svo mætti áfram telja. Þetta eru spennandi, skapandi og vel launuð störf sem bjóða upp á fjölbreytt tækifæri í mörgum af mest spennandi fyrirtækjum á Íslandi. Nú stendur yfir innritun í háskóla landsins og er ýmislegt spennandi háskólanám í boði. Ég hélt áður fyrr að nám og starfsframi væri línulaga, ég færi í ákveðið nám sem skilaði mér inn í ákveðið starf, en svo er ekki. Í heimi hugverkaiðnaðar er þekking gulls ígildi og það sem skiptir mestu er að geta unnið þverfaglega, að skilja tæknina, geta viðhaft gagnrýna hugsun og kunna að læra og vera forvitin. Sérhæfð þekking er grundvallaratriði og hana er að fá í háskólanámi. Samfélagið heldur áfram að þróast og ég sem foreldri get ekki vitað hvaða starfi strákurinn minn mun sinna í framtíðinni. Ég get ekki einu sinni stýrt því hvort að hann starfi á ensku eða á okkar ylhýra. En ég ætla að hvetja hann til þess að vera forvitinn, beita gagnrýninni hugsun, sækja sér þekkingu og fróðleik, skrá sig í nám. Ég ætla að gera mitt besta til að óttast ekki tæknina og harma ekki enskuslettur. Ég geri ráð fyrir því að leiðin hans verði ekki línuleg – en hin öra tækniframþróun samfélagsins er það ekki heldur. Það eina sem við getum gert er að halda áfram að læra og skapa þannig tækifæri sem hefðu annars ekki orðið til. Höfundur er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Stafræn þróun Skóla - og menntamál Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
„Alright,” sagði strákurinn minn um daginn. Hann er tveggja ára og er að læra að tala. Ég sem hef alltaf lagt mig fram um að kenna honum íslenskt mál, les fyrir hann íslenskar bækur og hvet hann til þess að umgangast afa sinn sem er magister í bókmenntafræði. En hann er lítill svampur, sjálfstæður þátttakandi í samfélaginu og hann lærir frá fleirum en mér. Sem betur fer. Á meðan sonur minn er á leikskólanum vinn ég sem viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins þar sem ég starfa fyrst og fremst með fyrirtækjum í hugverkaiðnaði. Þetta er iðnaður sem byggir vörur sínar og þjónustu á tækni og nýsköpun sem grundvallast á rannsóknum og þróun. Þetta er því sá iðnaður sem er í fararbroddi tækniþróunar og samfélagslegra umbreytinga. Það er stórkostlegt að fylgjast með fyrirtækjum verða til og vaxa sem óhugsandi var að gera sér í hugarlund að yrðu til fyrir nokkrum árum eða áratugum. En þetta þýðir jafnframt að nú er þörf fyrir öðruvísi sérfræðinga en áður. Samtök iðnaðarins gerðu könnun á meðal félagsmanna sinna á síðasta ári sem leiddi í ljós að mörg þúsund manns þarf til starfa í hugverkaiðnaði á næstu fimm árum ef vaxtaáætlanir fyrirtækjanna eiga að ná fram að ganga. En það sem meira er, könnunin leiddi í ljós að við þurfum vel menntaða sérfræðinga með þverfaglega og djúpa tækniþekkingu í hinum ýmsu greinum. Svör fyrirtækjanna við spurningunni hvers konar sérfræðiþekkingu vantar voru svo fjölbreytt að engin leið var að taka þau saman í einfalda flokkun, forritari sem er fær um að vinna í tæknilistapípu, þörungasérfræðingur, viðmótshönnuður, verkfræðingar með reynslu af gæðastjórnun í lyfjaiðnaði, kvikarar og svo mætti áfram telja. Þetta eru spennandi, skapandi og vel launuð störf sem bjóða upp á fjölbreytt tækifæri í mörgum af mest spennandi fyrirtækjum á Íslandi. Nú stendur yfir innritun í háskóla landsins og er ýmislegt spennandi háskólanám í boði. Ég hélt áður fyrr að nám og starfsframi væri línulaga, ég færi í ákveðið nám sem skilaði mér inn í ákveðið starf, en svo er ekki. Í heimi hugverkaiðnaðar er þekking gulls ígildi og það sem skiptir mestu er að geta unnið þverfaglega, að skilja tæknina, geta viðhaft gagnrýna hugsun og kunna að læra og vera forvitin. Sérhæfð þekking er grundvallaratriði og hana er að fá í háskólanámi. Samfélagið heldur áfram að þróast og ég sem foreldri get ekki vitað hvaða starfi strákurinn minn mun sinna í framtíðinni. Ég get ekki einu sinni stýrt því hvort að hann starfi á ensku eða á okkar ylhýra. En ég ætla að hvetja hann til þess að vera forvitinn, beita gagnrýninni hugsun, sækja sér þekkingu og fróðleik, skrá sig í nám. Ég ætla að gera mitt besta til að óttast ekki tæknina og harma ekki enskuslettur. Ég geri ráð fyrir því að leiðin hans verði ekki línuleg – en hin öra tækniframþróun samfélagsins er það ekki heldur. Það eina sem við getum gert er að halda áfram að læra og skapa þannig tækifæri sem hefðu annars ekki orðið til. Höfundur er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun