Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júní 2023 19:01 Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. Atvikið átti sér stað síðasta sumar á heimfarardegi stúlkunnar þegar hún segir starfsmann með þroskaskerðingu hafa brotið á sér kynferðislega. Foreldrar stúlkunnar stigu fram í viðtali við Heimildina þar sem þeir gagnrýndu viðbrögð starfsfólks og stjórnenda Reykjadals. Sumarbúðirnar eru fyrir börn með fötlun og hefur lögregla haft málið til rannsóknar. Atvikið var tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem safnaði gögnum og ræddi við foreldra stúlkunnar, lögreglu og stjórnendur Reykjadals í því skyni að leita skýringa á því hvers vegna atvikið gat átt sér stað og koma með tillögur að úrbótum til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Ein án eftirlits Forstjóri stofnunarinnar segir að á heimferðardegi stúlkunnar hafi verið álag í þjónustunni sem varð til þess að eftirlit með barninu var ekki tryggt. „Og það skapast aðstæður þar sem utanaðkomandi starfsmaður, sem er í verndaðri vinnu, kemst inn í herbergi hjá barninu og lokar að þeim. Þau eru ein í stutta stund án eftirlits,“ segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Ekki tafarlaust hringt á lögreglu Stofnunin telur að alvarlegur misbrestur hafi verið á viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda Reykjadals þegar upp komst um atvikið og að viðbrögð hafi verið ámælisverð og ómarkviss. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrslunnar þar sem jafnframt segir að verkferla skorti sem leiddi til þess að starfsfólk þekkti ekki til hvers ætti að grípa við þessar aðstæður. Vegna þessa hafi meintur gerandi verið færður af vettvangi í stað þess að hafa tafarlaust samband við lögreglu. Enn fremur hafi lök, með mögulegum lífsýnum, verið tekin af rúmum og sett í hrúgu áður en lögregla kom á staðinn. Tillögur að úrbótum eru lagðar fram í skýrslunni.arnar halldórsson Úrbóta þörf Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að úrbótum sem Herdís segir að unnar hafi verið í samráði við stjórnendur Reykjadals. „Af því að okkur þótti í raun vera það miklar brotalamir í starfseminni hvað þennan þátt varðar að við vildum fylgja því eftir sérstaklega.“ Lögð er áhersla á að börn séu aldrei án eftirlits og að mönnun sé í samræmi við álag. „Og við höfum lagt líka mjög ríka áherslu á að fylgja því eftir að þau þjálfi starfsfólk í þessum verkferlum þannig fólk kunni réttu viðbrögðin ef eitthvað þessu líkt kemur upp aftur.“ Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Tengdar fréttir Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. 1. júní 2023 14:33 Rannsaka kynferðisbrot gegn barni í Reykjadal Lögregla hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot í sumarbúðunum í Reykjadal í ágúst 2022. Foreldrar barnsins lýsa brotunum í samtali við Heimildina og þeim áhrifum sem þau hafa haft á fjölskylduna. Málið allt hafi verið helvíti frá upphafi til enda. 24. mars 2023 15:15 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Atvikið átti sér stað síðasta sumar á heimfarardegi stúlkunnar þegar hún segir starfsmann með þroskaskerðingu hafa brotið á sér kynferðislega. Foreldrar stúlkunnar stigu fram í viðtali við Heimildina þar sem þeir gagnrýndu viðbrögð starfsfólks og stjórnenda Reykjadals. Sumarbúðirnar eru fyrir börn með fötlun og hefur lögregla haft málið til rannsóknar. Atvikið var tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem safnaði gögnum og ræddi við foreldra stúlkunnar, lögreglu og stjórnendur Reykjadals í því skyni að leita skýringa á því hvers vegna atvikið gat átt sér stað og koma með tillögur að úrbótum til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Ein án eftirlits Forstjóri stofnunarinnar segir að á heimferðardegi stúlkunnar hafi verið álag í þjónustunni sem varð til þess að eftirlit með barninu var ekki tryggt. „Og það skapast aðstæður þar sem utanaðkomandi starfsmaður, sem er í verndaðri vinnu, kemst inn í herbergi hjá barninu og lokar að þeim. Þau eru ein í stutta stund án eftirlits,“ segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Ekki tafarlaust hringt á lögreglu Stofnunin telur að alvarlegur misbrestur hafi verið á viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda Reykjadals þegar upp komst um atvikið og að viðbrögð hafi verið ámælisverð og ómarkviss. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrslunnar þar sem jafnframt segir að verkferla skorti sem leiddi til þess að starfsfólk þekkti ekki til hvers ætti að grípa við þessar aðstæður. Vegna þessa hafi meintur gerandi verið færður af vettvangi í stað þess að hafa tafarlaust samband við lögreglu. Enn fremur hafi lök, með mögulegum lífsýnum, verið tekin af rúmum og sett í hrúgu áður en lögregla kom á staðinn. Tillögur að úrbótum eru lagðar fram í skýrslunni.arnar halldórsson Úrbóta þörf Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að úrbótum sem Herdís segir að unnar hafi verið í samráði við stjórnendur Reykjadals. „Af því að okkur þótti í raun vera það miklar brotalamir í starfseminni hvað þennan þátt varðar að við vildum fylgja því eftir sérstaklega.“ Lögð er áhersla á að börn séu aldrei án eftirlits og að mönnun sé í samræmi við álag. „Og við höfum lagt líka mjög ríka áherslu á að fylgja því eftir að þau þjálfi starfsfólk í þessum verkferlum þannig fólk kunni réttu viðbrögðin ef eitthvað þessu líkt kemur upp aftur.“
Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Tengdar fréttir Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. 1. júní 2023 14:33 Rannsaka kynferðisbrot gegn barni í Reykjadal Lögregla hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot í sumarbúðunum í Reykjadal í ágúst 2022. Foreldrar barnsins lýsa brotunum í samtali við Heimildina og þeim áhrifum sem þau hafa haft á fjölskylduna. Málið allt hafi verið helvíti frá upphafi til enda. 24. mars 2023 15:15 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. 1. júní 2023 14:33
Rannsaka kynferðisbrot gegn barni í Reykjadal Lögregla hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot í sumarbúðunum í Reykjadal í ágúst 2022. Foreldrar barnsins lýsa brotunum í samtali við Heimildina og þeim áhrifum sem þau hafa haft á fjölskylduna. Málið allt hafi verið helvíti frá upphafi til enda. 24. mars 2023 15:15