Innlent

Mál­skots­beiðni móður sem dæmd var fyrir tálmun sam­þykkt

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Hæstiréttur Íslands telur að málið geti haft fordæmisgildi.
Hæstiréttur Íslands telur að málið geti haft fordæmisgildi. Vísir/Vilhelm

Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni móður sem var dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tálmun. Var hún dæmd í bæði héraðsdómi og Landsrétti fyrir að fara með börn sín úr landi og halda þeim þar í tvö ár og þar með svipta föður forsjá.

Foreldrarnir voru í skráðri sambúð þegar konan fór með börnin úr landi. Sagðist hún hafa gert það með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Það er að á sambúðartímanum hafi hann beitt hana alls kyns ofbeldi.

Samkvæmt móðurinn var hún heimavinnandi og sá um börnin en faðirinn sagði að þau hefðu bæði annast börnin á sambúðartímanum.

Framburður fór ekki saman

Sagði hún að hann hafi ekki viljað samband við börnin þrátt fyrir að þau færu formlega með forsjá þeirra. Honum sagðist hafa brugðið þegar hún sleit sambúðinni, daginn sem hún fór úr landi, og sendi hann upplýsingar til lögreglu um að hún væri að fara með börnin úr landi.

Fór ekki saman framburður þeirra um hvort hann hefði ekið henni og börnunum upp á flugvöll umræddan dag.

Dómar héraðsdóms og Landsréttar byggðu meðal annars á því að gögn styddu framburð föður. Það er tölvupóstsamskipti við lögreglu og Facebook Messenger samskipti. Ekkert lægi fyrir um að hann hefði beitt ofbeldi.

Hæstiréttur telur að málið geti haft fordæmisgildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×