„Fínt að deila þessu með honum í smástund“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2023 12:31 Kolbeinn Höður Gunnarsson hefur verið að gera góða hluti á mótum í Danmörku og Noregi undanfarna daga. FRÍ/Marta María „Það er ágætis afrek,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson sem nú getur státað sig af því að enginn Íslendingur hafi nokkru sinni hlaupið hraðar en hann – að minnsta kosti frá því að tímatökur í frjálsum íþróttum hófust. Þessi 27 ára gamli FH-ingur, og áður Akureyringur, jafnaði um helgina sex ára gamalt Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi, á býsna sterku móti í Bergen í Noregi. Metið er 10,51 sekúndur og Kolbeinn hefur fulla trú á að sér takist að slá metið í sumar. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) „Það er fínt að deila þessu með honum [Ara Braga] í smástund. Leyfa honum að hafa þetta aðeins lengur,“ segir Kolbeinn léttur í samtali við Vísi. Kolbeinn er í miðri mótatörn á Norðurlöndum sem lýkur með Kaupmannahafnarleikunum á miðvikudag. Hann sló Íslandsmet sitt í 200 metra hlaupi í Danmörku fyrir rúmri viku, eins og sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Á mótinu í Danmörku hljóp hann einnig á besta tíma Íslendings í 100 metra hlaupi, eða 10,29 sekúndum, en meðvindur (2,4 m/s) var of mikill til að það teldist Íslandsmet. „Veit að ég á mikið meira inni“ Kolbeinn jafnaði svo hins vegar metið í 100 metra hlaupinu á Trond Mohn Games í Bergen á laugardag, þar sem hann varð í 4. sæti. „Ég mætti þarna til Bergen á frekar sterkt mót, það er rankað sem „silfurmót“, og í ágætar aðstæður þó að það væri frekar kalt. Ég hljóp mig inn í úrslit og endaði í 4. sæti þar en vildi nú að minnsta kosti ná topp þremur þar, og tel mig alveg geta náð því. En ég sætti mig við þetta, og að hafa jafnað Íslandsmetið. Ég stefndi á að slá það en veit að ég á mikið meira inni og það kemur þegar það kemur,“ segir Kolbeinn. Hann var því auðvitað vel meðvitaður um hvert Íslandsmetið væri og ætlar sér að slá það í sumar. „Já, maður er alltaf með þetta á bakvið eyrað. Ég er nú þegar búinn að hlaupa vel undir því, í síðustu viku, en það var bara aðeins of mikill vindur til þess að það væri tekið löglegt. Ef tíminn væri aðlagaður miðað við löglegan vind þá væri hann samt vel undir núverandi Íslandsmeti. Þetta er bara spurning um að hitta á fínar aðstæður og góða keppni, þá ætti metið að falla nokkuð örugglega,“ segir Kolbeinn, sem eftir Kaupmannahafnarleikana fer til Tenerife í vikulangar æfingabúðir og keppir svo fyrir Íslands hönd í Evrópubikar landsliða í Póllandi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira
Þessi 27 ára gamli FH-ingur, og áður Akureyringur, jafnaði um helgina sex ára gamalt Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi, á býsna sterku móti í Bergen í Noregi. Metið er 10,51 sekúndur og Kolbeinn hefur fulla trú á að sér takist að slá metið í sumar. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) „Það er fínt að deila þessu með honum [Ara Braga] í smástund. Leyfa honum að hafa þetta aðeins lengur,“ segir Kolbeinn léttur í samtali við Vísi. Kolbeinn er í miðri mótatörn á Norðurlöndum sem lýkur með Kaupmannahafnarleikunum á miðvikudag. Hann sló Íslandsmet sitt í 200 metra hlaupi í Danmörku fyrir rúmri viku, eins og sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Á mótinu í Danmörku hljóp hann einnig á besta tíma Íslendings í 100 metra hlaupi, eða 10,29 sekúndum, en meðvindur (2,4 m/s) var of mikill til að það teldist Íslandsmet. „Veit að ég á mikið meira inni“ Kolbeinn jafnaði svo hins vegar metið í 100 metra hlaupinu á Trond Mohn Games í Bergen á laugardag, þar sem hann varð í 4. sæti. „Ég mætti þarna til Bergen á frekar sterkt mót, það er rankað sem „silfurmót“, og í ágætar aðstæður þó að það væri frekar kalt. Ég hljóp mig inn í úrslit og endaði í 4. sæti þar en vildi nú að minnsta kosti ná topp þremur þar, og tel mig alveg geta náð því. En ég sætti mig við þetta, og að hafa jafnað Íslandsmetið. Ég stefndi á að slá það en veit að ég á mikið meira inni og það kemur þegar það kemur,“ segir Kolbeinn. Hann var því auðvitað vel meðvitaður um hvert Íslandsmetið væri og ætlar sér að slá það í sumar. „Já, maður er alltaf með þetta á bakvið eyrað. Ég er nú þegar búinn að hlaupa vel undir því, í síðustu viku, en það var bara aðeins of mikill vindur til þess að það væri tekið löglegt. Ef tíminn væri aðlagaður miðað við löglegan vind þá væri hann samt vel undir núverandi Íslandsmeti. Þetta er bara spurning um að hitta á fínar aðstæður og góða keppni, þá ætti metið að falla nokkuð örugglega,“ segir Kolbeinn, sem eftir Kaupmannahafnarleikana fer til Tenerife í vikulangar æfingabúðir og keppir svo fyrir Íslands hönd í Evrópubikar landsliða í Póllandi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira