Draumurinn rættist: „Þetta er pabbi minn!“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2023 08:02 Twana Khalid Ahmed segir pylsusölu og dómgæslu fara vel saman. Vísir/Sigurjón Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á fimmtudaginn var þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla. Hann þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Twana kom hingað til lands árið 2017 ásamt fjölskyldu sinni en þurfti að bíða í rúm tvö ár eftir því að fá kennitölu og réttindunum sem henni fylgja. Hann gat ekki fengið vinnu eða stofnað bankareikning á meðan þeirri bið stóð. Hann var hins vegar snöggur að finna sér vinnu hjá Bæjarins bestu pylsum árið 2019 eftir að hann fékk kennitölu úthlutað. „Ég vinn þar í fullu starfi og hef unnið það í fjögur ár. Þetta var fyrsta vinnan mín á Íslandi,“ segir Twana sem var fyrst um sinn ekki heimilt að dæma fyrir KSÍ þrátt fyrir að bjóðast til þess að gera það frítt. „Ég kom í júní árið 2017. En ég þurfti að bíða í tvö ár eftir kennitölu og dvalar- og starfsleyfi hér. Ég gat dæmt nokkra æfingaleiki hjá KR vegna þess að ég bjó nærri KR-vellinum,“ „Ég fór til KSÍ og bauðst til þess að dæma fyrir þá launalaust. Sambandið samþykkti það ekki þar sem mér var tjáð að ég þyrfti að fá laun. En ég átti hvorki kennitölu né bankareikning. Því þurfti ég að bíða í um tvö og hálft ár eftir því,“ segir Twana. Twana Khalid Ahmed fer yfir málin með fréttamanni.Vísir/Sigurjón Vinnuveitendurnir stoltir Hann segir þá vinnuveitendur sína hjá Bæjarins bestu taka mikið tillit til dómgæslunnar sem oft fylgja heillöng ferðalög um allt land. „Þeir eru mjög skilningsríkir og hafa hjálpað mér. Ég fæ frí þegar ég þarf að dæma, jafnvel þó stundum sé skammur fyrirvari þá skilja þeir það. Þeir eru alltaf tilbúnir að aðstoða mig og eru stoltir af mér.“ En hvernig fer það saman að selja pylsur á daginn og að dæma á kvöldin? „Það er frábært. Ég er mjög ánægður hér hjá Bæjarins bestu þar sem ég fæ að hitta allskyns fólk frá mörgum mismunandi löndum og menningarheimum. Það er mér gott,“ segir Twana. Minn tími mun koma Í viðtali fyrir um þremur árum síðan sagði Twana það vera markmið sitt að dæma í efstu deild karla. Það tókst á fimmtudaginn var þegar hann fyllti í skarðið fyrir Einar Inga Jóhannsson, dómara leiks Fylkis og KR, sem fór meiddur af velli. „Ég varð mjög spenntur þegar hann sagði mig að gera mig kláran í að koma inn á og fara úr jakkanum. Ég var ánægður en fann til með honum. Ég hafði gott af þessu og ég var mjög ánægður að fá tækfæri,“ „Ég er mjög spenntur fyrir því að fá að dæma leiki sem aðaldómari. Mér liggur þó ekkert á þar sem venjan er sú að vera fjórði dómari í fjölda leikja, kannski í eitt og hálft ár. Minn tími mun koma.“ Fjölskyldan mætti á völlinn Fjölskylda Twana var á leiknum á fimmtudaginn og studdi vel við bakið á sínum manni. „Þau voru þarna. Í upphafi leiks þegar vallarþulurinn kynnti dómarann og svo varadómarann: Twana Khalid, þá sagði eldri dóttir mín stolt: Þetta er pabbi minn!“ Viðtalið við Twana Khalid Ahmed má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla KSÍ Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Twana kom hingað til lands árið 2017 ásamt fjölskyldu sinni en þurfti að bíða í rúm tvö ár eftir því að fá kennitölu og réttindunum sem henni fylgja. Hann gat ekki fengið vinnu eða stofnað bankareikning á meðan þeirri bið stóð. Hann var hins vegar snöggur að finna sér vinnu hjá Bæjarins bestu pylsum árið 2019 eftir að hann fékk kennitölu úthlutað. „Ég vinn þar í fullu starfi og hef unnið það í fjögur ár. Þetta var fyrsta vinnan mín á Íslandi,“ segir Twana sem var fyrst um sinn ekki heimilt að dæma fyrir KSÍ þrátt fyrir að bjóðast til þess að gera það frítt. „Ég kom í júní árið 2017. En ég þurfti að bíða í tvö ár eftir kennitölu og dvalar- og starfsleyfi hér. Ég gat dæmt nokkra æfingaleiki hjá KR vegna þess að ég bjó nærri KR-vellinum,“ „Ég fór til KSÍ og bauðst til þess að dæma fyrir þá launalaust. Sambandið samþykkti það ekki þar sem mér var tjáð að ég þyrfti að fá laun. En ég átti hvorki kennitölu né bankareikning. Því þurfti ég að bíða í um tvö og hálft ár eftir því,“ segir Twana. Twana Khalid Ahmed fer yfir málin með fréttamanni.Vísir/Sigurjón Vinnuveitendurnir stoltir Hann segir þá vinnuveitendur sína hjá Bæjarins bestu taka mikið tillit til dómgæslunnar sem oft fylgja heillöng ferðalög um allt land. „Þeir eru mjög skilningsríkir og hafa hjálpað mér. Ég fæ frí þegar ég þarf að dæma, jafnvel þó stundum sé skammur fyrirvari þá skilja þeir það. Þeir eru alltaf tilbúnir að aðstoða mig og eru stoltir af mér.“ En hvernig fer það saman að selja pylsur á daginn og að dæma á kvöldin? „Það er frábært. Ég er mjög ánægður hér hjá Bæjarins bestu þar sem ég fæ að hitta allskyns fólk frá mörgum mismunandi löndum og menningarheimum. Það er mér gott,“ segir Twana. Minn tími mun koma Í viðtali fyrir um þremur árum síðan sagði Twana það vera markmið sitt að dæma í efstu deild karla. Það tókst á fimmtudaginn var þegar hann fyllti í skarðið fyrir Einar Inga Jóhannsson, dómara leiks Fylkis og KR, sem fór meiddur af velli. „Ég varð mjög spenntur þegar hann sagði mig að gera mig kláran í að koma inn á og fara úr jakkanum. Ég var ánægður en fann til með honum. Ég hafði gott af þessu og ég var mjög ánægður að fá tækfæri,“ „Ég er mjög spenntur fyrir því að fá að dæma leiki sem aðaldómari. Mér liggur þó ekkert á þar sem venjan er sú að vera fjórði dómari í fjölda leikja, kannski í eitt og hálft ár. Minn tími mun koma.“ Fjölskyldan mætti á völlinn Fjölskylda Twana var á leiknum á fimmtudaginn og studdi vel við bakið á sínum manni. „Þau voru þarna. Í upphafi leiks þegar vallarþulurinn kynnti dómarann og svo varadómarann: Twana Khalid, þá sagði eldri dóttir mín stolt: Þetta er pabbi minn!“ Viðtalið við Twana Khalid Ahmed má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild karla KSÍ Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira