Varð döpur þegar hún sá kynningu ríkisstjórnarinnar Árni Sæberg skrifar 6. júní 2023 21:26 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Stöð 2/Arnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði á þingfundi í dag að hún hefði orðið döpur þegar hún kynnti sér boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgudrauginn. „Já, það er bara raunsönn lýsing. Ég fór upp í pontu strax að loknum fundi í fjárlaganefnd og að hafa hlustað á fréttir, bara eins og þjóðin öll held ég, í gær þar sem við sáum að það var verið að boða eitthvað. Það voru auðvitað stórkostleg vonbrigði að sjá síðan að það var heldur lítið og nánast ekkert á bak við þau orð,“ sagði Þorbjörg Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ríkisstjórnin var gagnrýnd harðlega á Alþingi í dag fyrir verðbólguaðgerðir sem hún kynnti í gær. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um blekkingar og sagði að meginhluti aðgerðanna væru gamlar aðgerðir í nýjum búningi. „Fyrir okkur sem sitjum í fjárlaganefnd og erum búin að hlusta á umsagnaraðila kalla eftir virkari aðgerðum, virkari þátttöku, að ríkisstjórnin sé með í því að berjast gegn verðbólgunni, er ofboðslega erfitt að sjá að skrefin eru mjög fá. Sem mun held ég skila því að við verðum lengur að glíma við verðbólgu og heimilin og fyrirtækin í landinu munu áfram fá á sig þessar vaxtahækkanir,“ segir Þorbjörg Sigríður um aðgerðapakkann. Gamalt stef stjórnarandstöðunnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir gagnrýni á aðgerðirnar. „Þetta er kunnuglegur málflutningur, eigum við ekki að orða það þannig, hjá stjórnarandstöðunni. Ekkert ósvipaður og til dæmis í Covid þegar aðgerðirnar voru ekki nægar eða of miklar eða hvað það nú er, og lítið gekk eftir að því. Við erum sannarlega hér með aðgerðir sem koma til með að skipta máli. Ekki gleyma því að það er níutíu milljarða viðsnúningur frá fjárlögum, sem voru samþykkt desember. Við erum að tala um 36 milljarða króna afkomubata á næsta ári um leið og við verðum að verja velferðina,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur upp hanskann fyrir ríkisstjórnina.Vísir/Vilhelm Þá segir hún að ríkisstjórnin sé að styrkja húsnæðismarkað og fara að tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðs um að færa fjármálareglurnar framar. Það skipti allt máli og verðbólgan muni sannarlega fara niður á við. „Síðan erum við líka með aðgerðir á þessu ári, bæði varðandi húsnæðismálin, varðandi almannatryggingakerfið og svo framvegis, til að mæta stöðunni núna eins og kallað hefur verið eftir. Þannig að ég er algerlega ósammála þessum málflutningi og það hefur komið fram að það er hægt að ráðstafa þessu innan ríkisfjármálaáætlun sem við lögðum fram í vor, enda er hún góð,“ segir Bjarkey að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Viðreisn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
„Já, það er bara raunsönn lýsing. Ég fór upp í pontu strax að loknum fundi í fjárlaganefnd og að hafa hlustað á fréttir, bara eins og þjóðin öll held ég, í gær þar sem við sáum að það var verið að boða eitthvað. Það voru auðvitað stórkostleg vonbrigði að sjá síðan að það var heldur lítið og nánast ekkert á bak við þau orð,“ sagði Þorbjörg Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ríkisstjórnin var gagnrýnd harðlega á Alþingi í dag fyrir verðbólguaðgerðir sem hún kynnti í gær. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um blekkingar og sagði að meginhluti aðgerðanna væru gamlar aðgerðir í nýjum búningi. „Fyrir okkur sem sitjum í fjárlaganefnd og erum búin að hlusta á umsagnaraðila kalla eftir virkari aðgerðum, virkari þátttöku, að ríkisstjórnin sé með í því að berjast gegn verðbólgunni, er ofboðslega erfitt að sjá að skrefin eru mjög fá. Sem mun held ég skila því að við verðum lengur að glíma við verðbólgu og heimilin og fyrirtækin í landinu munu áfram fá á sig þessar vaxtahækkanir,“ segir Þorbjörg Sigríður um aðgerðapakkann. Gamalt stef stjórnarandstöðunnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir gagnrýni á aðgerðirnar. „Þetta er kunnuglegur málflutningur, eigum við ekki að orða það þannig, hjá stjórnarandstöðunni. Ekkert ósvipaður og til dæmis í Covid þegar aðgerðirnar voru ekki nægar eða of miklar eða hvað það nú er, og lítið gekk eftir að því. Við erum sannarlega hér með aðgerðir sem koma til með að skipta máli. Ekki gleyma því að það er níutíu milljarða viðsnúningur frá fjárlögum, sem voru samþykkt desember. Við erum að tala um 36 milljarða króna afkomubata á næsta ári um leið og við verðum að verja velferðina,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur upp hanskann fyrir ríkisstjórnina.Vísir/Vilhelm Þá segir hún að ríkisstjórnin sé að styrkja húsnæðismarkað og fara að tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðs um að færa fjármálareglurnar framar. Það skipti allt máli og verðbólgan muni sannarlega fara niður á við. „Síðan erum við líka með aðgerðir á þessu ári, bæði varðandi húsnæðismálin, varðandi almannatryggingakerfið og svo framvegis, til að mæta stöðunni núna eins og kallað hefur verið eftir. Þannig að ég er algerlega ósammála þessum málflutningi og það hefur komið fram að það er hægt að ráðstafa þessu innan ríkisfjármálaáætlun sem við lögðum fram í vor, enda er hún góð,“ segir Bjarkey að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Viðreisn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira