Óþarfi að einstaklingur sé einhleypur ef skilgreining „foreldra“ er skýr Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2023 08:31 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður velferðarnefndar. Vísir/Vilhelm Óþarfi er að krefjast þess að einstaklingar séu einhleypir þegar þeir hyggjast nýta kynfrumur í kjölfar skilnaðar, sambúðarslita eða andláts maka, svo lengi sem kveðið sé skýrt og áréttað í lögum hverjir eru foreldrar þess barns eða barna sem verða til. Foreldrarnir yrðu þannig alltaf sá sem gengst undir tæknifrjóvgun og sá sem hefur samþykkt að tæknifrjóvgun fari fram á eftirlifandi eða fyrrverandi maka. Þetta kemur fram í áliti velferðarnefndar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, þar sem gert er ráð fyrir að einstaklingar geti gefið leyfi fyrir því að fyrrverandi eða eftirlifandi maki nýti kynfrumur eða fósturvísa í geymslu. „Við meðferð málsins í nefndinni var rætt um ýmis álitaefni sem tengjast breytingum á lögum um tæknifrjóvgun og barnalögum, m.a. um réttarstöðu barna. Í umsögnum sem nefndinni bárust er að finna ábendingar um að ekki sé þörf á að setja það sem skilyrði að einstaklingar sem vilji nýta fósturvísa í kjölfar skilnaðar, sambúðarslita eða andláts annars aðilans þurfi að vera einhleypir; um að tímabært sé að afnema nafnleynd kynfrumugjafa; og um að leggja þurfi sérstakt mat á áhrif frumvarpsins á börn. Auk þess komu fram athugasemdir við skráningu á foreldrastöðu og breytingar á skráningu,“ segir í álitinu. Nefndin segir að vanda þurfi til verka og hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í greinargerð með umræddu frumvarpi er ítrekað að samkvæmt lögum geti barn aðeins átt tvo foreldra og þannig standi skýr rök til þess að gerð sé krafa um að einstaklingur sem hyggst nýta kynfrumur eða fósturvísa sé einhleypur þegar tæknifrjóvgun á sér stað. „Jafnvel þótt lögin gætu mælt fyrir um foreldrastöðu án þess að gera kröfu um að leghafi sé einhleypur sé hætt við að sú staða gæti skapað árekstra mismunandi væntinga og hagsmuna og með því skapað togstreitu og álag fyrir barnið,“ segir í álitinu. Hins vegar segir einnig að nýr maki gæti eftir atvikum farið með forsjá barnsins eða stjúpættleitt það. Nokkrar athugasemdir bárust vegna þess skilyrðis í frumvarpinu að einstalingur sem hyggst nýta kynfrumur eða fósturvísa með leyfi fyrrverandi eða látins maka sé einhleypur. Hins vegar segir í nefndarálitinu að heilbrigðisráðuneytið sé ekki á móti því að breyta þessu, „svo framarlega sem það sé áréttað og skýrt í barnalögum hverjir eigi að teljast foreldrar barns, þ.e. annars vegar sá sem gengst undir tæknifrjóvgun og hins vegar sá sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eftirlifandi eða fyrrverandi maka.“ Undir þetta tekur nefndin og hefur lagt fram breytingar þar að lútandi. Börn og uppeldi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Foreldrarnir yrðu þannig alltaf sá sem gengst undir tæknifrjóvgun og sá sem hefur samþykkt að tæknifrjóvgun fari fram á eftirlifandi eða fyrrverandi maka. Þetta kemur fram í áliti velferðarnefndar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, þar sem gert er ráð fyrir að einstaklingar geti gefið leyfi fyrir því að fyrrverandi eða eftirlifandi maki nýti kynfrumur eða fósturvísa í geymslu. „Við meðferð málsins í nefndinni var rætt um ýmis álitaefni sem tengjast breytingum á lögum um tæknifrjóvgun og barnalögum, m.a. um réttarstöðu barna. Í umsögnum sem nefndinni bárust er að finna ábendingar um að ekki sé þörf á að setja það sem skilyrði að einstaklingar sem vilji nýta fósturvísa í kjölfar skilnaðar, sambúðarslita eða andláts annars aðilans þurfi að vera einhleypir; um að tímabært sé að afnema nafnleynd kynfrumugjafa; og um að leggja þurfi sérstakt mat á áhrif frumvarpsins á börn. Auk þess komu fram athugasemdir við skráningu á foreldrastöðu og breytingar á skráningu,“ segir í álitinu. Nefndin segir að vanda þurfi til verka og hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í greinargerð með umræddu frumvarpi er ítrekað að samkvæmt lögum geti barn aðeins átt tvo foreldra og þannig standi skýr rök til þess að gerð sé krafa um að einstaklingur sem hyggst nýta kynfrumur eða fósturvísa sé einhleypur þegar tæknifrjóvgun á sér stað. „Jafnvel þótt lögin gætu mælt fyrir um foreldrastöðu án þess að gera kröfu um að leghafi sé einhleypur sé hætt við að sú staða gæti skapað árekstra mismunandi væntinga og hagsmuna og með því skapað togstreitu og álag fyrir barnið,“ segir í álitinu. Hins vegar segir einnig að nýr maki gæti eftir atvikum farið með forsjá barnsins eða stjúpættleitt það. Nokkrar athugasemdir bárust vegna þess skilyrðis í frumvarpinu að einstalingur sem hyggst nýta kynfrumur eða fósturvísa með leyfi fyrrverandi eða látins maka sé einhleypur. Hins vegar segir í nefndarálitinu að heilbrigðisráðuneytið sé ekki á móti því að breyta þessu, „svo framarlega sem það sé áréttað og skýrt í barnalögum hverjir eigi að teljast foreldrar barns, þ.e. annars vegar sá sem gengst undir tæknifrjóvgun og hins vegar sá sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eftirlifandi eða fyrrverandi maka.“ Undir þetta tekur nefndin og hefur lagt fram breytingar þar að lútandi.
Börn og uppeldi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira