Umræðurnar skiptast í tvær umferðir og hefur hver þingflokkur þar átta mínútur í fyrri umferð og fimm mínútur í seinni umferð.
Röð flokkanna í báðum umferðum verður eftirfarandi: Samfylkingin, Flokkur fólksins, Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Framsóknarflokkur, Viðreisn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Miðflokkurinn.
Hægt er að fylgjast með umræðunum í spilaranum að neðan.
Ræðumenn flokkanna verða eftirtaldir:
- Fyrir Samfylkinguna tala í fyrri umferð Kristrún Frostadóttir, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þeirri seinni, Oddný G. Harðardóttir, 8. þm. Suðurkjördæmis.
- Ræðumenn Flokks fólksins eru Inga Sæland, 7. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð, og Guðmundur Ingi Kristinsson, 9. þm. Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð.
- Fyrir Sjálfstæðisflokkinn tala Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í fyrri umferð, og Bryndís Haraldsdóttir, 6. þm. Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð.
- Ræðumenn Pírata eru í fyrri umferð Andrés Ingi Jónsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, og í seinni umferð Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, 6. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður.
- Fyrir Framsóknarflokkinn tala Ingibjörg Isaksen, 1. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð, og Jóhann Friðrik Friðriksson, 5. þm. Suðurkjördæmis, í þeirri seinni.
- Ræðumenn Viðreisnar eru Hanna Katrín Friðriksson, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð og í þeirri seinni Sigmar Guðmundsson, 12. þm. Suðvesturkjördæmis.
- Fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð tala Orri Páll Jóhannsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð og Jódís Skúladóttir, 10. þm. Norðausturkjördæmis, í seinni umferð.
- Fyrir Miðflokkinn tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 7. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð, og í þeirri seinni Bergþór Ólason, 8. þm. Norðvesturkjördæmis.