„Þeir þurfa bara að bakka og segja já“ Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 7. júní 2023 12:06 Astrid Jóhanna, Ester María og Erla Þórdís voru ánægðar með mætinguna í dag. Vísir/Vilhelm Kröftug mótmæli voru haldin fyrir framan húsnæði Samtaka íslenskra sveitarfélaga í morgun. Lúðrar voru þeyttir og „Sömu laun fyrir sömu störf“ var hrópað síendurtekið. Skipuleggjendur mótmælanna segja að Sambandið þurfi einfaldlega að mæta kröfum BSRB, sem muni ekki slá af kröfum sínum. Mótmælendur hittust í Borgartúni í Reykjavík til þess að sýna samstöðu með félagsmönnum BSRB sem eru í verkfalli og til þess að krefjast þess af Sambandi íslenskra sveitarfélaga að það höggvi á kjaradeiluhnútinn sem allra fyrst. Mótmælin voru skipulögð af þeim Astrid Jóhönna Kristjánsdóttur, Ester Maríu Ragnarsdóttur og Erlu Þórdísi Traustadóttur. Fréttamaður okkar var á staðnum í morgun og ræddi við skipuleggjendurna. Þær sammælast um að gaman sé að sjá þann mikla stuðning sem fólki í verkfalli var sýndur af mótmælendum í morgun. „Það er frábært að sjá fólk hafa kraft í sér að mæta, það þarf kjark og það þarf að taka tíma úr lífi sínu. Það skiptir svo miklu máli að semja við þetta fólk. Þetta er auðlindin okkar, þetta er svo mikilvægt fólk. Þetta eru lykilstarfsmenn,“ segir Astrid Jóhanna. Mætingin var góð í morgun en Ester María segir að þær stöllur hafi jafnvel óttast að enda bara þrjár. Þær segja mótmælin klárlega hafa skilað árangri. Fjöldi fólks lagði leið sína í Borgartúnið í morgun.Vísir/Vilhelm „Við bara höldum áfram, þetta greinilega skilar vonandi einhverjum árangri, við eigum eftir að sjá framþróunina í dag. Við urðum að gera eitthvað. Við vorum búnar að spjalla um þetta lengi og ákváðum að láta verða af. Auðvitað með öll þessi börn hérna hlaupandi út um allt. En börnin þurfa bara að komast í sína rútínu aftur,“ segir Erla Þórdís. Mikilvægasta fólkið í hverju sveitafélagi „Það þarf að sýna þessu fólki virðingu, þetta er mikilvægasta fólkið í öllum sveitarfélögum. Það er fáránlegt að þetta skuli ganga svona langt og fáránlegt að þessi vanvirðing sé látin viðgangast,“ segir Ester María. Ester María ræddi við Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, þegar hann gaf sig á tal við mótmælendur í morgun. Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, ræðir við mótmælendur.Vísir/Vilhelm Þá sagði hann að nú þyrftu allir að vinna að því í sameiningu að komast að samkomulagi um nýjan kjarasamning. Ester María gefur lítið fyrir það. „Þeir þurfa bara að semja og segja já. Þetta er ekki flókið, BSRB eru ekki að fara að bakka. Þessi laun eru ekki nógu góð þrátt fyrir nýja samninga. Þannig að þeir þurfa bara að bakka og segja já,“ segir hún. Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík Kjaramál Tengdar fréttir Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33 Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Mótmælendur hittust í Borgartúni í Reykjavík til þess að sýna samstöðu með félagsmönnum BSRB sem eru í verkfalli og til þess að krefjast þess af Sambandi íslenskra sveitarfélaga að það höggvi á kjaradeiluhnútinn sem allra fyrst. Mótmælin voru skipulögð af þeim Astrid Jóhönna Kristjánsdóttur, Ester Maríu Ragnarsdóttur og Erlu Þórdísi Traustadóttur. Fréttamaður okkar var á staðnum í morgun og ræddi við skipuleggjendurna. Þær sammælast um að gaman sé að sjá þann mikla stuðning sem fólki í verkfalli var sýndur af mótmælendum í morgun. „Það er frábært að sjá fólk hafa kraft í sér að mæta, það þarf kjark og það þarf að taka tíma úr lífi sínu. Það skiptir svo miklu máli að semja við þetta fólk. Þetta er auðlindin okkar, þetta er svo mikilvægt fólk. Þetta eru lykilstarfsmenn,“ segir Astrid Jóhanna. Mætingin var góð í morgun en Ester María segir að þær stöllur hafi jafnvel óttast að enda bara þrjár. Þær segja mótmælin klárlega hafa skilað árangri. Fjöldi fólks lagði leið sína í Borgartúnið í morgun.Vísir/Vilhelm „Við bara höldum áfram, þetta greinilega skilar vonandi einhverjum árangri, við eigum eftir að sjá framþróunina í dag. Við urðum að gera eitthvað. Við vorum búnar að spjalla um þetta lengi og ákváðum að láta verða af. Auðvitað með öll þessi börn hérna hlaupandi út um allt. En börnin þurfa bara að komast í sína rútínu aftur,“ segir Erla Þórdís. Mikilvægasta fólkið í hverju sveitafélagi „Það þarf að sýna þessu fólki virðingu, þetta er mikilvægasta fólkið í öllum sveitarfélögum. Það er fáránlegt að þetta skuli ganga svona langt og fáránlegt að þessi vanvirðing sé látin viðgangast,“ segir Ester María. Ester María ræddi við Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, þegar hann gaf sig á tal við mótmælendur í morgun. Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, ræðir við mótmælendur.Vísir/Vilhelm Þá sagði hann að nú þyrftu allir að vinna að því í sameiningu að komast að samkomulagi um nýjan kjarasamning. Ester María gefur lítið fyrir það. „Þeir þurfa bara að semja og segja já. Þetta er ekki flókið, BSRB eru ekki að fara að bakka. Þessi laun eru ekki nógu góð þrátt fyrir nýja samninga. Þannig að þeir þurfa bara að bakka og segja já,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík Kjaramál Tengdar fréttir Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33 Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Félög BSRB eiga digra sjóði sem duga í langt verkfall Sveitarfélögin hafa ekki samið um leiðréttingu eða eingreiðslu við önnur stéttarfélög sem nýlega er samið við eins og BSRB krefst þess að fá. Formaður BSRB segir greiðsluna hins vegar réttlætismál og þau ellefu félög sem nú væru í verkfalli ættu digra sjóði sem gætu staðið undir verkfallsbótum í langan tíma. 6. júní 2023 19:33
Samningaviðræður sigldar í strand Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið slitið. 6. júní 2023 12:23
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent