Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2023 13:34 Steinþór Freyr Þorsteinsson í leik með KA en hann hefur spilað fyrir liðið síðan 2017. vísir/daníel Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú úrskurðað í máli Steinþórs en hann veðjaði meðal annars á einn leik sem hann spilaði sjálfur, með KA gegn Val í Bestu deildinni í október í fyrra þar sem hann kom inn á sem varamaður. Upp komst um Steinþór þegar veðmálafyrirtækið Pinnacle hafði samband við KSÍ til að fá upplýsingar um hvort Steinþór væri virkur leikmaður hjá íslensku félagi. Samkvæmt gögnum frá Pinnacle veðjaði Steinþór á tugi leikja á Íslandi á árunum 2018 til 2023, þar sem alvarlegast þótti að hann hefði veðjað á fyrrgreindan leik með eigin liði. Ekki kemur fram hvers konar veðmál það var. Hann veðjaði meðal annars á nítján leiki í Bestu deild karla, deildinni sem hann hefur spilað í frá heimkomunni úr atvinnumennsku árið 2017. Í greinargerð frá framkvæmdastjóra KSÍ segir að KSÍ hafi óskað eftir áliti frá veðmálaeftirliti UEFA um leik KA og Vals. Steinþór kom inn á í leiknum en þá var staðan 2-0 fyrir KA, sem urðu lokatölur leiksins. Niðurstöður UEFA eru að engar sérstakar vísbendingar séu um hagræðingu úrslita og mynstur í veðmála í kringum leikinn metin eðlileg. Viðurkenndi brot sín og iðrast Samkvæmt niðurstöðu aganefndar viðurkenndi Steinþór brot sín og iðraðist þeirra. Tók nefndin tillit til þess sem og þess að ekkert lægi fyrir um að Steinþór hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. Eins og fyrr segir gildir bann hans til 31. desember á þessu ári en Steinþór, sem er 37 ára gamall, hefur ekkert spilað með KA í sumar. Steinþór er annar íslenski knattspyrnumaðurinn sem úrskurðaður er í bann á þessu ári en áður var Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, dæmdur í bann út leiktíðina. Samkvæmt grein 6.2. laga KSÍ er aðilum sem falla undir lögin og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Sambærilegt ákvæði er að finna í grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, en þar er tiltekið að aðilar sem taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Besta deild karla KA Fjárhættuspil Tengdar fréttir Steinþór kærður af KSÍ fyrir að veðja á leiki Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kært Steinþór Frey Þorsteinsson, leikmann KA í Bestu deild karla í fótbolta, fyrir brot á veðmálareglum. 8. júní 2023 08:42 Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. 2. mars 2023 10:33 Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. 3. mars 2023 11:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú úrskurðað í máli Steinþórs en hann veðjaði meðal annars á einn leik sem hann spilaði sjálfur, með KA gegn Val í Bestu deildinni í október í fyrra þar sem hann kom inn á sem varamaður. Upp komst um Steinþór þegar veðmálafyrirtækið Pinnacle hafði samband við KSÍ til að fá upplýsingar um hvort Steinþór væri virkur leikmaður hjá íslensku félagi. Samkvæmt gögnum frá Pinnacle veðjaði Steinþór á tugi leikja á Íslandi á árunum 2018 til 2023, þar sem alvarlegast þótti að hann hefði veðjað á fyrrgreindan leik með eigin liði. Ekki kemur fram hvers konar veðmál það var. Hann veðjaði meðal annars á nítján leiki í Bestu deild karla, deildinni sem hann hefur spilað í frá heimkomunni úr atvinnumennsku árið 2017. Í greinargerð frá framkvæmdastjóra KSÍ segir að KSÍ hafi óskað eftir áliti frá veðmálaeftirliti UEFA um leik KA og Vals. Steinþór kom inn á í leiknum en þá var staðan 2-0 fyrir KA, sem urðu lokatölur leiksins. Niðurstöður UEFA eru að engar sérstakar vísbendingar séu um hagræðingu úrslita og mynstur í veðmála í kringum leikinn metin eðlileg. Viðurkenndi brot sín og iðrast Samkvæmt niðurstöðu aganefndar viðurkenndi Steinþór brot sín og iðraðist þeirra. Tók nefndin tillit til þess sem og þess að ekkert lægi fyrir um að Steinþór hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. Eins og fyrr segir gildir bann hans til 31. desember á þessu ári en Steinþór, sem er 37 ára gamall, hefur ekkert spilað með KA í sumar. Steinþór er annar íslenski knattspyrnumaðurinn sem úrskurðaður er í bann á þessu ári en áður var Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, dæmdur í bann út leiktíðina. Samkvæmt grein 6.2. laga KSÍ er aðilum sem falla undir lögin og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Sambærilegt ákvæði er að finna í grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, en þar er tiltekið að aðilar sem taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót.
Besta deild karla KA Fjárhættuspil Tengdar fréttir Steinþór kærður af KSÍ fyrir að veðja á leiki Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kært Steinþór Frey Þorsteinsson, leikmann KA í Bestu deild karla í fótbolta, fyrir brot á veðmálareglum. 8. júní 2023 08:42 Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. 2. mars 2023 10:33 Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. 3. mars 2023 11:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Steinþór kærður af KSÍ fyrir að veðja á leiki Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kært Steinþór Frey Þorsteinsson, leikmann KA í Bestu deild karla í fótbolta, fyrir brot á veðmálareglum. 8. júní 2023 08:42
Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. 2. mars 2023 10:33
Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. 3. mars 2023 11:30