Pæling um lokaeinkunnir Ragnar Þór Pétursson skrifar 9. júní 2023 16:00 Í skólum á að ástunda fjölbreytt námsmat. Það á að meta framfarir nemenda, gæði kennslu og ótal margt annað. Við lok grunnskóla þarf að auki að gefa einn bókstaf - til að tákna stöðu nemandans á tilteknu sviði (t.d. stærðfræði eða dönsku). Þessi bókstafur hefur fjölmargar merkingar. Samkvæmt námskrá (sem á að ráða) á hann að tákna tiltekna lýsingu á námsmanni - og munurinn á B nemanda og C nemanda er afskaplega óljós (yfirleitt bara eitt atviks- eða lýsingarorð). Hugsunin var líka sú að bókstafurinn raðaði nemendum í tilgreindan fjölda flokka, jafn marga og nemendum er raðað í á Pisa-prófunum og á samræmdu prófunum (RIP). Loks á bókstafurinn að tákna mat á því hvort nemandi skuli fara í viðkomandi fag á fyrsta eða öðru hæfniþrepi í framhaldsskóla. Fari hann á fyrsta þrep er hann eins og við flest, sem fórum í fjögurra ára framhaldsskóla, en fari hann á annað hæfniþrep hoppar hann yfir fyrsta áfanga viðkomandi fags. Til að tákna að nemandinn ráði við það á að gefa honum B. B+ og A er svo einungis hægt að skilja á annan af tveimur háttum. Með því að sauma fleiri atviks- og lýsingarorðum í lýsinguna á nemandanum (Hann les rosa, svaka, ofsalega lipurt) eða með því að segja að hann sé svo miklu betri en allir aðrir nemendur að rétt sé að sérmerkja hann. En það breytir samt engu um það að hann fer að fást við sömu áfanga og sá sem fær B. Síðast – og allra síst – nota nokkrir framhaldsskólar bókstafina til að fleyta rjómann af nemendahópnum til þess að tryggja að nemendahópurinn þeirra sé örugglega nógu stórkostlegur. Er þá yfirleitt ekki litið við C nemendum nema í algjörum undantekningatilfellum og A er það sem öllu skiptir. Allan tíunda bekk er síðan nánast allur bráðgeri hluti árgangsins í okkar landshluta meira og minna sturlaður af áhyggjum yfir því hvort hann komist í hóp útvalinna – hvort ekki sé öruggt að nógu margir verði lélegri en þeir til þess að þeir hljóti náð fyrir vali vinsælustu framhaldsskólanna. Þannig verður einn skitinn bókstafur að verðmætri vöru. Tíu ára nám er niðursoðið í eina tilviljanakennda lýsingu og tilgangur náms horast niður í ómerkilegasta hismi.Þessu þarf að hætta. Þessir örfáu skólar sem treysta sér helst ekki til að kenna venjulegu fólki þurfa að átta sig á því að þeir eru að skaða samfélag sitt - og fletja úr nám í landinu. Þannig hamla þeir þroskamöguleikum nemenda sinna og vinna gegn frumskyldu skóla. Réttast væri að leggja niður B+ og A. Láta nægja að sýna hvort nemandi uppfylli inntökuskilyrði framhaldsskólans. Ef það er ekki nóg fyrir einhverja skóla og þeir vilja ólmir fleyta einhvern rjóma ofan af ættu þeir að sjá um það sjálfir, halda inntökupróf eða nota inntökuferli þar sem þeir nemendur sem vilja geta sýnt sín spil. Það ferli ætti að vera gegnsætt og sanngjarnt og ólíkt núverandi kerfi ættu drengir ekki að fá þar afslátt út á kynferði sitt. Það ætti samt að athuga í slíku ferli hvað er á bak við bókstafinn. Reyna að kynnast gítarsnillingnum sem situr heima og plokkar upp Pink Floyd af hljómplötum, unga eldhuganum sem í uppreisn neitar að skrifa ufsilon - og er frumlegri hugsuður en við öll, lesblinda dugnaðarforrkinum sem bítur í skjaldarrendur og ræðst stöðugt á fjallið og er svo listrænn að það mætti halda að það rynni olíumálning í æðum hans, unga fiðlusnillingnum sem í laumi leggur Bach á hilluna og spilar þungarokk. Það þarf ekki alltaf að reyna að troða úlfaldanum gegnum nálaraugu. Þá á enginn sérstakt erindi gegnum slík augu og það er engin sérstök dyggð að passa þar í gegn. Við eigum að hætta þessu rugli - og leyfa börnum að útskrifast úr grunnskóla án þess að tilvist þeirra sé smættuð niður í yfirborðskennda stafrófsröð – sem segir sáralítið um það hvað þau geta eða munu gera í framtíðinni. Höfundur er kennari. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í skólum á að ástunda fjölbreytt námsmat. Það á að meta framfarir nemenda, gæði kennslu og ótal margt annað. Við lok grunnskóla þarf að auki að gefa einn bókstaf - til að tákna stöðu nemandans á tilteknu sviði (t.d. stærðfræði eða dönsku). Þessi bókstafur hefur fjölmargar merkingar. Samkvæmt námskrá (sem á að ráða) á hann að tákna tiltekna lýsingu á námsmanni - og munurinn á B nemanda og C nemanda er afskaplega óljós (yfirleitt bara eitt atviks- eða lýsingarorð). Hugsunin var líka sú að bókstafurinn raðaði nemendum í tilgreindan fjölda flokka, jafn marga og nemendum er raðað í á Pisa-prófunum og á samræmdu prófunum (RIP). Loks á bókstafurinn að tákna mat á því hvort nemandi skuli fara í viðkomandi fag á fyrsta eða öðru hæfniþrepi í framhaldsskóla. Fari hann á fyrsta þrep er hann eins og við flest, sem fórum í fjögurra ára framhaldsskóla, en fari hann á annað hæfniþrep hoppar hann yfir fyrsta áfanga viðkomandi fags. Til að tákna að nemandinn ráði við það á að gefa honum B. B+ og A er svo einungis hægt að skilja á annan af tveimur háttum. Með því að sauma fleiri atviks- og lýsingarorðum í lýsinguna á nemandanum (Hann les rosa, svaka, ofsalega lipurt) eða með því að segja að hann sé svo miklu betri en allir aðrir nemendur að rétt sé að sérmerkja hann. En það breytir samt engu um það að hann fer að fást við sömu áfanga og sá sem fær B. Síðast – og allra síst – nota nokkrir framhaldsskólar bókstafina til að fleyta rjómann af nemendahópnum til þess að tryggja að nemendahópurinn þeirra sé örugglega nógu stórkostlegur. Er þá yfirleitt ekki litið við C nemendum nema í algjörum undantekningatilfellum og A er það sem öllu skiptir. Allan tíunda bekk er síðan nánast allur bráðgeri hluti árgangsins í okkar landshluta meira og minna sturlaður af áhyggjum yfir því hvort hann komist í hóp útvalinna – hvort ekki sé öruggt að nógu margir verði lélegri en þeir til þess að þeir hljóti náð fyrir vali vinsælustu framhaldsskólanna. Þannig verður einn skitinn bókstafur að verðmætri vöru. Tíu ára nám er niðursoðið í eina tilviljanakennda lýsingu og tilgangur náms horast niður í ómerkilegasta hismi.Þessu þarf að hætta. Þessir örfáu skólar sem treysta sér helst ekki til að kenna venjulegu fólki þurfa að átta sig á því að þeir eru að skaða samfélag sitt - og fletja úr nám í landinu. Þannig hamla þeir þroskamöguleikum nemenda sinna og vinna gegn frumskyldu skóla. Réttast væri að leggja niður B+ og A. Láta nægja að sýna hvort nemandi uppfylli inntökuskilyrði framhaldsskólans. Ef það er ekki nóg fyrir einhverja skóla og þeir vilja ólmir fleyta einhvern rjóma ofan af ættu þeir að sjá um það sjálfir, halda inntökupróf eða nota inntökuferli þar sem þeir nemendur sem vilja geta sýnt sín spil. Það ferli ætti að vera gegnsætt og sanngjarnt og ólíkt núverandi kerfi ættu drengir ekki að fá þar afslátt út á kynferði sitt. Það ætti samt að athuga í slíku ferli hvað er á bak við bókstafinn. Reyna að kynnast gítarsnillingnum sem situr heima og plokkar upp Pink Floyd af hljómplötum, unga eldhuganum sem í uppreisn neitar að skrifa ufsilon - og er frumlegri hugsuður en við öll, lesblinda dugnaðarforrkinum sem bítur í skjaldarrendur og ræðst stöðugt á fjallið og er svo listrænn að það mætti halda að það rynni olíumálning í æðum hans, unga fiðlusnillingnum sem í laumi leggur Bach á hilluna og spilar þungarokk. Það þarf ekki alltaf að reyna að troða úlfaldanum gegnum nálaraugu. Þá á enginn sérstakt erindi gegnum slík augu og það er engin sérstök dyggð að passa þar í gegn. Við eigum að hætta þessu rugli - og leyfa börnum að útskrifast úr grunnskóla án þess að tilvist þeirra sé smættuð niður í yfirborðskennda stafrófsröð – sem segir sáralítið um það hvað þau geta eða munu gera í framtíðinni. Höfundur er kennari. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun