Umsóknir um nám í Háskóla Íslands fjölgaði milli ára Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 08:53 Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands. Frestur til að sækja um nám í skólanum næsta haust lauk þann 5. júní síðastliðinn. Vísir/Ívar Fannar Tæplega 9.500 umsóknir bárust um grunn- og framhaldsnám í Háskóla Íslands fyrir skólaárið 2023-24. Frestur til að sækja um nám rann út þann 5. júní síðastliðinn og nam fjölgunin rúmlega sex prósent á milli ára. Íslenska sem annað mál reyndist vinsælasta námsgreinin og ná bárust nærri tvö þúsund erlendar umsóknir. Í tilkynningu frá skólanum segir að samanlagt hafi umsóknir um grunnnám reynst 5.357 og fjölgaði þeim um rúm sex prósent milli ára. „Þær dreifast svo á fimm fræðasvið skólans: Félagsvísindasviði bárust ríflega 930 umsóknir. Viðskiptafræði er vinsælasta greinin innan sviðsins eins og oft áður en rúmlega 300 umsóknir bárust um nám í þeirri grein. Þá vilja rúmlega 210 hefja nám í lögfræði og rúmlega 170 í félagsráðsgjöf en nærri 75 í hagfræði. Umsóknir um nám í félagsfræði og stjórnmálafræði eru um 50 talsins í hvora grein. Heilbrigðisvísindasviði bárust rúmlega 1.350 umsóknir. Inni í þeirri tölu eru tæplega 350 umsóknir frá fólki sem þreytti inntökupróf í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði sem fram fóru fyrir helgi. Í læknisfræði verða teknir inn 60 nemendur og 35 í sjúkraþjálfunarfræði en allt að 40 í tannlæknisfræði. Sálfræði er eins og oft áður vinsælasta greinin innan sviðsins en tæplega 350 vilja hefja nám í greininni næsta haust. Þá eru 180 skráð í BS-nám í hjúkrunarfræði, þar sem 120 nemendur komast áfram eftir fyrsta misseri að loknum samkeppnisprófum, og um 30 vilja hefja nám í hjúkrunarfræði fyrir fólk sem hefur lokið háskólanámi af öðru fræðasviði. Enn fremur hafa 80 skráð sig í lífeindafræði og 60 í lyfjafræði. Hugvísindasvið fékk flestar umsóknir allra sviða, eða nærri 1.390. Á sviðinu er íslenska sem annað mál langvinsælasta greinin en ríflega 640 umsóknir bárust um annaðhvort BA-nám eða styttra hagnýtt eins árs nám í greininni. Fjölgunin milli ára nemur rúmlega þriðjungi. Ríflega 400 manns hafa enn fremur sóst eftir að hefja nám í einhverjum þeirra fjölmörgu tungumála sem í boði eru í Háskóla Íslands, en þar nýtur styttra hagnýtt nám til grunndiplómu í ýmsum tungumálum mikilla vinsælda. Ríflega 50 hafa sótt um nám í sagnfræði og um 40 í íslensku. Á Menntavísindasviði eru umsóknirnar um 800. Ríflega 220 þeirra eru í námsleiðir í grunnskólakennslu með ólíkum áherslum og í kennslufræði. Þá er þroskaþjálfafræði einnig vinsæl en tæplega 130 hafa sótt um á þeirri námsleið. Auk þess sækjast rúmlega 100 eftir að hefja alþjóðlegt nám í menntunarfræði, sem í boði er annað hvert ár, tæplega 100 vilja í leikskólakennarafræði, rúmlega 80 í íþrótta- og heilsufræði og svipaður fjöldi í uppeldis- og menntunarfræði. Verkfræði- og náttúruvísindasvið fékk rúmlega 880 umsóknir að þessu sinni. Ríflega 240 bárust um nám í tölvunarfræði, sem eru fimmtungi fleiri umsóknir en í fyrra. Greinin er sem fyrr vinsælasta greinin innan sviðsins. Enn fremur hyggja 360 manns á nám í einhverjum af verkfræði- og tæknifræðigreinum sviðsins. Þá stefna 65 manns á að hefja nám í lífefna- og sameindalíffræði og rúmlega 60 í líffræði. Um 50 manns sækja enn fremur um þrjár námsleiðir skólans á sviði stærðfræði og stærðfræðimenntunar. Umsóknir um framhaldsnám rösklega 7% fleiri en í fyrra Umsóknir um framhaldsnám við Háskóla Íslands reyndust 4.115 og fjölgar um rúm 7 prósent milli ára. Félagsvísindasvið fær sem fyrr flestar umsóknir, eða um 1.570, en þar vekur m.a. athygli að 60 sækja um nýja meistaranámsleið í afbrotafræði og nærri sami fjöldi um nýja námsleið í alþjóðaviðskiptum og verkefnisstjórnun sem einungis er kennd á ensku. Menntavísindasvið fékk næstflestar umsóknir í framhaldsnámi, 870. Af þverfræðilegum námsleiðum í framhaldsnámi reyndist umhverfis- og auðlindafræði vinsælust með tæplega 130 umsóknir en ríflega hundrað umsóknir bárust í námsleiðir um menntun framhaldsskólakennara og tæplega í 80 námsleiðir í lýðheilsuvísindum. Þessu til viðbótar hafa tæplega 100 manns sótt um doktorsnám við skólann á árinu. Erlendum umsóknum um nám við Háskóla Íslands heldur áfram að fjölga samhliða vaxandi erlendu samstarfi skólans og aukinni alþjóðavæðingu íslensks samfélags. Þeim fjölgar um fimmtung milli ára og eru tæplega 2.000. Til samanburðar má geta þess að árið 2016 voru slíkar umsóknir rétt rúmlega 1.000. Háskóli Íslands beitir ströngum viðmiðum og umsóknargjaldi til þess að tryggja að einungis berist marktækar umsóknir um nám frá erlendum umsækjendum,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Háskólar Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í tilkynningu frá skólanum segir að samanlagt hafi umsóknir um grunnnám reynst 5.357 og fjölgaði þeim um rúm sex prósent milli ára. „Þær dreifast svo á fimm fræðasvið skólans: Félagsvísindasviði bárust ríflega 930 umsóknir. Viðskiptafræði er vinsælasta greinin innan sviðsins eins og oft áður en rúmlega 300 umsóknir bárust um nám í þeirri grein. Þá vilja rúmlega 210 hefja nám í lögfræði og rúmlega 170 í félagsráðsgjöf en nærri 75 í hagfræði. Umsóknir um nám í félagsfræði og stjórnmálafræði eru um 50 talsins í hvora grein. Heilbrigðisvísindasviði bárust rúmlega 1.350 umsóknir. Inni í þeirri tölu eru tæplega 350 umsóknir frá fólki sem þreytti inntökupróf í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði sem fram fóru fyrir helgi. Í læknisfræði verða teknir inn 60 nemendur og 35 í sjúkraþjálfunarfræði en allt að 40 í tannlæknisfræði. Sálfræði er eins og oft áður vinsælasta greinin innan sviðsins en tæplega 350 vilja hefja nám í greininni næsta haust. Þá eru 180 skráð í BS-nám í hjúkrunarfræði, þar sem 120 nemendur komast áfram eftir fyrsta misseri að loknum samkeppnisprófum, og um 30 vilja hefja nám í hjúkrunarfræði fyrir fólk sem hefur lokið háskólanámi af öðru fræðasviði. Enn fremur hafa 80 skráð sig í lífeindafræði og 60 í lyfjafræði. Hugvísindasvið fékk flestar umsóknir allra sviða, eða nærri 1.390. Á sviðinu er íslenska sem annað mál langvinsælasta greinin en ríflega 640 umsóknir bárust um annaðhvort BA-nám eða styttra hagnýtt eins árs nám í greininni. Fjölgunin milli ára nemur rúmlega þriðjungi. Ríflega 400 manns hafa enn fremur sóst eftir að hefja nám í einhverjum þeirra fjölmörgu tungumála sem í boði eru í Háskóla Íslands, en þar nýtur styttra hagnýtt nám til grunndiplómu í ýmsum tungumálum mikilla vinsælda. Ríflega 50 hafa sótt um nám í sagnfræði og um 40 í íslensku. Á Menntavísindasviði eru umsóknirnar um 800. Ríflega 220 þeirra eru í námsleiðir í grunnskólakennslu með ólíkum áherslum og í kennslufræði. Þá er þroskaþjálfafræði einnig vinsæl en tæplega 130 hafa sótt um á þeirri námsleið. Auk þess sækjast rúmlega 100 eftir að hefja alþjóðlegt nám í menntunarfræði, sem í boði er annað hvert ár, tæplega 100 vilja í leikskólakennarafræði, rúmlega 80 í íþrótta- og heilsufræði og svipaður fjöldi í uppeldis- og menntunarfræði. Verkfræði- og náttúruvísindasvið fékk rúmlega 880 umsóknir að þessu sinni. Ríflega 240 bárust um nám í tölvunarfræði, sem eru fimmtungi fleiri umsóknir en í fyrra. Greinin er sem fyrr vinsælasta greinin innan sviðsins. Enn fremur hyggja 360 manns á nám í einhverjum af verkfræði- og tæknifræðigreinum sviðsins. Þá stefna 65 manns á að hefja nám í lífefna- og sameindalíffræði og rúmlega 60 í líffræði. Um 50 manns sækja enn fremur um þrjár námsleiðir skólans á sviði stærðfræði og stærðfræðimenntunar. Umsóknir um framhaldsnám rösklega 7% fleiri en í fyrra Umsóknir um framhaldsnám við Háskóla Íslands reyndust 4.115 og fjölgar um rúm 7 prósent milli ára. Félagsvísindasvið fær sem fyrr flestar umsóknir, eða um 1.570, en þar vekur m.a. athygli að 60 sækja um nýja meistaranámsleið í afbrotafræði og nærri sami fjöldi um nýja námsleið í alþjóðaviðskiptum og verkefnisstjórnun sem einungis er kennd á ensku. Menntavísindasvið fékk næstflestar umsóknir í framhaldsnámi, 870. Af þverfræðilegum námsleiðum í framhaldsnámi reyndist umhverfis- og auðlindafræði vinsælust með tæplega 130 umsóknir en ríflega hundrað umsóknir bárust í námsleiðir um menntun framhaldsskólakennara og tæplega í 80 námsleiðir í lýðheilsuvísindum. Þessu til viðbótar hafa tæplega 100 manns sótt um doktorsnám við skólann á árinu. Erlendum umsóknum um nám við Háskóla Íslands heldur áfram að fjölga samhliða vaxandi erlendu samstarfi skólans og aukinni alþjóðavæðingu íslensks samfélags. Þeim fjölgar um fimmtung milli ára og eru tæplega 2.000. Til samanburðar má geta þess að árið 2016 voru slíkar umsóknir rétt rúmlega 1.000. Háskóli Íslands beitir ströngum viðmiðum og umsóknargjaldi til þess að tryggja að einungis berist marktækar umsóknir um nám frá erlendum umsækjendum,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Háskólar Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira